Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 41

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 21 Brynjólfur Ingvarsson INNLAGNINGAR VEGNA GEÐRÆNNA SJÚKDÖMA Á LYFJADEILD FSA 1954-1972 UM FRAMTÍÐARÞRÓUN GEÐLÆKNINGA Á AKUREYRI INNGANGUR Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur að nokkru leyti sérstöðu meðal íslenzkra sjúkrahúsa, eins og kunnugt er. Lega þess, stærð og staðall hafa gert það mjög ákjós- anlegt til að sinna ýmsu því vandasamasta í heilbrigðisþjónustunni, sem álitið hefur verið framkvæmanlegt utan Reykjavíkur á hverjum tíma. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir því, að stefnt verði að því að reisa á Akureyri sjúkrahús í samræmi við fyllstu kröfur hvers tíma og mundi það þá slaga hátt í sjúkrastórhýsin þrjú í Reykjavík að mann- vali og tæknibúnaði. Tilgangur ritgerðar minnar er annars vegar að leggja fram smáskerf, sem nota mætti við áætlanagerð í sambandi við þró- un núverandi lyfjadeildar F.S.A. og vænt- anlega þróun fyrirhugaðrar geðdeildar, -— og hins vegar að tína til mola eða mylsnu í þágu geðlæknisfræðinnar, sem enn um hríð á fyrir höndum víðtæka þekkingarleit eins og reyndar allar fræðigreinar, hverju nafni sem þær nefnast. Ritgerð þessi er að langmestu leyti unn- in upp úr skriflegum gögnum deildarinn- ar eins og þau liggja fyrir í dag, en mörg helztu álitamálin voru borin undir yfir- lækni deildarinnar, sem auk þess að gjör- þekkja bæjarbúa og nærsveitamenn, heíur verið yfirlæknir deildarinnar allan tímann, sem rannsóknin tekur til, og verið mjög áhugasamur um, að sjúklingar með geð- sjúkdóma og geðræn vandamál fengju beztu hugsanlegu meðferð hverju sinni, ekki síður en aðrir sjúklingar á deildinni. Eins og fyrirsögnin ber með sér voru eingöngu taldar saman innlagningar, sem að sjúkrahúsvist og rannsókn lokinni leiddu til þeirrar niðurstöðu, að viðkomandi sjúkl- ingur hefði ákveðinn geðsjúkdóm eða geð- rænan kvilla, er orsakaði innlagninguna. Þegar um fleiri en einn sjúkdóm var að ræða, gat orðið erfitt að tilnefna einn sem meginorsök, en þó má segja, að þetta hafi tekizt á viðunandi hátt. Ýmislegt orkar þó tvímælis, eins og geta má nærri, — en efniviðurinn (materialið) eða grundvallar- vinnan liggur fyrir hjá höfundi og getur hver cg einn fengið að skoða og gagnrýna að vild. Rannsókn þessi er unnin sem sjálfstætt verkefni. Varla hefði ritgerðin orðið til, ef ekki hefði notið styrks af opinberu fé, sem hér með er þakkað. Einnig er rétt og skylt að þakka sérstaklega leiðbeiningar Ólafs Sigurðssonar, yfirlæknis F.S.A., Akureyri. RANNSÓKNIR Á árunum 1954-1972 (að báðum meðtöld- um) var lagt inn 2453 sinnum vegna geð- sjúkdóma eða geðrænna kvilla á lyfjadeild F.S.A. Alls voru innlagningar 11.603 á tímabilinu og verður því hlutfallið nálægt 21%. Sé litið til einstakra ára má finna breytilegt hlutfall eða lægst 14,6% (1960) og hæst 28,8% (1955), og kann ég enga við- hlítandi skýringu á þessu, en frávik frá meðaltali eru öll miklu minni á síð- ari helming rannsóknatímabilsins, þegar reikna má með, að starfsemi deildarinnar sé komin í fastari skorður. Hlutfallið milli karlkyns og kvenkyns var 1049/1404 eða nálægt 1/1.3. Konur voru í meirihluta öll árin nema tvö. Skipting eftir búsetu sýndi hlutfallið milli Akureyringa og utanbæjar- manna 1:1 í upphafi tímabilsins, en undir lokin 2:1. Skipting eftir sjúkdómsgreiningum sést á töflu 1. Taflan gefur tilefni til eftirfarandi at- hugasemda og nánari skýringa á einstökum liðum hennar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.