Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 36
64 LÆKNABLAÐIÐ Umsjón og ábyrgð: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri Ritstjórar Læknablaðsins hafa boðið heil- brigðisráðuneytinu að fá fast rými í blaðinu, þar sem heilbrigðisstjórnin getur komið mál- efnum sínum á framfæri við lækna. Ráðu- neytið hefur þegið þetta kostaboð og mun haga efnisvali þessara þátta þannig, að lækn- ar öðlist sem gleggsta vitneskju um, hvað efst er á baugi, og að hvaða verkefnum er unnið á hverjum tíma. Vissulega vildi ráðu- neytið eiga þess kost að hafa eigið málgagn, sem næði til allra heilbrigðisstétta, og von- andi kemur sú tíð, að svo verði, en á meðan er þess að vænta, að þessi samvinna Lækna- blaðsins og ráðuneytisins verði til þess að auka skilning og samstöðu milli þessara að- ila. 1. Fjárlög ársins 1973 Mjög mikill tími fer jafnan í undirbúning fjárlaga og hefst hann í apríl ár hvert. Stofn- anir ráðuneytisins eiga að skila inn tillögum sínum fyrir apríllok, en ráðuneytið skilar síð- an fullbúnum tillögum til fjárlaga- og hag- sýsludeildar fyrir maílok. Ný yfirferð er síð- an á ýmsum þáttum fjárlagafrumvarps íyrir framlagningu að hausti og að lokum yfir- ferðir og fundir með fjárveitinganefnd í nóv- ember og desember. Vaxandi hluti vergrar þjóðarframleiðslu hefur runnið til heilbrigðismála undanfarinn áratug og hefur aukist úr 3.5% árið 1960 í um 6% árið 1971. Ef litið er á fjárlög ársins 1973 koma 7.874.700 þús. kr. í hlut heil- brigðisráðuneytis af 21.457.234 þús. kr. heild arupphæð eða nálægt þriðjungi. Mikill meiri- hluti þessa fjár fer um kerfi almannatrygg- inga og þar af vegna sjúkratrygginga læp- lega helmingur eða nær 3.000.000 þús. kr. Bróðurparturinn af þeirri upphæð fer til reksturs og viðhalds sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana. Til reksturs embættis land- læknis er áætlað 63.371 þús. kr., þar af er stærsti liður vegna héraðslækna: 48.466 þús. kr. Til reksturs Rannsóknastofu háskólans eru áætluð 51.162 þús. kr. og til reksturs Blóð- bankans 13.244 þús. kr., en tekjur koma á móti frá Rannsóknastofu 19 millj. og frá Blóðbanka rúmar 8 millj. Til fjárfestinga á sjúkrahúsum ríkisins er áætlað þannig: Landspítali 49 millj., Fæðingardeild 60 millj., Kristneshæli 3 millj., Geðdeild 5.5 millj. Byggingastyrkir ríkisins til bygginga sjúkrahúsa, heilsugæzlustöðva og læknis- bústaða eru áætlsðir um 180 millj. Heildarútgjöld ríkissjóðs til fjárfestingar á þessu sviði nema því tæplega 300 millj. á yfirstandandi ári og því til viðbótar koma tekjur Gæzluvistarsjóðs, 20 millj., að mestu leyti. 2. Undirbúningur lagafrumvarpa og ný löggjöf Á þessum vetri hefur ráðuneytið staðið að framlagningu sex meiriháttar lagafrum- varpa: frumvarpi til laga um heilbrigðis- þjónustu, frumvarpi tii laga um dvalarheim- ili fyrir aldraða, frumvarpi til laga um lyfja- stofnun ríkisins, frumvarpi til laga um lyfja- framleiðslu, frumvarpi til laga um vátrygg- ingastarfsemi og frumvarpi til laga um at- vinnuleysistryggingar. Auk þess hafa verið lagðar fram breytingar á nokkrum lögum svo sem lögum um almannatryggingar, eitur- efni og hættuleg efni o. fl. Þegar þetta er ritað, er ekki annað vitað, en að lög um heilbrigðisþjónustu, dvalar- heimili aldraðra, vátryggingastarfsemi og at- vinnuleysistryggingar nái fram að ganga á þessu vori, en að lyfjafrumvörpin bæði dagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.