Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 77 gjörði jeg það svo tugum skifti, með Tóm- asi Helgasyni og Sigurði Magnússyni, læknum hjer á Patreksfirði. í maímánuði 1886 kom á Tálknafjörð franska herskipið ,,Duplaix“ og skaut kúl- um á land. Man jeg eptir tveim stærðum, var hin minni 5 cm. í þvermál og að mig minnir 6” á hæð. Voru á kúlunni tvær látúnsgjarðir og lítið op að framan í mjórri endann og í miðju opinu var typpi, sem sprengdi kúluna, þegar við var komið. Stærri tegundin fannst inn á Botnaheiði, sem liggur milli Tálknafjarðar og Haga á Barðaströnd. Var sú kúla af sömu gerð og hin, en miklum mun stærri, því hylkið á henni, sem ekki var sprungið, vóg ca. 50 pund. Kom ein af þessum stóru kúl- um í húshorn hjá bænum Norðurbotni og tók stykki úr horninu. Fundust brot úr fleiri stórum kúlum, sem allar höíðu sprungið, eins fundust margar smákúlur, en öllum var þeim fleygt í „saltan mar“, eptir að sjest hafði, að þær voru ekki eins meinlausar og virtist fyrst í stað og eptir að læknirinn (þú) hafði fyrirskipað að fleygja þeim í sjóinn, sem kynnu að finn- ast. Þá er að víkja að slysinu. Ólafur heitir maður Björnsson, fæddur að Skógi í Rauðasandshreppi. í maimánuði árið 1886 var hann húsmaður á Lambeyri, var hann til „sjós“ um vorið á loggortu —- svo voru nefnd þrímöstruð skip með ráseglum (ekki þverseglum) — sem hét „María“ og var eign Sig. Bachmanns kaupmanns á Vatn- eyri og fleiri. Fór Ólafur af skipinu með slætti og kom heim föstudaginn í 12. viku sumars (9. júlí). Þegar heim kom fiskaðist mikið á Tálknafirði, var fjörðurinn fullur af síld og þorski og langar Ólaf miög til að ná í eitthvað af þessum gæðum, fer að svipast um eptir veiðarfærum og finnur færi og öngul, en vantar þá sökku. Leitaði hann í ruslakassa, sem var í smiðju hans, er var undir lofti á íbúðarhúsinu og finn- ur þar ofan á kassanum einkar hentugt efni, sem var kúlan og hafði hún verið látin þar af krakka, sem fann hana í svo kölluðum „Hvammi", innanvert við Lamb- eyri. Tekur hann nú kúluna, beygir 2 þumlunga nagla í oddinn og fer að rífa moldina upp úr hylkinu og ætlaði að búa út keng. Áttu oddarnir að ná niður i hylk- ið og hugðist hann svo steypa utanmeð. Ólafur var nýbyrjaður að klóra úr kúlu- opinu, en kom þá við typpið með naglan- um og sprakk kúlan. Varð sprengingin svo mikil, að hurð opnaðist á smiðjunni og gluggar sprungu, en hann vissi ekki af sér á eptir fyr en löngu seinna. Var strax sent eptir lækni og kom hann fljótar en við mátti búast. Jeg man glöggt, að læknirinn hafði lítil áhöld og sérstaklega, að hann hafði engan skurðarhníf. Var fiskihnífur því tekinn, lagður á hverfistein og síðan brýndur með heinbrýni og notaði læknirinn hann. Skar hann hringskurð um úlnliðinn, þannig að í bein tók hringinn í kring í einu, þurfti ekki þar við að bæta. Síðan sagaði hann beinið með sög, sem læknirinn hafði með sjer. Var sú sög með nikkelhandfangi og bakkinn á blaðinu var einnig með nikkel- húð. Dáðist jeg mest að þessu áhaldi, sem mjer leist best á af því, sem ég sá þar af verkfærum. Man jeg þetta sjerstaklega og spurði lækninn seinna, hvað svona sög kostaði, nefndi hann upphæð,. sem jeg ekki man, hve há var, en sem mjer þá fannst ekki í samræmi við getu mína, en mikil var aðdáun mín á þessu verkfæri, ekki til að saga með lifandi manna bein, heldur spýtur og þess konar hluti. Að þessu búnu var að finna slagæðar og binda fyrir þær, man jeg eptir, að lækn- irinn átti mjög bágt með að finna eina æðina, því Ólafur var orðinn svo blóðlaus, að æðin ljet mjög lítið á sjer bera, þó lán- aðist það að nokkrum tíma liðnum og var þá farið að teygja hold og skinn framyfir beinstúfinn og sárið. Gekk þetta mjög greitt, enda voru öll handtök læknisins ákveðin og framkvæmd fljótt og vel, sem síðar sýndi sig. Ólafur lá í tvo mánuði, fyr fjekk hann ekki leyfi læknis til að fara á fætur, enda gat hann það ekki sökum taugaóstyrks og blóðmissis. í ágústmánuði kom ,,Duplaix“ cg kom þá foringi skipsins til Ólafs og skoðaði kúlubotninn. Kannaðist hann við, að kúlan væri frá franska herskipinu, eptir merkjum, sem voru á brotinu. Þegar kúlan sprakk í hönd Ólafs var þar staddur drengur, hjet hann Guðmund- ur Davíðsson og var sonur Davíðs nokk- urs Davíðssonar, sem bjó á Lambeyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.