Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 61 legt að sé á þröngu sérsviði, sem illmögu- legt er að stunda utan sjúkrahúsa. Eldri læknar eyða æ meiri tíma í að hafna úreltri þekkingu og nema nýja, og styttist því sí- fellt tími þeirra til að sinna lækningum. Því má ekki gleyma, að sérhæfing og inn- leiðing dýrra, mannfrekra nýjunga í heil- brigðisþjónustu er krafa þjóðfélagsins alls. Menningar- og velferðarríki er ekki talið sæma annað en bjóða þegnum sínum það nýjasta og bezta í þessum efnum, hvað sem það kostar. Við íslendingar getum reynt að hugga okkur við að vera ekki eina ríkið, sem býr við háan staðal sumra þátta heilbrigðis- þjónustu á kostnað annarra. Það kann að vera fulldjúpt tekið í árinni að kenna tölv- unni (vísindunum) um læknaskort íslenzks dreifbýlis, en sannleikskorn kann að felast í því. Nú skyldi enginn ætla, að það sé tilgang- ur þessara orða að rægja tölvutæknina og notkun hennar að heilbrigðu marki. Hún er og verður ómetanlegt hjálpartæki. Hvetja ber til nýtingar tölvutækninnar í heilbrigðis- þjónustu til flýtisauka, öryggis og bættrar jajónustu við sjúka. Á sumum sviðum ber þó að fara með gát. Mannlegir þættir og mann- leg samskipti mega ekki gleymast og fótum troðast í tækniþróunarkapphlaupinu. Pá væri ver farið en heima setið. Páll Asmundsson FRÁ HEILBRIGÐISSTJÓRN í þessu hefti Læknablaðsins hefur göngu sína nýr þáttur, er nefnist Frá heilbrigðis- stjórn. Umsjónar- og ábyrgðarmaður hans er Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. Ætlunin er. að þáttur þessi flytji lesendum Læknablaðs- ins framvegis fréttir og fróðleik frá heil- brigðisyfirvöldum um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Samskipti lækna og heilbrigðisyfirvalda eru ekki alltaf hnökralaus. f umræðum sýnist gjarnan sitt hverjum. Læknar hafa löngum verið ófeimnir að láta í Ijós skoðanir sínar á þeim málum, er þeir telja sig varða. Ekki hafa þá ætíð farið saman skoðanir lækna- stéttar og stjórnvalda. Hvor aðilinn hefur þó jafnan haft virðingu hins, enda markmiðið hið sama, að bæta heilbrigðisþjónustu við landslýð. Framhjá nánum samskiptum þess- ara aðila verður ekki komizt og er vonandi, að þau verði jafnan farsæl. Telja má, að til þessa hafi verið tilfinnan- legur skortur tjáskipta milli lækna og heil- brigðisstjórnar. Fullvíst er, að mörg mál, sem heilbrigðisyfirvöld afgreiða hávaðalaust. fari að meira eða minna leyti framhjá lækn- um. Páll Sigurðsson bendir réttilega á það. í inngangi þáttarins, að heilbrigðisstjórn sé brýn þörf málgagns, sem veiti læknum og öðrum heilbrigðisstéttum aðgengilegar upp- lýsingar um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Hinn nýi fréttapistill bætir von- andi framvegis að nokkru úr þeirri þörf. Skýrar upplýsingar hljóta að leiða til betri skilnings á málefnum og þar með til enn bættra samskipta lækna og heiIbrigðisstjórn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.