Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 54

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 54
30 LÆKNABLAÐIÐ ættu fremur að flýta fyrir en tefja byggingu þeirra. Báðar eru nauðsynlegir hlekkir í bættri læknisþjónustu. Það kom fram í svarbréfi til F.Í.L.B. frá Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra (Morgun- blaðið 13. marz), að ráðuneytið hefði fyllsta hug á opnun og eflingu slíkra göngudeilda. Páll sagði jafnframt, að ekki væri hægt að rekja núverandi ástand í göngudeildarmálum sjúkrahúsanna til neins annars en stefnu- mörkunar læknasamtakanna og skoðana þeirra lækna, sem um málið hafa fjallað á hverjum tíma. Pví er rík ástæða til, að lækna- samtökin reki af sér slyðruorðið og marki jákvæða stefnu um framtíðarrekstur göngu- deilda. Á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands var samþykkt skipun nefndar til athugunar á hugsanlegri útvíkkun göngudeilda og hvern- ig henni yrði haganlegast fyrirkomið. Nefnd þessi (sem skipuð var 3 sérfræðingum, en, því miður, engum heimilislækni) skilaði lauslegu áliti á formannaráðstefnu L.Í., sem haldin var í maí s.l. Enda þótt nefndarálitið í heild (sem í raun er aðeins skoðun þriggja lækna og ekki byggt á neins konar tölfræði- legri könnun á hugsanlegu gildi göngudeilda í íslenzka heilbrigðiskerfinu) sé ekki andvígt útvíkkun göngudeilda að vissu marki, endar það með því, að „stefna beri að því, að sem mest af heilbrigðisvandamálum fólksins verði leyst utan sjúkrahúsa og utan göngu- deilda, svo lengi sem hægt er að sýna fram á, að sú þjónusta sé ekki lakari en á sjúkra- húsum og göngudeildum þeirra". En spyrja má, hvernig er unnt að gera slíkan saman- burð án þess að koma á fót starfhæfum göngudeildum. Pví er eðlilegt, að svo verði gert hið fyrsta til að fá slíkan samanburð. Göngudeildir eru ekki húsnæðisfrekar, ef þær eru vel skipulagðar, og stofnun þeirra ætti því ekki að þurfa að draga úr öðrum nauðsynlegum byggingaframkvæmdum svo sem heilsugæzlustöðvum og húsnæði fyrir langlegusjúklinga og aldraða, sem þarfnast mikillar hjúkrunar við. Pað væri óheppilegt spor, ef næsti aðaí- fundur L.í. legðist gegn aukinni starfsemi göngudsilda, þegar ætla má, að heilbrigðis- yfirvöld séu hlynnt því, að starfsemi þeirra verði aukin til muna, og því góður jarðvegur til að gera stórátak í þessum efnum. í áðurnefndu bréfi F.Í.L.B. til heil- brigðisráðherra var einnig gert að um- ræðu samhæfingarmál sjúkrahúsanna, sem vissulega væri efni í aðra ritstjórnargrein. Páll Sigurðsson upplýsti, að samstarfsnefnd, sem skipuð var fyrir nokkrum árum, hefði ekki haft neitt framkvæmdavald og þess vegna hefði starfsemi hennar lognazt út af. Samkvæmt nýju heilbrigðisreglugerðinni hefði heilbrigðismálaráðherra hins vegar öðl- azt vald til að ákveða verkaskiptingu sjúkra- húsanna, og því að vænta þess, að reglu- gerð þar að lútandi yrði sett á næstunni. Pað orð hefur legið á, að yfirlæknar sjúkra- húsanna hafi ekki sýnt mikinn áhuga á þessu samstarfi og ef til vill er það ástæðan fyrir því, að áðurnefnd grein um vald heilbrigðis- málaráðherra til ákvörðunar um þessi mál var sett inn í heilbrigðisreglugerðina nýju. Það ætti að vera læknasamtökunum kapps- mál að stuðla að auknu og bættu samstarfi sjúkrahúsanna og ganqa til samstarfs við jákvætt frumkvæði heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum. Félag íslenzkra lækna I Bretlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.