Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 49

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 71 — að skapa aðstöðu til vélvinnslu á töl- fræ'ðilegum, rekstrarlegum og vís- indalegum skýrslum. — að skapa betri aðstöðu til gæðaeítir- lits. Heimildir um slík kerfi eru mjög marg- ar, en getið verður aðeins fárra þeirra.0 19 21 25 30 32 37 Þróuð notkun slíkra kerfa í beim rann- sóknastofum, sem útbúnar eru mörgum sjálfvirkum mælingatækjum, er fólgin í tengingu þeirra við sérstaka tölvu, er breytir mælingum tækjanna í aðgengilegt tölulegt form. Slík tölva0 7 27 30 hefur einn- ig eftirlit með tækjunum og nýtir þar með sjálfvirkni beirra til fulls. Skortur á slíkri tölvu í rannsóknastofu, sem útbúin er mörgum sjálfvirkum tækjum, er talin óþolandi til lengdar, þar eð kcstir sjálf- virkni nýtast lítið, þegar öll „pappírs- vinna“ er handunnin fyrir og eftir mæi- ingu. B. Matardreifing og máltíða- áætlanir- Þótt þessi þáttur snerti ekki sjúkdóma- leit og teljist ekki til kliniskrar starfsemi, skiptir hann talsverðu máli í rekstrar- kostnaði sjúkrahúsa og skyldra stofnana. Einnig snerta gæði, fjölbreytni og fram- reiðsla matar vellíðan og líkamlegt ástand sjúklinga. Með beitingu tölvutækni er unnt að fækka verkliðum á deildum og í eldhúsi og spara hráefnakostnað. 1. Tölvur geta séð um einfaldar en tíma- frekar og tíðar talningar á réttum og skömmtum, útskrift vinnugagna fyrir starfsfólk eldhúsa skv. pöntun deild- anna eða sjúklinga sjálfra, bókhald yfir birgðir og innkaup. Slík kerfi eru frem- ur einföld,14 en krefjast þó frumvinnu við skilgreiningu rétta og hráefna. 2. Einnig er unnt að nota tölvuforskriftir (t. d. CAMP=Computer Assisted Menu Planning) til aðstoðar matarsérfræð- ingum sjúkrahússins við að útbúa fæðu- áætlanir fyrir ákveðin tímabil.414 20 Slíkar forskriftir eru byggðar á „Optim- izing“ aðferðinni, er tekur tillit til: — kostnaðar hráefna (árstímabund- inn). — fjölbreytni máltíða. — tíðni endurtekninga. — fæðuinnihalds í hitaeiningum og vítamínum. — útlits réttanna (litasamsetning). ■—- ósamhæfni sumra rétta. Sjúkrahús, sem hafa tekið upp slíkar áætlanagerðir með „CAMP“, hafa getað sýnt sparnað í matarkostnaði allt að 30% án gæðaskerðingar, enda hefur matarsérfræðingur alltaf síðasta orðið við áætlunina og getur breytt henni að vild. Forsendur fyrir uppsetningu siíkra kerfa eru, að matarsérfræðingur sjúkra- hússins komi upp skrám yfir staðlaða rétti (eins konar kokkabók), skrái rýrn- unarhlutfall eldunar og skilgreini um- breytingu innkaupaeininga (dósir, kass- ar) yfir í eldhúseiningar (bolli, mat- skeið) og yfir í magntölur fullkominna rétta. C. Sjúkrasögur [journal) í byrjun sjöunda áratugs var bví al- mennt trúað, að tölvugeymdar sjúkrasög- ur yrðu mesta afrek í tölvutækni á læknis- fræðilegu sviði. Nú er vitað, að svo er ekki. f fyrsta lagi er horfið frá því að leggja höfuðáherzlu á að setja alla sjúkra- sögu inn í tölvuform (nema þar sem kerfis- bundnar rannsóknir eru framkvæmdar, svo sem á leitarstöðvum). í öðru lagi eru eftirfarandi vandamál óleyst enn á þessu sviði, en þau. eru eðli sínu samkvæmt læknisfræðileg vandamál.: a. Hvernig á að skilgreina þýðingu (significance) hvers upplýsingaatriðis með tilliti til viðkomandi einstaklings í núverandi ástandi, í væntanlegu ástandi og með tilliti til faraldurs- fræðilegra rannsókna? b. Hvernig á að skrá blæbrigði upplýs- inga? c. Hvernig á að taka tillit til einstakl- ingsbundins orðaforða sjúklings/ læknis? d. Hvernig á að taka tillit til almennrar afstöðu læknis til mála (bjartsýni, svartsýni o f 1.) ? Þetta vandamál verður augljóst, ef rifjað er upp hvernig læknabréf eru samin: Osjálfrátt eru aðeins þau atriði, sem lækni finnst býðingarmikil við við- komandi legu, valin úr sjúkraskrá og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.