Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 28
56 LÆKNABLAÐIÐ fóstri á „eðlilegan hátt“ (spontaneous abortion). Þá vaknar spurningin, hvort sjúkleg hækkun á þessum efnum í legvatni hafi átt þátt í að koma af stað fósturlát- inu. Bygdeman og Wiquist® hafa einnig at- hugað notkun PG til getnaðarvarna. Þeir hafa gefið PGF2 alfa í æð fáum dögum eftir að blæðing fellur niður. Byrjunar- tilraunir lofa góðu og sumir eru svo bjart- sýnir að telja, að þarna sé fundið „getnað- arvarnalyf“, (þó öllu fremur sé um að ræða efni, sem framkallar fósturlát), sem hægt verði að gefa intra vaginalt, ef blæð- ing fellur niður eða jafnvel reglulega í hverjum mánuði. Nýlega hefur verið bent á aðra hugsan- lega leið til notkunar PGF2 alfa sem getnaðarvarnarlyf. Tilraunir á ýmsum teg- undum dýra hafa sýnt, að sé þetta efni gefið stuttu eftir að egglos hefur átt sér stað, kemur það í veg fyrir eðlilega mynd- un corpus luteum og þar með myndun progesterons.10 12 Þó aðegggiðfrjóvgist, fær það ekki lífvænleg vaxtarskilyrði. Ein inn- taka seint í tíðahring gæti því nægt til að koma í veg fyrir að frjóvgað egg þrosk- aðist. Augu: Prostaglandin finnst í iris. Ef PGE er sprautað inn í camera anterior í kanínuauga veldur það myosis og auknum augnþrýstingi. Nýlega hafa Wilie & Wilie32 mæltefni, sem þau teljavera E, íglervökva fólks, sem hefur haft cataract og gláku, (safnað 3-13 klst. eftir dauða). Þau fundu, að glákufólkið hafði u. b. b. tvisvar sinn- um hærra magn af E, í augunum en fólk- ið, sem hafði haft cataract. Niðurstaða þeirra var, að mjög líklega væri hækkun á PGE í auganu orsök, eða ætti a. m. k. þátt í að framkalla gláku. Ýmis önnur áhrif: PGE verkar á nýrna- hettubörk og skjaldkirtil svipað og tilsvarandi hvatahormónar (ACTH og TSH), þ. e. auka starfsemi þessara kirtla. Sýnt hefur verið fram á11 að PG-efni eiga mikilvægan þátt í að framkalla eðlilegt bólgusvar líkamans. Svona mætti lengi telja, en aðeins skal tvennt nefnt í viðbót: PGEj dregur mjög úr áhrifum adrenalins á fituvef28 og minnkar þar með niðurbrot fitu. f sumum tegundum offitu,8 sem fram- kölluð er með tilraunum („hypothalamic obesity“), er niðurbrot fitunnar hindrað af efni, sem a. m. k. líkist PG, en það heíur ekki verið fullgreint enn. Þetta vek- ur þá spurningm hvort aukið magn PG í fituvef, vegna offramleiðslu þess eða minnkaðs niðurbrots, geti valdið offitu. PGE cg F draga úr eða hindra sam- drætti í sléttum vöðvum í öndunarvegum (tractus respiratorius), og bronchodilater- andi verkun PGE í asthmasjúklingum hef- ur verið lýst.° Rannsóknir eru í gangi á notkun þessa eiginleika PGE, og efna, sem af því eru leidd, til meðhöndlunar á asthma. EFNI MEÐ ÁHRIF Á VERKUN OG MYNDUN PROSTAGLANDINA Lýst hefur verið nokkrum efnum, sem draga úr verkun PG. Prostaglandin analog (7-oxa-13 prostynoic sýra)30 dregur úr verkun PGE, á einangraðan vöðva frá ileum, en það dregur einnig úr verkun annara efna, svo sem histamins og acetyl- cholines á þessa sömu vöðva. Áhrifin eru því ekki alveg sérhæfð (specifisk), þó að þau standi í hlutfalli við skammtana, sem gefnir eru. Þetta efni hindrar einnig verk- un PGE, í öðrum kerfum, auk þess sem það dregur úr nýmyndun PG-efna al- mennt. Annað efni, sem kallast SC-19220 (Di- benzcxozepine hydrazide derivative),30 dregur einnig úr áhrifum PGE, og E2 í sömu kerfum og ofannefnt efni. Áhrifin af SC-19220 eru sérhæfð. þ. e. þau eru bundin við PG-flokkinn. Breytingar á skammta-svara línum (dose-response curves) benda til þess, að um sé að ræða samkeppnishindrun (competitive inhibit- ion) á áhrifum PG-efnanna. Þriðja efnið, sem hindrar verkun PG, er polyester af phloretin og fosforsýru (poly- phloretin phosphate),30 en það verkar bæði gegn PGE2 og PGF2 alfa í ýmsum kerfum. Sem dæmi má nefna, að augn- þrýstingurinn hækkar, þegar PGF2 alfa er dælt beint inn í auga á tilraunadýri. Ef polyfloretin phosphate er gefið samtím- is inn í slagæðar-blóðrás augans verður engin hækkun á augnþrýstingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.