Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 38
74
LÆKNABLAÐIÐ
rétta það misræmi, sem fyrir
hendi er. Einhlít lausn á þess-
um vanda er ekki fyrir hendi;
til þess skortir lækna, fé og
starfsaðstöðu. Það er margra
ára átak að bæta úr slíku á-
standi. Mikils er vert að vel
takist að semja reglugerð um
stöður þessar; mistakist það
verk, fellur málið um sjálft sig.
Þessi lagasetning um stofn-
un á nýjum læknisstöðum við
ríkisspítalana er einkum at-
hyglisverð fyrir tvennt:
a) I fyrsta lagi vegna þess, að
gerð er lítil en einföld og
væntanlega árangursrík til-
raun til þess að bægja frá
byggðum landsins því ör-
yggisleysi og vandræðaá-
standi, sem skortur á lækn-
jafnframt því, sem reynt er
isþjónustu getur skapað,
að efla aðra vanrækta þætti
heilhrigðisþj ónustunnar og
laða unga lækna til þjóð-
nýtra starfa.
b) 1 öðru lagi vegna þess, að
lagasetning þessi felur í sér
vaxandi samstarf heilbrigð-
isstjórnar og' læknastéttar.
Hún sýnir gagnkvæman
skilning á því grundvallar-
atriði, að sá vandi, sem hér
um ræðir, verður aðeins
leystur í náinni og stöðugri
samvinnu við læknasam-
tökin, því að þeir, sem
leggja endanlega hönd á
lausn hvers einstaks þáttar
þessa máls, verða læknar,
og' alveg sérstaklega ungir
læknar.
Arinbjörn Kolbeinsson.