Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 83 Á íslandi eru um 200 þús. íbúar, og þannig færri íbúar á land- inu öllu en í fámennasta svæðinu í Svíþjóð. Hafa verður þó, lækna- menntunar vegna, því sem næst sömu sérgreinar og við sænsk svæða- sjúkrahús. Við teljum, að líta beri á ísland sem eitt svæði og draga megi hliðstæður milli hinnar sérhæfðu þjónustu á sænskum svæða- sjúkrahúsum og þarfarinnar á Islandi fyrir sérfræðiþjónustu. Yfirlitsáætlunin verður ekki unnin í eitt skipti fyrir öll. Hana verður sífellt að endurskoða. Við álítum, að heppilegast sé að koma á fót áætlanastofnun fyrir heilbrigðisþjónustuna á íslandi á svipaðan hátt og gert hefur verið í Svíþjóð. Verkefni stofnunarinnar yrði þá að safna gögnum um alla heilbrigðisþjónustu í landinu og draga upp yfirlitsáætlanir fyrir landið.“ Til þess að gefa nokkra hugmynd um svið áætlanagerðar, ætla ég að leyfa mér að draga upp ófullkomna mynd yfir nokkra megin- drætti og aðalþætti í yfirlitsáætlanagerð. Ætti hún að varpa nokkru Ijósi á samhengi hinna tilgreindu þátta. Eins og fram kom í hugleiðingunum hér að framan, eru upplýs- ingar um sjúkdómatíðni meðal frumgagna um áætlun þarfar heil- brigðisþjónustu. Til þess að mæla raunverulega sjúkdómatíðni íslend- inga til fullnustu, þarf mjög víðtæka rannsókn, sem næði langt út fyrir sjúkrahúsin. Á hinn bóginn fæst mun betra yfirlit en nú er fyrir hendi með því að líta á sjúkleika þeirra, sem vistast á sjúkra- húsum. Sem fyrsta spor í þá átt að gera heildaryfirlit yfir sjúkdóma- tíðni, hefur undirritaður lagt til (9. 7. 1970), að skipulegri gagna- vinnslu um þessi mál verði komið á. Hugmyndin að baki þeirrar gagnavinnslu byggist þó jafnframt á stjórnunarlegum grunni. Gert er ráð fyrir, að safnað verði á skipulegan hátt upplýsingum um tíðni tilfella og dreifingu legutíma fyrir tiltekna flokka aðgerða og sjúk- dóma. Gerð er tillaga um, að teknir verði 27 sjúkdómsflokkar í hinar almennu töflur, sem sýna sjúkdómadreifingu og legutíma. Skurð- aðgerðir yrðu flokkaðar í 35 flokka. Fyrir hvert ár yrðu unnar töflur, sem sundurliðuðu sjúkdóma og legutíma með ýmsu móti. Þannig er gert ráð fyrir samdráttar- töflum yfir sjúkdómatíðni á sjúkrahúsunum, er sýni fjölda sjúklinga í hverjum flokki, sundurliðað eftir kyni og eftir aldri. Þá er ætlunin að fyrir hinar ýmsu deildir verði unnar töflur yfir legutíma og dreif- ingu hans, þ. e. a. s. hve títt sé, að hann sé af einni eða annarri lengd, sundurliðað eftir sjúkdóma- og aðgerðaflokkum. Ennfremur á að vinna töflur, er sýni árstíðadreifingu og dreifingu tilfella eftir landshlutum. I þessari gagnasöfnun er lögð sérstök áherzla á að afla upplýs- inga um legutíma sjúklinga. í því sambandi er rétt að vekja athygli á, að sá mælikvarði, sem nú er oft miðað við um nýtingu sjúkra- húsa, þ. e. a. s. heildarlegutími, gefur alls ekki rétta mynd af nýtingu sjúkrahúsanna, því að raunveruleg nýting stendur í öfugu hlutfalli við lengd l'egutíma hinna einstöku sjúklinga. Sé hann stuttur, er fleiri sjúklingum líknað á ári hverju en ella, en tilkostnaður er óbreyttur, þannig að kostnaður á hvern sjúkling er auðvitað minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.