Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 26
54 LÆKNABLAÐIÐ Áhrif PGA á æðakerfið hefur vakið mesta athygli vegna þess, að þau hafa tiltölulega lítil áhrif á slétta vöðva utan þessa kerfis. Því hefur jafnvel verið hald- ið fram,23 að PGA-efnin hafi ýmsa eigin- leika, sem ,,ideal“ blóðþrýstingslækkandi lyf þurfa að hafa. I mönnum með,,essential hypertension“ lækka PGA blóðþrýsting með því að víkka út periferar arteriolur, en þessu fylgir aukning á „cardiac output" vegna „reflex tachycardiu". Þó að fall verði á blóðþrýstingnum verður engin minnkun á blóðrennslinu um nýrun vegna beinu áhrifanna á blóðrennsli nýrna og eins og áður segir verður aukning á út- skilnaði vatns og salta. Lee og félagar24 gáfu sex sjúklingum með „fixed diastolic essential hyperten- sicn“ infusion af PGA,. Þegar efnið var gefið hægt (0.1-2.1 p,g per kg líkamsþunga/ mín.) J.ækkaði blóðþrýstingur ekki, en það varð marktæk aukning á ERPF (effective renal plasma flow), GFR (glomerular filtration rate), þvagrennsli og útskilnaði á natrium og kalium. Þegar lyfið var gefið hraðar (2.1-11.2 |.ig per kg líkamsþunga/ mín.) lækkaði meðalblóðbrýstingur frá 205/112 mmHg í 140/85 mmHg, sem aftur olli lækkun niður í byrjunargildi á ERPF og GFR, þvagrennsli og útskilnaði á natrium og kalium. Lokastaðan varð því eðlilegur blóðþrýstingur fyrir áhrif PGA, með eðlilegu blóðflæði um nýru og eðli- legum útskilnaði á söltum. Aukaverkanir voru léttur, skammvinnur niðurgangur í einum sjúklingi og bradycardia í tveim sjúklingum, þegar stærri skammturinn var gefinn. í öðru beirra tilfella mældist einn- ig of lækkaður blóðþrýstingur, 90/45 mmHg. PGA finnst í nýrum og var raunar fyrst einangrað úr medulla renalis og nefnt medullin. Síðar sannaðist, að medullin er sama og PGA9.23 Þar sem PGA myndast í nýrum er hugsanlegt, að „essential hyper- tension" stafi ekki eingöngu af aukinni framleiðslu þrýstingsaukandi efna í nýr- unum heldur einnig af minnkaðri mynd- un þrýstingslækkandi efna. Hvort PGA á þátt í að stjórna blóðþrýstingi við venju- legar aðstæður er ekki sannað og bíður frekari rannsókna. Magi og garnir: Prostaglandin Ej og E2 og Aj draga úr myndun sýru, pepsins og heildarmagni magasafa.25 31 Að minnsta kosti Ej getur stöðvað þá aukningu á secretion sem pentagastrin, histamin og fæða valda venjulega. Þetta á við bæði um dýr og menn, þegar efnið er gefið í æð. Á hinn bóginn fundu Horton og fé- lagar,14 að þegar PGE var gefið heilbrigð- um mönnum per os, þá hafði það engin áhrif á sýruframleiðslu, en olli miklu „re- flux“ af galli upp í maga. Robert og fé- lagar25 hafa gert tilraunir, sem sýna áhrif PGE á myndun sára. Sárin voru framköll- uð með því að binda fyrir pylorus eða með inndælingu stórra skammta stera. I báðum tilfellum dró PGE stórlega úr myndun sáranna. Einangraðir sléttir langvöðvar úr görn- um allra dýrategunda, sem hingað til hafa verið rannsakaðar, dragast saman fyrir áhrif PGE og F. Vöðvarnir eru mjög næm- ir fyrir áhrifum þessara efna, enda hafa þeir mikið verið notaðir til þess að mæla efnin á lífrænan hátt, eins og áður segir. Á hinn bóginn hafa þessi sömu efni hindr- andi áhrif á samdrætti hringvöðva garna. In vivo auka þessi efni hreyfingar garna og geta valdið ógleði og uppköstum, colic verkjum og niðurgangi. Þetta eru aðal- aukaverkanir, sem fram koma, þegar prostaglandin eru notuð sem lyf. Taugakerfi: Áhrif PG á taugakerfið eru mikil og mjög eftirtektarverð, en þau eru jafnframt svo flókin, að erfitt er að lýsa þeim í stuttu máli eða fá neina heildar- mynd yfir verkun þeirra á núverandi þekkingarstigi. Hin ýmsu PG hafa oft mismunandi verkun, sem auk þess er háð dýrategundinni og þvi, hvort dýrin eru vakandi eða hafa verið svæfð, þegar lyfið er gefið. Áhrifin eru háð skammti efnis- ins, hvernig það er gefið o. s. frv. PGE dælt inn í æð í stórum skömmtum eða inn í ventriculus lateralis í litlum skömmtum12 í vakandi hænuunga, mús eða ketti hefur róandi (sedative — tranquiliz- ing) áhrif. Dýrin sitja eða liggja kyrr, lygna aftur augunum og sýna ekki áhuga á umhverfinu. Þau færa sig undan sárs- aukafullum áverka og reflexar vii'ðast eðlilegir. Sum dýr leita á afvikna staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.