Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 79 Guðmundur S. Jónsson eðlisfræðingur NÝ VIÐHORF I GEISLAVÖRNUM í dag starfa allmargar alþjóðastofnanir að geislavörnum. Er fyrir hendi mikið úr- val af reglum og meðmælum, sem þessar stofnanir hafa látið útbúa. Segja má, að fram til þessa hafi það verið sameiginlegt með þessum reglum, að þær hafa miðast við starfsfólk, sem vinnur við geislun á einhvern hátt. Sömuleiðis er til mikið af reglum um gerð og útbúnað alls konar tækja, sem framleiða geislun. Segja má, að geislavernd starfsfólks sé langt á veg komin í dag, en sú geislavernd hefur miðað að því, að koma í veg fyrir skaðleg áhrif geislunar, en þar er bæði um að ræða vefræn (sómatisk) og erfða- áhrif. Sómatisk áhrif eru orðin mjög sjald- gæf, og má þakka það áðurnefndum regl- um, sem hafa verið teknar upp í mörgum löndum. Sérstaklega má þakka þetta mjög bættum tækjabúnaði, en einnig bættum vinnuaðferðum í sambandi við alla notkun geisla. Aðalbaráttan í dag stendur því gegn erfðaáhrifum geisla, en almennt er álitið, að þar sá ekki um neitt þröskuldsgildi að ræða, heldur geti sérhvert geislamagn, hve lítið, sem það er, haft skaðleg erfðaáhrif. Mikilvægt atriði er einnig í því sambandi, að erfðaáhrifin eru „kumulativ". Það er því lióst, að til verndar komandi kynslóð- um, verður að halda sérhverjum geisla- skammti, sem kynfrumur fá, eins lágum cg unnt er. Eins og áður er minnst á, eru flestar geislavarnarreglur, sem gefnar hafa verið út til þessa dags, miðaðar við geislavernd starfsfólks og útbúnað tækja. Nýlega hef- ur þó alþjóðastofnunin ICRP farið inn á þá braut, að gefa út reglur eða meðmæli um geislavarnir við meðferð sjúklinga í Grein þessi er að miklu leyti byggð á upp- lýsingum úr ICRP Publication 16. Töflur og myndir eru einnig úr þessu riti. röntgengreiningu. Það er augljóst, að til þess að minnka sem mest erfðaáhrif geisl- unar á þjóðir heims, er nauðsynlegt að minnka þá geislaskammta, sem stórir hlut- ar hverrar þjóðar verða fyrir. Nú er það svo í dag, að stórir hlutar flestra þjóða, t. d. íslenzku þjóðarinnar, verða fyrir geislun í röntgengreiningu. Gizka má á, að allt að helmingur íslenzku þjóðarinnar sé árlega rannsakaður með röntgengeislun. Reiknað hefur verið út í ýmsum löndum, hve mikill geislaskammtur, sem telst erfða- lega mikilvægur (genetically significant dose), kemur að jafnaði á íbúa á ári vegna röntgengreiningar. Eru niðurstöður mjög mismunandi, en eru á bilinu frá 10 mr. upp í 60 mr. (milliröntgen). Til saman- burðar má geta þess, að vegna náttúru- geislunar (frá geimnum og geislavirkum efnum í umhverfinu og líkamanum) fá allir einstaklingar geislaskammt yfir árið, sem nemur 100-200 mr. Það er því ekki stór hluti þess skammts, sem kemur til viðbótar frá röntgengreiningu, en eig'i að síður er það stærsta viðbótin af manna- völdum. Því er nauðsynlegt að halda geislaskammti við röntgengreiningu eins lágum og unnt er. Ein helzta alþjóðastofnunin, sem hefur fjaliað um geislavarnir, er ICRP eða „International Commission on Radiological Protection“. Þessi stofnun hefur gefið út mikið af reglum og meðmælum um geisla- varnir, sem almennt er farið eftir, og gilda sem nokkurs konar alþjóðareglur. Nú ný- lega hafa komið út reglur frá þeim um geislavernd sjúklinga í röntgengreiningu. Verður hér á eftir stuðzt að nokkru við þær reglur. Mikilvægt atriði varðandi geislavarnir vegna sjúklinga í röntgengreiningu er menntun allra þeirra, sem þar eiga hlut að máli. Má þá fyrst nefna mikilvægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.