Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 28

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 28
56 LÆKNABLAÐIÐ fóstri á „eðlilegan hátt“ (spontaneous abortion). Þá vaknar spurningin, hvort sjúkleg hækkun á þessum efnum í legvatni hafi átt þátt í að koma af stað fósturlát- inu. Bygdeman og Wiquist® hafa einnig at- hugað notkun PG til getnaðarvarna. Þeir hafa gefið PGF2 alfa í æð fáum dögum eftir að blæðing fellur niður. Byrjunar- tilraunir lofa góðu og sumir eru svo bjart- sýnir að telja, að þarna sé fundið „getnað- arvarnalyf“, (þó öllu fremur sé um að ræða efni, sem framkallar fósturlát), sem hægt verði að gefa intra vaginalt, ef blæð- ing fellur niður eða jafnvel reglulega í hverjum mánuði. Nýlega hefur verið bent á aðra hugsan- lega leið til notkunar PGF2 alfa sem getnaðarvarnarlyf. Tilraunir á ýmsum teg- undum dýra hafa sýnt, að sé þetta efni gefið stuttu eftir að egglos hefur átt sér stað, kemur það í veg fyrir eðlilega mynd- un corpus luteum og þar með myndun progesterons.10 12 Þó aðegggiðfrjóvgist, fær það ekki lífvænleg vaxtarskilyrði. Ein inn- taka seint í tíðahring gæti því nægt til að koma í veg fyrir að frjóvgað egg þrosk- aðist. Augu: Prostaglandin finnst í iris. Ef PGE er sprautað inn í camera anterior í kanínuauga veldur það myosis og auknum augnþrýstingi. Nýlega hafa Wilie & Wilie32 mæltefni, sem þau teljavera E, íglervökva fólks, sem hefur haft cataract og gláku, (safnað 3-13 klst. eftir dauða). Þau fundu, að glákufólkið hafði u. b. b. tvisvar sinn- um hærra magn af E, í augunum en fólk- ið, sem hafði haft cataract. Niðurstaða þeirra var, að mjög líklega væri hækkun á PGE í auganu orsök, eða ætti a. m. k. þátt í að framkalla gláku. Ýmis önnur áhrif: PGE verkar á nýrna- hettubörk og skjaldkirtil svipað og tilsvarandi hvatahormónar (ACTH og TSH), þ. e. auka starfsemi þessara kirtla. Sýnt hefur verið fram á11 að PG-efni eiga mikilvægan þátt í að framkalla eðlilegt bólgusvar líkamans. Svona mætti lengi telja, en aðeins skal tvennt nefnt í viðbót: PGEj dregur mjög úr áhrifum adrenalins á fituvef28 og minnkar þar með niðurbrot fitu. f sumum tegundum offitu,8 sem fram- kölluð er með tilraunum („hypothalamic obesity“), er niðurbrot fitunnar hindrað af efni, sem a. m. k. líkist PG, en það heíur ekki verið fullgreint enn. Þetta vek- ur þá spurningm hvort aukið magn PG í fituvef, vegna offramleiðslu þess eða minnkaðs niðurbrots, geti valdið offitu. PGE cg F draga úr eða hindra sam- drætti í sléttum vöðvum í öndunarvegum (tractus respiratorius), og bronchodilater- andi verkun PGE í asthmasjúklingum hef- ur verið lýst.° Rannsóknir eru í gangi á notkun þessa eiginleika PGE, og efna, sem af því eru leidd, til meðhöndlunar á asthma. EFNI MEÐ ÁHRIF Á VERKUN OG MYNDUN PROSTAGLANDINA Lýst hefur verið nokkrum efnum, sem draga úr verkun PG. Prostaglandin analog (7-oxa-13 prostynoic sýra)30 dregur úr verkun PGE, á einangraðan vöðva frá ileum, en það dregur einnig úr verkun annara efna, svo sem histamins og acetyl- cholines á þessa sömu vöðva. Áhrifin eru því ekki alveg sérhæfð (specifisk), þó að þau standi í hlutfalli við skammtana, sem gefnir eru. Þetta efni hindrar einnig verk- un PGE, í öðrum kerfum, auk þess sem það dregur úr nýmyndun PG-efna al- mennt. Annað efni, sem kallast SC-19220 (Di- benzcxozepine hydrazide derivative),30 dregur einnig úr áhrifum PGE, og E2 í sömu kerfum og ofannefnt efni. Áhrifin af SC-19220 eru sérhæfð. þ. e. þau eru bundin við PG-flokkinn. Breytingar á skammta-svara línum (dose-response curves) benda til þess, að um sé að ræða samkeppnishindrun (competitive inhibit- ion) á áhrifum PG-efnanna. Þriðja efnið, sem hindrar verkun PG, er polyester af phloretin og fosforsýru (poly- phloretin phosphate),30 en það verkar bæði gegn PGE2 og PGF2 alfa í ýmsum kerfum. Sem dæmi má nefna, að augn- þrýstingurinn hækkar, þegar PGF2 alfa er dælt beint inn í auga á tilraunadýri. Ef polyfloretin phosphate er gefið samtím- is inn í slagæðar-blóðrás augans verður engin hækkun á augnþrýstingi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.