Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 13

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ L/EKNAFÉLAG ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ritstjóri fræðilegs efnis: Páll Ásmundsson Ritstjóri félagslegs efnis: Arinbjörn Kolbeinsson 58. ÁRG. ÁGÚST 1972 2. HEFTI Jón G. Hallgrímsson FRAMFARIR í SKURÐAÐGERÐUM VIÐ ÆÐAKÖLKUN I HJARTAKRAN SÆÐUM FORSPJALL Undanfarin ár hafa skurðaðgerðir til að endurbæta blóðstreymi (revascularization) til hjartans vegna æðakölkunar í kransslagæðum aukizt verulega. Ástæðan er einkum sú, að breiðzt hefur út ný að- ferð við þessar aðgerðir, en hún er fólgin í því, að búið er til hliðar- streymi (bypass) milli meginslagæðar (aorta), nálægt upptökum, og yfir í hina sjúku kransslagæð, fjarlægt við lokunina eða þrengslin. Hliðarstreymi er myndað úr bláæð, sem er venjulega tekin úr læri sjúklingsins. Á þennan hátt er hægt að auka samstundis blóðstreymið til hjartans með þeim afleiðingum, að óþægindi sjúklingsins minnka strax eða hverfa alveg. Árangur þessara aðgerða hefur nýlega verið birtur af ýmsum hjartaskurðdeildum í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en þar hefur aðferðin þróazt og breiðzt út frá árinu 1967.8 15 Þótt hér sé enn um skamman reynslutíma að ræða, hefur árangur verið það iákvæður, að það hefur valdið straumhvörfum á sviði skurðað- gerða við kölkun í kransslagæðum hjartans, enda nær aðferðin yfir miklu víðtækara svið og gefur fleiri sjúklingum möguleika á að fá bót en áður þekktist.i ? 8 ío 'n 12 15 16 20 21 22 23 29 31 Höfundur þessarar greinar fékk tækifæri til að kynna sér ofan- greinda aðferð á tveimur þekktum hjartaskurðdeildum í Bandaríkj- unum sl. haust, þ. e. Mayo Clinic í Rochester, Minnesota, og Cleveland

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.