Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 48

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 48
70 LÆKNABLAÐIÐ arar við þær. Deildirnar eru í beinu símasambandi (hot line) við þessa rit- ara, en allar beiðnir eru símaðar til þeirra. Ritari færir strax umbeðnar upplýsingar á endastöðina, en staðfest- ing prentast samtímis á ritvél, sem er við hlið símtólsins á vaktherbergi deild- arinnar. Kostir við ofangreinda aðferð eru: — þjálfun hjúkrunarliðs í meðferð endastöðva er ekki nauðsynleg. — meira öryggi fyrir sjúkrahúsið (ef ein stöð bilar eru fleiri í gangi til að taka við pöntunum). — ódýrari tækjakostur. 3. Staðsetning tölvu: — í sjúkrahúsinu sjálfu (aðallega stór- ir háskólaspítalar).10 31 — í einu sjúkrahúsi af mörgum, sem nota kerfið sameiginlega (mjög al- gengt fyrir sjúkrahús, er hafa færri en 500 rúm).3 16 22 31 — í skýrsluvélamiðstöð, sem rekin er á sjálfstæðum grundvelli og sérhæfir sig í sjúkrahúsmálum (nær ein- göngu í Bandaríkjunum). 2. Þróunarleiðir til fullkominna sjúkra- húsakerfa Því er almennt haldið fram, að umrædd kerfi séu rándýr og hafi engan tilveru- rétt, nema í mjög stórum sjúkrahúsum. Þróun þessara mála hefur þó sýnt, að á undanförnum árum hafa laun hækkað á meðan kostnaður rafeindatækja hefur minnkað. Slík þróun knýr okkur til að finna leiðir til vinnusparnaðar og gerir notkun rafeindatækni hagkvæmari fyrir æ minni sjúkrahús. Þrátt fyrir hlutfallslega lækkandi kostn- að við slík kerfi, er útilokað að setja þau á laggirnar í einum áfanga, þótt allt væri tiltækt, fjármunir, tæknimenntað stai'fs- fólk og áhugi. Breyting á vinnutilhögun yrði of mikil til þess að unnt væri að tryggja örugga kerfissetningu. í öðru lagi er nauðsynlegt, að læknar, hjúkrunarlið og tölvusérfræðingar þekki vel hver til annars starfa, áður en skilgreining á hlut- verki og uppbvggingu þróaðra kerfa geti átt sér stað. Hægt er þó að undirbúa til- komu þróaðra sjúkrahúskerfa með ýmsu móti. Eðlilegast er að virkja fyrst þá þætti sjúkrahúsreksturs, sem hægt er að vinna í runuvinnslu (þ. e. vinnsla margra ein- inga í einu og ekki frá endastöð) og forð- ast að samtvinna verkefnin um of. Er gögnum þá safnað saman í tölvudeild sjúkrahússins eða við hraðgenga endastöð þess (ef tölvan er ekki staðsett í sjúkra- húsinu).0 16 22 Úr þeim eru nauðsynleg vinnugögn, svör, athugasemdir og skýrsl- ur unnar með reglulegu millibili yf- ir daginn og þeim dreift með sendiboða til viðkomandi deilda. Slík þróun gerir starfsfólki sjúkrahúsa kleift að njóta góðs af möguleikum tölvutækni án þess að vinnubrögð breytist um of í einni svipan. í 3. kafla verður skýrt frá tölvunotkun við 3 verkefnaflokka, sem teknir eru til dæmis úr tugum verkefna, sem sjúkra- hús vinna nú orðið með tölvum. Þessi verkefni gætu talist grundvallarverkeíni og gera ekki kröfu til samsteyptrar kerfis- setningar, sbr. 1. kafla: 1. Starfsemi rannsóknadeilda. 2. Matardreifing og máltíðaáætlanir. 3. Sjúkrasögur (journal) og véltaka þeirra. 3. Beiting tölvutækni við einstök sjúkra- húsverkefni10 24 A. Upplýsingameðhöndlun rannsóknadeitda Þar eð upplýsingamagn það, sem fer í gegnum rannsóknastofur daglega, er mjög mikið og eðli upplýsinganna vel fallið til kerfissetningar, hafa rannsóknastofur ver- ið með fyrstu deildum sjúkrahúsa til að færa sér í nyt tölvutækni allt frá tímum fyrstu tölvukynslóðar. Nú á tímum er gagnavinnsla á rannsóknastofum orðin fastur liður í starfsemi fiestra stærri sjúkrahúsa og stöðlun þessara kerfa er komin vel á veg. Markmið þessara kerfa er m. a.: — að útbúa öll nauðsynleg vinnugögn, sem meinatæknar þurfa til að fram- kvæma rannsóknir og til að færa niðurstöður þeirra á öruggan hátt á gögn viðkomandi sjúklings. — að miðla (prenta) niðurstöðum til lækna í glöggu yfirlitsformi með vís- bendingum um óeðlilegar niðurstöð- ur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.