Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 55

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 31 Umsjón og ábyrgð: Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri STJÓRNUNARÞÁTTUR YFIRLÆKNA (Erindi flutt á fundi í Félagi yfirlækna 6. des. 1973). Um það málefni, sem ég ætla að ræða hér í kvöld, hefur margt verið ræít og ritað, einn- ig innan vébanda þessa félags, því að þáttur sérmenntaðra stétta í stjórnun hefur verið meir til umræðu undanfarin ár en áður. Ekki hafa menn orðið á eitt sáttir í þess- um efnum sem kunnugt er. Sumir halda fram kostum þess, að sérmenntað starfslið sé jafnframt stjórnendur, en aðrir og einkum þeir, sem af hefð hafa talið sig sjálfkjörna stjórnendur, hafa litið þróun af þessu tagi hornauga. Það er alkunna, að lengi vel var svo í stjórnkerfi Vesturlanda, að stjórnunarstörf voru eingöngu unnin af þeim, sem höfðu lagatúlkun og lagasmíð að atvinnu, og stjórnunarstörfin töldust fyrst og fremst þessar tvær greinar lögfræðinnar. Ef við lítum á svið heilbrigðismála og gætum að, hvernig þróunin hefur verið í hin- um ýmsu löndum, hefur hér orðið um mjög mismunandi stefnur að ræða. í nýfrjálsum ríkjum, sem flest eða öll hafa hlaupið yfir blómaskeið skrifstofumennsku eins og Vestur-Evrópa upplifði hana á fyrri hluta jiessarar aldar, heyrir það til undan- tekninga ef stjórnendur ráðuneyta og jafn- vel ráðherrar heilbrigðismála eru ekki lækn- ismenntaðir. Sama er yfirleitt að segja um þjóðir með socialistiskt stjórnarfar, svo sem nú er í Austur-Evrópulöndum og Kína. í Vestur-Evrópu er þessu nokkuð á annan veg farið, sennilega mest vegna tregðu þeirra, sem hafa haft með stjórnun að gera um árabil, svo og vegna tregðu háskólanna til þess að líta á stjórnun sem hluta af nauð- cyniegri háskólamenntun allra stétta háskól- ans. Ég þarf í þessum hóp tæplega að minna á, að hér á landi hafa svipaðar stefnur ríkt á þessu sviði og á Vesturlöndum. Fram til þessa og jafnvel enn hefur mörgum þótt það hið mesta glapræði, að t. d. stjórnendur ráðuneyta séu ekki lögfræðingar. íslensk læknasamtök hafa og, sem kunn- ugt er, birt skoðun sína á þessu máli við umræður á Alþingi á þessu ári um nýja heil- brigðislöggjöf og settu það, sem kunnugt er, sem skilyrði fyrir stuðningi sínum við lög- gjöfina, að numið yrði burt úr frumvarpi ákvæði um að stjórnandi ráðuneytis heil- brigðismála væri læknismenntaður í fram- tíðinni. Þegar þessi stefna Læknafélags íslands liggur fyrir um svo veigamikið stjórnunar- starf heilbrigðismála, hlýtur sú spurning að vakna, hvaða afstöðu læknasamtökin hafi til annarra stjórnunarstarfa innan heiIbrigðis- kerfisins og hvort það sé stefna lækna- samtakanna að reyna að færa stjórnunar- störf sem mest af herðum lækna yfir á herð- ar annarra starfsstétta. Hvað sem þessu líður, liggur nokkurn veg- inn Ijóst fyrir, að Félag yfirlækna telur stjórn- un vera einn þátt í starfi yfirlækna. í bréfi, sem heilbrigðisráðuneytinu barst frá Félagi yfirlækna á þessu ári, skilgreinir félagið starf yfirlækna þannig: 1. Starf yfirlækna er tvíþætt, stjórnunar- starf og læknisstarf. 2. Báðir þættir eru samtvinnaðir og verða fyrirsjáanlega ekki aðskildir. 3. Yfirlæknir má ekki, nema í neyðartilfelli, sinna svo miklu af daglegu læknisstarfi (rutina) að stjórnarstörf hans verði van- rækt. Á þessu stigi er ekki úr vegi að spyrja,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.