Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 16

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 16
58 LÆKNABLAÐIÐ cava inferior og taka þær við öllu blóði, sem berst til hjartans. Þessar slöngur eru síðan tengdar saman í eina, sem liggur til hjarta-lungna- vélarinnar, þar sem loftskiptin fara fram. Síðan rennur súrefnisríkt blóð eftir annarri slöngu frá vélinni og inn í slagæðakerfi sjúklings- ins, venjulega inn í arteria femoralis, sem er frílögð í nára, (venjulega hægra megin), opnuð þar og þrædd inn í hana slanga, (canyl). Þannig er mynduð blóðhringrás utan líkamans (extracorporeal circulation), sem fullnægir loftskiptunum, á meðan aðgerðin á hjartanum fer fram. ELDRI SKURÐAÐGERÐIR Það er nú meira en hálf öld síðan fyrst var reynt að bæta blóð- rásina til hjartans með skurðaðgerð, því að árið 1916 var framkvæmd ganglionectomia, fyrsta skipulagða tilraunin til að lækna atheroscler- osis í kransslagæðum með skurðaðgerð. Tilgangurinn var að auka blóðstreymið til hjartans með því að skapa á þennan hátt útvíkkun kransslagæðanna (vasodilatation), en árangurinn varð ekki góður.30 Síðar komu fram aðferðir eins og t. d. pericardectomia, púðrun á pericardium með ertandi púðri og ígræðslu á netju og fleiri aðferðir, en engin þeirra reyndist góð. G 30 Aðferðir þær, sem sennilega hafa verið notaðar mest seinasta ára- Mynd 3 Æðamynd af vinstri kransslagæð, sem sýnir mikil þrengsli proximalt í r. descendens og einnig þrengsli distalt í sömu æð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.