Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 12
4
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE II2
The age distribution and number of G.P. in Reykjavik area 1963, 1968 and 1973:
Age
Year (' 30-39 40-49 50-59_60-69_70_
1/1 1963 75771 27
1/1 1968 1 1U - 4 8 2 26
1/1 1973 3 12 6 2 1 24
Úr þessari töflu má lesa, að héraðslækn-
um hefur fækkað úr 54 niður í 48, á árun-
um 1963-1973, en hlutfallslega hefur skip-
uðum héraðslæknum fækkað úr 79,6% í
56,2% á þessum árum. Settum héraðslækn-
um, þ. e. læknum, sem gegna héruðum um
styttri tíma, hefur aftur á móti fjölgað
um nær 50%. Ennfremur má lesa, að á
árinu 1963 voru um 48,1% allra héraðs-
lækna 39 ára eða yngri og voru skipaðir
héraðslæknar úr þeim aldurshópum 27,7%
heildarlæknafjöldans. Árið 1973 voru
43,8% 39 ára eða yngri og 12,5% af heild-
arfjöldanum voru skipaðir úr þeim hóp.
Héraðslæknum hefur því fækkað, færri
eru skipaðir og. nýliðun ungra lækna hef-
ur verulega minnkað.
HEIMILISLÆKNAR
Heimilislæknum á Reykjavíkursvæðinu
hefur fækkað á tímabilinu 1963-73. Sjá
töflu II. í árslok 1973 sáu þessir læknar
um læknisþjónustu fyrir 70% allra Reyk-
víkinga, þ. e. fyrir 59.000 manns, hver
læknir gegndi 2450 manns að meðaltali.
Hafa ber í huga, að allmargir sérfræðingar
hafa 50-100 sjúklinga í samlagi og sjá um
þjónustu fyrir um 17.000 manns. Um 15.000
Reykvíkingar hafa ekki fastan sjúkrasam-
lagslækni, eða um 10%,2 en mestur hluti
þeirra er á aldrinum 16-20 ára.
Á þessu tíu ára tímabili hefur sjúklinga-
fjöldi hvers heimilislæknis aukist veru-
lega, eins og sjá má á töflu III, sem einnig
sýnir sjúklingaálag á mismunandi aldurs-
hópa lækna. Einnig ber að hafa í huga, að
margir heimilislæknar í Reykjavík gegna
fleiri hundruð sjúklingum í Kópavogi og
á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum
S.R. eru yfir 30% mannfjöldans á Stór-
Reykjavíkursvæðinu börn og unglingar
undir 16 ára aldri. Nær helmingur heim-
ilislækna í Reykjavík er með hátt á 3.
þúsund sjúklinga í samlagi og sumir hafa
yfir 3000. Upplýsingar eru til um læknis-
leit og vitjanir á íslandi,13 en ekki
hafa þær niðurstöður verið bornar saman
við læknisleit meðal annarra þióða. Niður-
stöður kannanna í þeim löndum benda til
þess, að læknir geti sinnt um 2.500 sjúkl-
ingum (börn meðtalin), svo að vel fari,
miðað við hæfilegan vinnutíma. Við túlk-
un upplýsinga, sem greint er frá hér að
ofan, ber að hafa í huga, að á tímabilinu
1963-67 var komið á verkaskiptingu milli
heimilislækna og sérfræðinga sem kunn-
TABLE III1 2 3
Number of patients >16 years of age per doctor in various age groups
in Reykjavik area.
Age of doctors
..........— Total
Year 30-39 40-49 50-59 60-69 70 Mean. population
1/1 1963 822 1293 1034 857 1004 1013 77.927
1/1 1968 2049 1859 1727 1029 854 1516 83.066
1/1 1973 1838 1708 1795 1500 1210 1708 ca. 85.000