Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 32
60 LÆKNABLAÐIÐ ‘./í LÆKNABLAÐIÐ THE ICEI.ANDIC MEDICAL JOURNAL V 59. ÁRG. — MARZ-APRl'L 1973. TÖLVAN — PRÆLL EÐA HARÐSTJÓRI í þcssu hefti Læknablaðsins birtist önnur groin af þremur eftir Elías Davíðsson kerfis- fræðing um tölvutækni og heilbrigðisþjón- ustu. Greinar þessar eru áreiðanlega for- vitnilegar mörgum, sem nánar vilja kynna sér hagnýtingu tölvunnar á þessu sviði. Til þessa hefur tölvutæknin lítið verið innleidd í íslenzk sjúkrahús. Sjálfsagt væru menn þegar drukknaðir í því gífurlega flóði upplýsinga, þarfra sem óþarfra, sem þeir viða að sér, ef töivan hefði ekki komið til. Hið nálega óþrjótandi minni hennar gleypir margvíslegustu vitn- eskju, sem aðgengileg er á svipstundu. Þess- ir hæfileikar tölvunnar hafa löngu sannað gildi sitt og þeim hefur íslenzk heilbrigðis- þjónusta helzt kynnzt, þótt mjög skorti á, að nýttir séu til fulls. Skýrsluvélar hafa hér komið að góðum notum til geymslu og töl- fræðilegrar úrvinnslu margs konar gagna. Á sjúkrahúsum hér mætti nýta þetta svið tölvu- tækni með góðum og hagkvæmum árangri. Véltaka á sjúkraskrám mundi t. d. auðvelda mjög geymslu upplýsinga og úrvinnslu ýmiss konar gagna um sjúklingahópa. Pau kerfi, sem miða að hagkvæmni í dag- legum rekstri stofnana á borð við sjúkrahús, eru mjög áhugaverð. Miðlun upplýsinga milli staða og einstaklinga er að jafnaði tímafrek. Sé tölvukerfi látið sjá um slíka miðlun er ekki aðeins að því tímasparnaður, heldur einnig minni líkur á að slíkar upp- lýsingar og boð brenglist og misfarist. Tölv- an getur litið eftir því að boðum sé fram- fylgt og með því forðað frá mistökum. Þá mundi slíkt kerfi einnig stuðla að samræm- ingu rannsóknaraðgerða o. fl.t svo að ekki verði árekstrar í tímasetningu, en að slíku eru oft verulegar tafir. Ýmis önnur nýmæli í tölvutækni geta ork- að tvímælis. Má þar nefna kerfi, er fela jafnvel sjúklingum sjálfum gerð sjúkraskrár sinnar á vélrænan hátt. Má ætla, að ýmsum finnist þegar nógu langt gengið að rjúfa það persónusamband, sem áður var milli sjúkl- ings og læknis og óráðlegt að ganga enn lengra á þeirri braut. Tölvan er tilfinninga- laus vél búin ískaldri rökhyggju. Henni mun seiní lærast að nema og taka tillit til blæ- brigða mannlegra tilfinninga og lesa þá sögu, sem næmur læknir kann að lesa úr fasi og framkomu sjúklings einni saman. Þá er líklegt, að þau tölvukerfi, sem nú eru í þróun og ætlað er beinlínis að „hjálpa" læknum að taka ákvarðanir í klíniskum vandamálum, verði ýmsum erfiður biti að kyngja. Má ætla, að mörgum finnist þar stigið fyrsta skref til herradóms tölvunnar, þar sem hún verður sá aðilinn, sem ákvarð- anir tekur, en læknirinn sá, er henni hlýðir í einu og öllu. Hvort mun þá læknirinn rísa undir nafni? „Vísindin efla alla dáð", segja menn. Því er vel lýst í fyrstu grein nefnds greinaflokks, hve gífurlega þekkingarforði mannsins hef- ur aukizt á síðustu áratugum. Enginn veit hvenær iát verður á örvun þess vaxtar. Tölvan er líklega það hjálpargagn, sem hrað- ast hefur fleytt mönnum áfram í þekkingar- leitinni. Því er og réttilega lýst, að á einskis manns færi sé að nema og hagnýta nema örlítið brot þekkingarforðans. Sá hópur manna, sem bundinn er við nám og miðlun þeirrar þekkingar, sem yfir okkur dynur, stækkar mun örar en sá hópur, sem ætlað er að nýta hann. Tækniþróun og sérhæfing eru orð dagsins. Vísindin, tölvan, öskra eftir æ meiri mannafla í sína þjónustu og menn hlýða kallinu. Hver er herrann og hver er þrællinn? Nærtækt dæmi þessarar þróunar er sú staðreynd, að læknadeild Háskóla islands, sem fyrir aðeins áratug var talin standa að offramleiðslu á læknum, er nú talin alllangt frá því að útskrifa nægilega marga lækna til að fullnægja þörfinni. Læknaskortur verð- ur æ tilfinnanlegri á landsbyggðinni og heim- ilislæknum virðast búin örlög geirfuglsins. Ungir læknar fara nær allir utan til fram- haldsnáms, sem nú má heita óhjákvæmi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.