Læknablaðið - 01.02.1974, Qupperneq 26
14
LÆKNABLAÐIÐ
um þau atriði hefur verið skrifuð ágæt
yfirlitsgrein.3
Talið er að um 96% fólks hafi eðlilega
cholinesterasa og 3,8% hafi blöndu af eðli-
legum og afbrigðilegum. Hjá fólki með
þannig blöndu má gera ráð fyrir nokkurri
seinkun á niðurbroti suxamethonium, allt
að 10 mín. Örlítill hópur fólks er talinn
hafa eingöngu afbrigðilega eða enga chol-
inesterasa. Hefur verið áætlað, að af þeim
orsökum megi gera ráð fyrir langvarandi
apnea hjá einum af hverjum 2400 sjúkl-
ingum, þar sem suxamethonium hefur ver-
ið notað.4 Þá hefur nýlega verið sýnt fram
á, að suxamethoniumapnea geti komið fyr-
ir hjá öllum aldursflokkum.2
Ekki er vitað hver tíðni atypiskra
cholinesterasa er hér á landi. Á síðasta ári
var gerð hér erfðafræðileg rannsókn1 og
fundust þá fimm systkini með algeran
skort á cholinesterösum. E'itt þeirra, kona,
sem hafði verið gefið suxamethonium í
svæfingu, fékk langvarandi apnea. Kom
þetta í ljós við retrospect athugun.
Langvarandi apnea í sambandi við svæf-
ingu er höfuðafleiðing þess, ef um af-
brigðilega cholinesterasa er að ræða hjá
fólki, en einnig er talin aukin hætta á
hjartastoppi og lungnakomplikationum.
Venjuleg meðferð við apnea, sem stafar
af framangreindu, er í því fólgin að anda
fyrir sjúklinginn á mekaniskan hátt, þar
til sjálfstæð öndun er fullnægjandi. Einn-
ig hefur verið sýnt fram á, að cholinester-
asar geymast vel í bankablóði og er því
blóðgjöf talin rökrétt meðferð.
Sjúklingi þeim, er hér um ræðir, hefur
verið skýrt frá málavöxtum með tilliti til
svæfinga í framtíðinni. Þá mun Erfða-
fræðinefnd Háskólans ráðgera að rannsaka
cholinesterasa hjá systkinum og börnum
sjúklingsins.
Ástæða er fyrir þá, sem við svæfingar
fást, að vera vakandi fyrir þeim mögu-
leika, að um afbrigðilega cholinesterasa
geti verið að ræða, ef langvarandi apnea
verður við svæfingar. Væri þá æskilegt,
að erfðafræðilegar rannsóknir yrðu gerðar
hjá sjúklingunum og nánum skyldmenn-
um þeirra með tilliti til afbrigðilegra
cholinesterasa til þess að komið yrði í veg
fyrir þessa komplikation eftir því sem tök
væru á.
HEIMILDIR
1. Árnason, A, Jensson, Ó, Guðmundsson, S.
A „silent“ pseudocholinesterase gene in an
Icelandic family. Erindi á 11. þingi nor-
rænna svæfingalækna i Reykjavik 1973.
2. Lubin, A. H., Garry, P. J., Owen, G. M.
Apnea in an atypical-fluoride resistant
(E,a E,b) heterozygote for serum cholin-
esterase. Anestliesiology 39:346. 1973.
3. Whittaker, M. Genetic aspects of succinyl-
choline sensivity. Anesthesiology 32:143.
1970.
4. Wylie, W. D., Churchill-Davidson, H. C.
A Practice of Anesthesia. Year BooJc Medical
Publishers 1966, p. 746.