Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 14

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 14
56 LÆKNABLAÐIÐ Clinic í Cleveland, Ohio, og eiga þessi skrif rætur að rekja til þeirrar kynningar. Rétt er að geta hér í upphafi tveggja uppfinninga, sem hafa reynzt aðalforsendur þess, að blóðrásarbætandi aðgerðir á hjarta hafa verið mögulegar, en það eru kransæðamyndataka og hjarta-lungnavél. KRANSÆÐAMYNDATAKA (Selective coronary angiography) Nákvæmar upplýsingar um útbreiðslu kölkunar í kransslagæðum er aðeins unnt að fá með því að taka röntgenmyndir af æðunum sjálf- um, en það er gert á þann hátt, að farið er með sérstakan þræðara (catheter) í gegnum aðgengilega slagæð á handlegg eða í nára (arteria brachialis eða femoralis) og hann þræddur inn í sjálfar kransslag- æðarnar.18 25 Síðan er skuggaefnum sprautað í gegnum þræðarann inn í æðarnar og myndir teknar af þeim, annaðhvort venjulegar röntgenmyndir eða kvikmyndir (mynd 1-3). Þessi rannsóknaraðferð hefur þróazt síðan 1958, meðal annars fyrir brautryðjendastarf F. Mason Sones á Cleveland Clinic.28 Á deildum, sem hafa þjálfun og reynslu í þessum efnum, er þessi aðferð Mynd 1 Æðamynd af vinstri kransslagæð. Greining hennar í r. descendens og r. circumflex kemur vel frain.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.