Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 65 uppi vegna ágreinings. Um hið nýja skipu- lag heilbrgðismála, sem taka á gildi 1. jan. 1974, verður rætt síðar. Lögin um dvalarheimili fyrir aldraða kveða á um eftirlit með stofnun og rekstri slíkra heimila, og um stjórn þeirra. Þá er gert ráð fyrir, að ríkissjóður taki að styrkja sveitar- félög til byggingar slíkra heimila, sem nemi 30% af byggingarkostnaði. Með reglugerð er gert ráð fyrir, að settar verði lágmarkskröf- ur um aðbúnað vistmanna, starfslið o. fl. Lögin um vátryggingastarfsemi gera ráð fyrir mjög auknu eftirliti með starfsemi vá- tryggingafélaga og gerðar eru meiri kröfur um starfsleyfi en nú er. Þá verður ekki leyft að sama félag reki mismunandi tegundir vátrygginga. Með lagasetningunni er stefnt að því, að tryggingafélögum fækki og þau verði öflugri en nú er og öryggi tryggingar- taka vaxi að sama skapi. Um var að ræða heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar og voru gerðar á lögunum margar minniháttar breyt- ingar, en í heild að því stefnt, að mun fleiri eignist bótarétt en áður og bótaupphæðir haldist í svipuðum upphæðum og lágmarks- laun eru fyrir verkamannavinnu á hverjum tíma. Lagafrumvörpin um lyfjamál voru samin og flutt í samræmi við stjórnarsáttmálann. Frumvarpið um lyfjastofnun ríkisins gerir ráð fyrir einkarétti ríkisins til innflutnings og heildsölu lyfja svipað og nú er um áfengi og tóbak. Frumvarpið um lyfjaframleiðslu gerði ráð fyrir stofnun öflugs lyfjafram- leiðslufyrirtækis, sem væri að hálfu eign ríkisins, en að hálfu eign lyfsala og lyfja- fræðinga. Gert var ráð fyrir, að þetta fyrir- tæki starfaði við hlið annarra framleiðslu- fyrirtækja í lyfjaiðnaði, ef þau vildu ekki sameinast í þessu stóra fyrirtæki. Enn hefur ekki verið fullsamið lagafrum- varp um lyfjasmásölu, en þess er að vænta, að það verði fullbúið fyrir haustið. Önnur lagafrumvörp, sem sennilega verða lögð fyrir þing næsta haust, eru um fóstur- eyðingar, afkynjanir og vananir, um Ijósmæð- ur, um tannlækningar og sennilega breyt- ingar á iæknalögum. 3. Útgáfustarfsemi ráðuneytis oir land- Iæknisembættis í ráðuneytinu eru jafnan til sölu sérprent- anir nýrra laga og reglugerða og einnig nokk- uð upplag eldri laga, er snerta heilbrigðis- og tryggingamál. í þessu sambandi má sér- staklega benda á Heilbrigðisreglugerð fyrir allt landið ásamt fylgiskjölum, sem út kom á liðnu ári og er mjög gagnlegt rit öllum héraðslæknum og þeim, er starfa að heil- brigðiseftirliti. Lyfjamáladeild ráðuneytisins sér nú um útgáfu lyfjaskrár, og er hún jafnan til þar ásamt áorðnum breytingum. Lyf á íslandi komu í nýrri útgáfu á liðnu ári og eru seld í ráðuneytinu. Á þessu ári hafa komið út á vegum ráðu- neytisins tvö fjölrituð rit. Annað fjallar um athugun á hagræðingu í rekstri Trygginga- stofnunar ríkisins og er unnin af Flagvangi h/f, hitt fjallar um lyfjaframleiðslu og lyfja- heildsölu og er nokkurs konar fylgirit með þeim lyfjafrumvörpum, sem fyrr er um get- ið. Það er samið af dr. Kjartani Jóhannssyni. Ráðgert er, að í næsta mánuði komi út rit um athuganir á vistunarrýmisþörf heil- brigðisstofnana I landinu og síðar á vorinu byggingaforsögn fyrir sjúkrahús á Akureyri. Skýrslur af þessu tagi er ráðgert að fjöl- rita eða prenta framvegis í nokkru upplagi og bjóða til kaups. Embætti landlæknis sér eins og áður um útgáfu heilbrigðisskýrslna, læknaskrár og dánarmeinaskrár og fást þessi rit á skrif- stofu embættisins. 4, Bólusetning og ónæmisaðgerðir Dagana 14.-17. marz síðastliðinn var hald- in í Monaco alþjóðleg ráðstefna um ónæmis- aðgerðir vegna smitsjúkdóma. Jnternational Association of Biological Standardization" stóð fyrir ráðstefnunni, en að þeim félags- skap standa aðallega vísinda- og rannsókna- menn á þessu sviði. Á ráðstefnunni I Mon- aco var brugðið út af venju um þátttakend- ur og boðið til ráðstefnunnar fulltrúum heii- brigðisstjórna ýmissa landa í þeim tilgangi að fá fram umræður um fyrirkomulag ónæm- isaðgerða. Alls tóku 130 fulltrúar frá 30 þjóðum þátt í ráðstefnunni og hafði 17 þjóð- um verið boðið sérstaklega að senda full- trúa til að kynna framkvæmd ónæmisað- gerða í löndum sínum. Páll Sigurðsson tók þátt í ráðstefnunni af íslands hálfu og flutti erindi um fyrirkomulag og skipulag þessara mála hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.