Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 48
70 LÆKNABLAÐIÐ arar við þær. Deildirnar eru í beinu símasambandi (hot line) við þessa rit- ara, en allar beiðnir eru símaðar til þeirra. Ritari færir strax umbeðnar upplýsingar á endastöðina, en staðfest- ing prentast samtímis á ritvél, sem er við hlið símtólsins á vaktherbergi deild- arinnar. Kostir við ofangreinda aðferð eru: — þjálfun hjúkrunarliðs í meðferð endastöðva er ekki nauðsynleg. — meira öryggi fyrir sjúkrahúsið (ef ein stöð bilar eru fleiri í gangi til að taka við pöntunum). — ódýrari tækjakostur. 3. Staðsetning tölvu: — í sjúkrahúsinu sjálfu (aðallega stór- ir háskólaspítalar).10 31 — í einu sjúkrahúsi af mörgum, sem nota kerfið sameiginlega (mjög al- gengt fyrir sjúkrahús, er hafa færri en 500 rúm).3 16 22 31 — í skýrsluvélamiðstöð, sem rekin er á sjálfstæðum grundvelli og sérhæfir sig í sjúkrahúsmálum (nær ein- göngu í Bandaríkjunum). 2. Þróunarleiðir til fullkominna sjúkra- húsakerfa Því er almennt haldið fram, að umrædd kerfi séu rándýr og hafi engan tilveru- rétt, nema í mjög stórum sjúkrahúsum. Þróun þessara mála hefur þó sýnt, að á undanförnum árum hafa laun hækkað á meðan kostnaður rafeindatækja hefur minnkað. Slík þróun knýr okkur til að finna leiðir til vinnusparnaðar og gerir notkun rafeindatækni hagkvæmari fyrir æ minni sjúkrahús. Þrátt fyrir hlutfallslega lækkandi kostn- að við slík kerfi, er útilokað að setja þau á laggirnar í einum áfanga, þótt allt væri tiltækt, fjármunir, tæknimenntað stai'fs- fólk og áhugi. Breyting á vinnutilhögun yrði of mikil til þess að unnt væri að tryggja örugga kerfissetningu. í öðru lagi er nauðsynlegt, að læknar, hjúkrunarlið og tölvusérfræðingar þekki vel hver til annars starfa, áður en skilgreining á hlut- verki og uppbvggingu þróaðra kerfa geti átt sér stað. Hægt er þó að undirbúa til- komu þróaðra sjúkrahúskerfa með ýmsu móti. Eðlilegast er að virkja fyrst þá þætti sjúkrahúsreksturs, sem hægt er að vinna í runuvinnslu (þ. e. vinnsla margra ein- inga í einu og ekki frá endastöð) og forð- ast að samtvinna verkefnin um of. Er gögnum þá safnað saman í tölvudeild sjúkrahússins eða við hraðgenga endastöð þess (ef tölvan er ekki staðsett í sjúkra- húsinu).0 16 22 Úr þeim eru nauðsynleg vinnugögn, svör, athugasemdir og skýrsl- ur unnar með reglulegu millibili yf- ir daginn og þeim dreift með sendiboða til viðkomandi deilda. Slík þróun gerir starfsfólki sjúkrahúsa kleift að njóta góðs af möguleikum tölvutækni án þess að vinnubrögð breytist um of í einni svipan. í 3. kafla verður skýrt frá tölvunotkun við 3 verkefnaflokka, sem teknir eru til dæmis úr tugum verkefna, sem sjúkra- hús vinna nú orðið með tölvum. Þessi verkefni gætu talist grundvallarverkeíni og gera ekki kröfu til samsteyptrar kerfis- setningar, sbr. 1. kafla: 1. Starfsemi rannsóknadeilda. 2. Matardreifing og máltíðaáætlanir. 3. Sjúkrasögur (journal) og véltaka þeirra. 3. Beiting tölvutækni við einstök sjúkra- húsverkefni10 24 A. Upplýsingameðhöndlun rannsóknadeitda Þar eð upplýsingamagn það, sem fer í gegnum rannsóknastofur daglega, er mjög mikið og eðli upplýsinganna vel fallið til kerfissetningar, hafa rannsóknastofur ver- ið með fyrstu deildum sjúkrahúsa til að færa sér í nyt tölvutækni allt frá tímum fyrstu tölvukynslóðar. Nú á tímum er gagnavinnsla á rannsóknastofum orðin fastur liður í starfsemi fiestra stærri sjúkrahúsa og stöðlun þessara kerfa er komin vel á veg. Markmið þessara kerfa er m. a.: — að útbúa öll nauðsynleg vinnugögn, sem meinatæknar þurfa til að fram- kvæma rannsóknir og til að færa niðurstöður þeirra á öruggan hátt á gögn viðkomandi sjúklings. — að miðla (prenta) niðurstöðum til lækna í glöggu yfirlitsformi með vís- bendingum um óeðlilegar niðurstöð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.