Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 34
62 LÆKNABLAÐIÐ Biz&fl tiL BLacfeirjs ÞRÓUN GÖNGUDEILDA Dráttur hefur orðið á birtingu eftirfarandi bréfs frá Félagi íslenzkra lækna í Bretlandi, og biðst ritstjórn velvirðingar á því. Dráttur þessi rýrir samt ekki gildi þeirrar þörfu hug- vekju, sem i bréfinu felst. Júní 1972 Heiðraði ritstjóri. Göngudeildir hafa nú starfað í fáein ár við sjúkrahúsin í Reykjavík. Bætti stofn- un þeirra úr brýnni þörf við eftirlit og framhaldsmeðferð sjúklinga, og nær full- víst má telja, að þær hafi stytt legutíma sjúklinga og þannig leitt til betri nýtingar á sjúkrahúsum. Þrátt fyrir augljóst gildi þessara deilda, mætti stofnun þeirra vissri andstöðu, en nú virðast flestir sammála um nauðsyn þeirra. Þessar deildir hafa til þessa eingöngu sinnt eftirmeðferð þeirra sjúklinga, sem legið hafa á sjúkrahúsunum. Þannig hafa göngudeildir við íslenzk sjúkrahús algera sérstöðu. Slíkar deildir erlendis veita við- töku nýjum sjúklingum til rannsóknar og meðferðar, án undanfarandi vistunar á legudeildum sjúkrahúsanna, svo og til eft- irmeðferðar að lokinni legu. Að þessu er augljóst hagræði: 1) Fjöldi sjúklinga er nú lagður á sjúkrahúsin í Reykjavík til rannsókna, sem unnt væri að framkvæma á göngu- deild án innlagnar á legudeild. Þannig mætti nýta sjúkrahúsin mun betur en gert er í dag. 2) Að okkar áliti eiga allir sjúklingar, sem þarfnast sérfræðiþjónustu að mati heimilislæknis, rétt á þeirri þjónustu, sem sjúkrahúsin ein geta bezt veitt. Það er sjálfsagður réttur heimilislækna, að þeir eigi sem greiðastan aðgang að sjúkrahús- um í slíkum tilvikum. 3) Við núverandi skipulag sjá lækna- nemar ekki aðra sjúklinga en þá, sem lagðir eru inn á legudeildir. Útvíkkun göngudeilda samhliða eflingu læknamið- stöðva myndi verulega auka fjölbreytni þeirra sjúkdóma, sem læknanemar og ung- læknar ættu völ á að sjá. Samkvæmt nýlegum heimildum eru á annað hundrað sjúklinga á biðlista Lyf- læknisdeildar Landspítalans, og eflaust gildir svipað um aðrar deildir sjúkrahús- anna. Með réttri nýtingu göngudeilda mætti stytta biðtíma þessara sjúklinga verulega, og hjá sumum þyrfti ekki til innlagningar að koma. Við teljum því, að aukning á starfsemi göngudeilda sé ódýr- ari og heppilegri lausn á sjúkrarúmaskort- inum en bygging nýrra legudeilda. Göngudeildir eru ekki húsnæðisfrekar, en þurfa hins vegar mikla skipulagningu og þjálfun starfsfólks til að vera starffær- ar. Jafnhliða þarf að efla rannsóknardeild- ir sjúkrahúsanna, svo að þær verði færar um að mæta þessu aukna álagi. Þar sem þessi efling göngudeilda verður hagkvæmari í rekstri en núverandi skipu- lag, má búast við, að heilbrigðisyfirvöld muni knýja fram þessa lausn fyrr en síð- ar, og þá ef til vill á þann hátt, að læknar vildu betur hafa gert það sjálfir. Það sjást þegar merki þess, að almenningur krefst þessarar þjónustu eins og kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðismálaráðuneytisins um stofnun opinnar sykursýkisdeildar við sjúkrahús í Reykjavík, að frumkvæði Samtaka sykursjúkra. Við teljum því tímabært, að læknasam- tökin taki að sér frumkvæði þessa máls. Félag íslenzkra kekna í Bretlandi. LEIÐRÉTTING Reykjavík, 19. marz 1973. Ég óska eftir eftirfarandi leiðréttingu á greininni Læknaliðun og læknaskortur, er birtist í síðasta tbl. Læknablaðsins 1972. Á bls. 217 í 11. línu: í Englandi eru 3-4 „akut sjúkrarúm“ álitið nægja 1000 íbú- um. Við áðurnefnd sjúkrahús hefur kom- ið í ljós, að 2 „akut sjúkrarúm“ nægja fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.