Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 27

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 15 B-rO É-r ii -om-pé léánó Alfreð Árnason, Ólafur Jensson og Sigurður Guðmundsson ÖNDUNARLÖMUN AF VÖÐVASLAPPANDI LYFIVEGNA ARFGENGS SKORTS Á SERUMCHOLINESTERASA Öndunarlömun í og eftir svæfingu kem- ur fyrir í sjaldgæfum tilfellum, þegar suxamethonium (succinyl dicholine) er notað sem vöðvaslappandi lyf. Þegar þetta skeður, eru mestar líkur til, að um sé að ræða óvenjulega langvarandi áhrif þessa lyfs vegna seinkunar á niðurbroti þess, sem vanalega gengur hratt fyrir sig. Hið hraða niðurbrot lyfsins verður fyrir til- verknað serumcholinesterasa (pseudo- cholinesterasa). Arfgengur breytileiki á magni og gerð þessa cholinesterasa varð ljós, þegar notkun suxamethonium varð útbreidd við svæfingar og raflost (Gib- lette, 1969 og Harris, 1970).° 8 Samkvæmt Harris8 er um það bil einn einstaklingur af hverjum 2000 meðal Evrópuþjóða óeðlilega næmur fyrir áhrif- um suxamethonium. RANNSÓKNIR Á SYSTKINABARNA- FJÖLSKYLDUM Fjölþættar erfðafræðilegar rannsóknir á hjónum, sem eru systkinabörn og börnum þeirra, hófust á vegum Erfðafræðinefndar Háskóla íslands í Blóðbankanum í júlí 1972.:i Meðal þeirra 322ja einstaklinga, sem rannsakaðir voru í fyrri áfanga rannsókn- arinnar, fundust 5 systkini af 9 með al- geran skort á serumcholinesterasa. Alls voru rannsakaðir 58 nánir ættingjar þess- arar fjölskyldu (sjá mynd 1) og hjá þeim öllum voru ákvarðaðar serum- cholinesterasagerðir og virkni þeirra mæld. Fleiri erfðakerfi, þar á meðal blóðflokk- ar, voru ákvörðuð, og verða niðurstöður af þeim rannsóknum birtar annars staðar. Sjúkrasögur þessa fólks voru kannaðar með sérstöku tilliti til uppskurða og svæf- inga. Þótti að sjálfsögðu svæfingarreynsla þeirra einstaklinga fjölskyldunnar for- vitnilegust, sem reyndust hafa algeran skort á serumcholinesterasa. Eftirgrennsl- an leiddi í ljós, að móðir systkinanna, sem fyrst vöktu athygli, og ein dóttir hennar með cholinesterasaskort, höfðu gengið undir aðgerð og verið gefið scoline (suxamethoníum) í svæfingunni, sjá töfiu 1. EFNI OG AÐFERÐIR a) Rafdráttur. Láréttur sterkjurafdráttur var fram- kvæmdur við 4°C til aðskilnaðar á esterasaböndum. Hlaupdúi var triscitrat við pH 7.6 (0.0143 M tris (hydroxymethyl) methyl- amine og 0.00406 M sítrónusýra). Kerdúi var bórat við pH 8.6 (0.301 M bórsýra stillt á pH 8.6 með því að bæta NaOH út í) (Árnason, A., 1970).1 Spenna var 17v/cm í 3 klst. Hvarfefni (substrat) var 1-naphthyl acetat og litur, Fast Garnet G.B.C. (Gurr). b) Magn- og hvarfmælingar (Quantitive and inhibitory measurements). Aðferð Bamford og Harris (1964)4 var notuð, en litur (coupling dye) var Fast Gamet G.B.C. (Gurr) í stað Fast Red T.R. (Gurr). Latefni (inhibitors) voru R02-0683 og NaF. Spectrophotometer Perkin-Elmer, Double beam Spectrophotometer, 124. c) Agarflæðispróf. Aðferð Harris og Rob- son (1963 b)!' var notuð. Sömu efni notuð og að ofan greinir. NIÐURSTÖÐUR Helztu niðurstöður eru þessar: 1) Fimm systkini af níu, fjórar systur og einn bróðir, hafa algeran skort á serum- Rannsóknastofa Erfðafræðinefndar Háskóla Islands í Blóðbankanum og Blóðbankinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.