Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 17

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 59 tuginn eru: Endarterectomia, gollursæðabæting og ígræðsla á innri br j óstslagæðum. Endarterectomia. Þar er þykknið í æðinni tekið í burtu á þann hátt, að skorið er inn í æðina, þar sem hún er sjúk, og þykknið innan í henni losað frá og dregið út og æðin þannig opnuð aftur. Mjög há dánartala (primary mortality) og há tíðni hjartadreps eftir þessar aðgerðir hefur dregið mjög úr gildi þeirra, en árangurinn hefur verið lakastur við aðgerðir á vinstri kransslagæð og minni greinum hennar. Vegna þessarar áhættu hefur endarterectomia mest verið notuð við æðakölkun í hægri kransslagæð, þar sem áhættan hefur reynzt mun minni." Síðari ár hefur endarterectomia meðfram verið notuð við hliðarstreymi inn í kransslagæðarnar, þar sem æðakölkunin er mjög útbreidd í kransslagæðinni.8 Gollursæðabæting (pericardial patch graft). Skorið er í kransslag- æðina þar sem þrengsli eru, og síðan er æðaveggurinn bættur þarna með bót frá gollurshúsi, sem kemur í staðinn fyrir hluta af æðaveggn- um, og á þann hátt er æðin víkkuð aftur (mynd 4). Hér hefur farið Mynd 4 a) Opnað með langskurði inn í kransslagæðina yfir þrengslunum. b) Æðin er bætt með bút frá gollurshúsi og þannig víkkuð út aftur. líkt og við endarterectomia, að há dánartala eftir aðgerðirnar hefur takmarkað mjög gildi þeirra, en dánartalan hefur verið um 10.5% við aðgerð á hægri kransslagæð og allt upp í 65% við aðgerðir á vinstri kransslagæð á þekktum hjartaskurðdeildum.8 Þá hafa eftir- rannsóknir með æðamyndatöku leitt í ljós, að um 35% af æðunum, sem aðgerðir hafa verið gerðar á, lokast alveg. Af þessum orsökum hefur einnig þessi aðferð verið að mestu takmörkuð við hægri krans- slagæð, þar sem æðakölkunin nær yfir tiltölulega stutt svæ'ði.7 8 10 Igræðsla á innri brjóstslagæðinni (implantatio a. mammaria in- terna). Oft kölluð Vinebergaðferð, en þar er innri brjóstslagæð, önnur eða báðar, losuð frá brjóstveggnum og síðan þrædd í gegnum tilbúin

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.