Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 71 — að skapa aðstöðu til vélvinnslu á töl- fræ'ðilegum, rekstrarlegum og vís- indalegum skýrslum. — að skapa betri aðstöðu til gæðaeítir- lits. Heimildir um slík kerfi eru mjög marg- ar, en getið verður aðeins fárra þeirra.0 19 21 25 30 32 37 Þróuð notkun slíkra kerfa í beim rann- sóknastofum, sem útbúnar eru mörgum sjálfvirkum mælingatækjum, er fólgin í tengingu þeirra við sérstaka tölvu, er breytir mælingum tækjanna í aðgengilegt tölulegt form. Slík tölva0 7 27 30 hefur einn- ig eftirlit með tækjunum og nýtir þar með sjálfvirkni beirra til fulls. Skortur á slíkri tölvu í rannsóknastofu, sem útbúin er mörgum sjálfvirkum tækjum, er talin óþolandi til lengdar, þar eð kcstir sjálf- virkni nýtast lítið, þegar öll „pappírs- vinna“ er handunnin fyrir og eftir mæi- ingu. B. Matardreifing og máltíða- áætlanir- Þótt þessi þáttur snerti ekki sjúkdóma- leit og teljist ekki til kliniskrar starfsemi, skiptir hann talsverðu máli í rekstrar- kostnaði sjúkrahúsa og skyldra stofnana. Einnig snerta gæði, fjölbreytni og fram- reiðsla matar vellíðan og líkamlegt ástand sjúklinga. Með beitingu tölvutækni er unnt að fækka verkliðum á deildum og í eldhúsi og spara hráefnakostnað. 1. Tölvur geta séð um einfaldar en tíma- frekar og tíðar talningar á réttum og skömmtum, útskrift vinnugagna fyrir starfsfólk eldhúsa skv. pöntun deild- anna eða sjúklinga sjálfra, bókhald yfir birgðir og innkaup. Slík kerfi eru frem- ur einföld,14 en krefjast þó frumvinnu við skilgreiningu rétta og hráefna. 2. Einnig er unnt að nota tölvuforskriftir (t. d. CAMP=Computer Assisted Menu Planning) til aðstoðar matarsérfræð- ingum sjúkrahússins við að útbúa fæðu- áætlanir fyrir ákveðin tímabil.414 20 Slíkar forskriftir eru byggðar á „Optim- izing“ aðferðinni, er tekur tillit til: — kostnaðar hráefna (árstímabund- inn). — fjölbreytni máltíða. — tíðni endurtekninga. — fæðuinnihalds í hitaeiningum og vítamínum. — útlits réttanna (litasamsetning). ■—- ósamhæfni sumra rétta. Sjúkrahús, sem hafa tekið upp slíkar áætlanagerðir með „CAMP“, hafa getað sýnt sparnað í matarkostnaði allt að 30% án gæðaskerðingar, enda hefur matarsérfræðingur alltaf síðasta orðið við áætlunina og getur breytt henni að vild. Forsendur fyrir uppsetningu siíkra kerfa eru, að matarsérfræðingur sjúkra- hússins komi upp skrám yfir staðlaða rétti (eins konar kokkabók), skrái rýrn- unarhlutfall eldunar og skilgreini um- breytingu innkaupaeininga (dósir, kass- ar) yfir í eldhúseiningar (bolli, mat- skeið) og yfir í magntölur fullkominna rétta. C. Sjúkrasögur [journal) í byrjun sjöunda áratugs var bví al- mennt trúað, að tölvugeymdar sjúkrasög- ur yrðu mesta afrek í tölvutækni á læknis- fræðilegu sviði. Nú er vitað, að svo er ekki. f fyrsta lagi er horfið frá því að leggja höfuðáherzlu á að setja alla sjúkra- sögu inn í tölvuform (nema þar sem kerfis- bundnar rannsóknir eru framkvæmdar, svo sem á leitarstöðvum). í öðru lagi eru eftirfarandi vandamál óleyst enn á þessu sviði, en þau. eru eðli sínu samkvæmt læknisfræðileg vandamál.: a. Hvernig á að skilgreina þýðingu (significance) hvers upplýsingaatriðis með tilliti til viðkomandi einstaklings í núverandi ástandi, í væntanlegu ástandi og með tilliti til faraldurs- fræðilegra rannsókna? b. Hvernig á að skrá blæbrigði upplýs- inga? c. Hvernig á að taka tillit til einstakl- ingsbundins orðaforða sjúklings/ læknis? d. Hvernig á að taka tillit til almennrar afstöðu læknis til mála (bjartsýni, svartsýni o f 1.) ? Þetta vandamál verður augljóst, ef rifjað er upp hvernig læknabréf eru samin: Osjálfrátt eru aðeins þau atriði, sem lækni finnst býðingarmikil við við- komandi legu, valin úr sjúkraskrá og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.