Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 36

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 36
126 LÆKNABLAÐIÐ um sá, að til hærri dánartölu magakrabbameins svaraði meira magn aí' 3,4-benzopyrene og öðrum íjölhringa sótefnum i fæð- unni (Skagafjarðarsýsla). Hér þyrftu þó víðtækari athuganir að koma til, er næðu til úrtaks af öllu norðvestur-svæðinu til sam- anburðar við aðra landshluta. Að svo stöddu verður ekki fullyrt, að meginorsök þess, hve algengt magakrabbamein hefur verið hér á landi, verði rakin til fjölhringa kolvatnsefnis-sambanda — og þá fyrst og fremst 3,4- benzopyrene — í reyktum mat og sviðum. En allur er varinn góður, og þar eð nokkrar líkur, jafnvel allmiklar, benda i þá átt, er rétt að forðast mengun af völdum þessara fylgiefna sóts- ins eftir föngum. Má í því efni hafa leiðsögn af rannsóknum Þorsteins Þorsteinssonar, sem áður var minnzt á, en samkvæmt þeim fannst lítið sem ekkert af 3,4-benzopyrene í sviðum, þegar sviðið var yfir gasloga. Og þótt kjöt væri reykt á þann hátt, sem tíðkazt hefur um heimareykt hangikjöt, mátti verjast sótmengun að miklu leyti með því að vefja um það líndúk, en cellophan veitti nær fullkomna vörn. Nú þegar mun gas mest notað i Reykjavík til að sviða kindar- hausa, og heilbrigðisnefndin þar mun hafa í athugun að setja reglur um, að svo skuli gert einvörðungu. Væri það til eftirbreytni heilbrigðisnefndum annars staðar. Einnig kæmi til athugunar að setja reglur um, hvernig reykja skuli kjöt og annan mat, þótt sótmengun hangikjöts í reykhúsum hafi virzt vera lítil gagnstætt því, sem oft er um heimareykt kjöt. SUMMARY A review of studies on stomach cancer in Iceland initiated by pro- fessor N. Dungal, under the auspices of the Iceland Cancer Society, and supported by U. S. Public Health Service research grant CA-06188 from the National Cancer Institute. The mortality from stomach cancer in Iceland, still relatively high, has shoWn a definite downward trend in recent years.7 It was found to be higher in the north-western part of the country than in Reykja- vík and in the remaining area, and higher in rural than in urban areas. 8 Comparison of occupation groups indicated that the stomach cancer risk had been particularly high among farmers as judged from relative mortality figures.13 There was some indication of an association be- tween dietary contents of 3,4-benzopyrene and frequency of stomach cancer. The main dietary sources of polycyclic hydrocarbons in Iceland are singed and smoked foods. Appreciable amounts of 3,4-benzopyrene were found in foods (sheap heads) singed as was customary over coal or peat fire, but only traces when singed over propane or acetylene-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.