Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 47 TAFLA 1 Ketalar, 100 svæfingar. Skipting eftir aðgerðum. Aðgerðartími. Tegund aðgerðar Fjöldi Aðgerðartími Meðaltími Abrasio mucosae uteri 7 4-11 mín. 6,5 mín. Cystoscopia 7 3-10 — 5,5 — Hernia 4 28-85 — 45,8 — Strabismus 72 12-51 — 33,5 — Appendectomia 5 36-72 — 51,0 — Biopsia 2 10-32 — 21,5 — Colostomia 1 28 — Varices 1 112 — Loftencephalografi 1 21 — Helztu ókostir: Óhófleg hækkun á blóð- þrýstingi er sjaldgæf, en getur orðið hættuleg. Aukin munnvatnsmyndun, sem má hindra með atropin. Eftir svæfingu er nokkuð algengt, að sjúklingar kvarti um þyngslatilfinningu, eigi erfitt með að einbeita sér og tvísýni er algengt. Meðan sjúklingar eru að vakna, dreymir þá alloft mismunandi ó- þægilega, og þeir fá jafnvel ofskynjanir. Tíðni þessara drauma er talin allt frá2,8%3 og upp í 50%,17 en ofskynjanir eru mjög sjaldgæfar. Draumar standa í nánu sam- bandi við vtri áhrif og eru miklu sjald- gæfari, ef sjúklingur fær að vakna i al- gerri ró. Þá eru þeir algengir hjá psycho- labil sjúklingum, en næstum óbekktir hjá börnum. Þessi aukaáhrif standa stutt og lagast við smáa skammta af barbiturat eða sedativa, t. d. diazepam, droperidol, largactil. Indicationir: Ketalar er sérstaklega hent- ugt fyrir börn, einkum við allar stuttar og endurteknar aðgerðir, t. d. incisionir, brunaskiptingar, augnskoðanir og stuttar, extra-oculer aðgerðir. Einnig við hjarta- þræðingar, þar sem antiarrythmisk áhrif og stöðug öndun hafa mikla þýðingu. Sem induction eða eina svæfingalyf hjá sjúklingum í losthættu. Kontraindicationir: Ekki er talið rétt að gefa Ketalar, ef systoliskur blóðþrýst- ingur er yfir 160 mm. Hg., ef saga er um slag eða grunur um hækkaðan intra- craniel þrýsting. Rétt er að nota annað lyf, ef sjúklingur er psycholabil, eða hefur sögu um sálræn- ar truflanir. Sjúklingum með sýkingu í öndunarfær- um hættir til að fá laryngospasma og langvinnan hósta. REYNSLA AF KETALAR Á LANDA- KOTSSPÍTALA Á Landakotsspítala höfum við á síðast- liðnu IV2 ári gefið hátt á annað hundrað sjúklingum Ketalar, og fer hér á eftir yfirlit um 100 fyrstu svæfingarnar. Eins og sézt á töflu 1 er mest um frem- ur stuttar aðgerðir að ræða. Meðalaðgerð- artími var 30 mínútur. Á töflu 2, sem er yfirlit yfir aðgerðir í mismunandi aldurs- flokkum, sézt, að flestir sjúklinganna voru börn. Af þessum 100 sjúklingum voru 82 yngri en 15 ára og sá elzti 57 ára. Ketalar var í 40 tilfellum gefið í æð, fyrst 2 mg/kg, en bætt við eftir þörfum og þá 0,5 til 1 mg á kg. Meðalskammtur var 4,9 mg/kg. f 60 tilfellum var lyfið gefið í vöðva, einkum á minni börnum. Byrjað var með 4 til 5 mg á kg. Meðal- skammtur var 9,5 mg/kg. Eins og aðrir höfum við yfirleitt fundið nokkra hækkun á blóðþrýstingi og aukna hjartsláttartíðni, eða að meðaltali 18% hækkun á blóðþrýstingi og 22% hraðari hjartslátt. Meira en 25% hækkun á blóð- þrýstingi varð hjá 27 sjúklingum, sem er nokkru meira en hjá Corssen.3 Hjá 31 sjúklingi sló hjartað meira en 25% hrað- ar. í stöku tilfellum varð lítið eitt hægari hjartsláttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.