Læknablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
3
Ólafur Ólafsson landlœknir
UM IÆKNALIÐUN OG LÆKNANÁM Á ÍSLANDI
í grein um læknaliðun og læknaskort á
íslandi8 (Læknablaðið, des. 1972) er gerð
grein fyrir því, að
1) starfandi læknar á íslandi fyrir 100.000
íbúa eru fleiri en í flestum nágranna-
löndum okkar,
2) sérfræðingafjöldi á íslandi er hlutfalls-
lega meiri en í löndum V.-Evrópu,
3) skortur er á almennum, læknum (þ. e.
læknum, sem starfa að heimilis- eða
héraðslækningum).
Á tímabilinu 1941-71 fækkaði almenn-
um læknum úr 77,7%-35,7% af heildar-
fjölda lækna.
í þessari grein verður skýrt frá niður-
stöðum kannana um:
1) Fjölda og aldursdreifingu skipaðra og
settra héraðslækna á íslandi á tímabil-
inu 1/1 1963-1/1 1973.
2) Fjölda og aldursdreifingu ásamt sjúkl-
ingafjölda heimilislækna á Reykjavík-
ursvæðinu á sama tímabili.
3) Fjölda lækna og fjölda íbúa á lækni:
I/L hlutfall í Reykjavík og stærri
kaupstöðum og í smærri kaupstöðum
og í héruðum <4000 íbúa.
4) Samanburð á I/L hlutfalli (fjöldi íbúa
á lækni) í Reykjavík, smærri kaup-
stöðum og héruðum á íslandi við stærri
héruð og borgir á Norðurlöndum.
5) Samanburð á fjölda læknastúdenta,
lækna með lækningaleyfi og I/L hlut-
falli á íslandi við nokkur lönd fyrir ár-
in 1969 og 1971.
6) Fjölda brautskráðra læknanema á ís-
landi frá 1959 til 1973 og jafnframt
áætlun um brautskráningu samkvæmt
upplýsingum úr kennsluskrá lækna-
deildar Háskóla íslands 1973-’74 fram
til ársins 1978.
7) Fjölda innritaðra læknanema á 105 íbúa
og lækna á 105 íbúa á fslandi árið 1968,
1970 og 1972 borið saman við sams kon-
ar upplýsingar frá öðrum Norðurlönd-
um og Bretlandi.
8) Fjölda brautskráðra lækna með lækn-
ingaleyfi, og starfandi lækna með
lækningaleyfi á íslandi árin 1939-1972.
9) Tilhögun menntunar lækna og heil-
brigðisstétta á íslandi og í öðrum lönd-
um. Ræddar eru hugsanlegar breyting-
ar á menntunarkerfi lækna.
HÉRAÐSLÆKNAR
Úr töflu I má lesa fjölda og aldursdreif-
ingu héraðslækna á tímabilinu 1/1 1963-
1/1 1973.
TABLE I2
Number and age distribution of G.P. with permanent and temporary appointment in
Iceland (57 districts) 1/1 1963 and 1/1 1973.
Age
20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70 Total
1/1 1963 permanent app. 1 14 10 7 11 - 43>54
— — temporary — 4 7 11
1/1 1973 permanent — - 6 10 7 3 1 ^>48
— — temporary — 8 7 2 1 3 21