Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 41

Læknablaðið - 01.08.1969, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 131 Pétur H. J. Jakobsson: GETNAÐARVARNIR í LEGHOLI Sagt frá tilfelli með Lippes-lykkju í kviðarholi Þekking á getnaðarvörnum er yfirleitl viðurkennd sem riauð- synlegur þáttur í lífi sérhvers einstaklings, og í flestum löndum eru þær leyfðar lögum samkvæmt. Sums staðar hvetja yfirvöld landsins til að nota þær, ef þær eru ekki beinlínis kostaðar af al- mannafé — eins og víða í þróunarlöndunum. Aðalbaráttan hefur verið að finna þær leiðir við takmörkun harneigna, sem hvorki skaða konuna né manninn og um leið koma í veg fyrir, að afkvæmið verði fyrir nokkurri áhættu. Hér er ekki ætlunin að segja nánar frá getnaðarvörnum almennt, lieldur minnast í stuttu máli á, hvernig reynslan hefur verið með verjur, sem lagðar eru inn í leghol konunnar og látnar liggja þar árum saman. Leglægar getnaðarvarnir eru tvö þúsund ára gamlar, og get- ur Hippocrates þeirra í ritum sínum um kvensjúkdóma. Þessa aðferð getnaðaivarna hafa Arahar og Tyrkir notað í aldaraðir i burðardýr sín, og stungu þeir smásteinum upp í leg skepnunnar. Menn hafa notað til þessa ýmsa hluti og m. a. ull, fílabein, við, gler, silfur og gull, íhenholt og pjátur — jafnvel hluti búna til úr platínu, setta demöntum. í læknabókmenntum nítjándu aldarinnar er mikið skrifað um þetta og skeggrætt um öryggi og árangur þessarar aðferðar. Æs- ingaumræður um þetta og tegundir leglægra tækja voru margar, og sérhver hélt því fram, að sín aðl'erð væri betri, öruggari, hættuminni og auðveldari að koma fyrir í leginu en aðrar aðferðir. Vandamálin voru hin sörnu og eru enn í dag. Aðalhættan voru bólgur, og allir vöruðu við notkun þessara hluta, ef grunur var lun bólgur í fjölgunarfærum, vegna þess að það gat orðið lífs- hættulegt, auk þess sem mikil hætta var á, að konan yrði ófrjó. Þegar kemur fram á þessa öld, var það Robert L. Dickinson, sem stakk upp á að nota einfaldan hlut, sem unnt væri að koma öllum fullkomlega inn í legholið til þess að forðast getnað, og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.