Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 64

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 64
34 LÆKNABLAÐIÐ þeir eigi rétt á að teljast hæfir sjúkrahús- læknar eða yfirlæknar við sjúkrahús og sjúkrahúsdeildir. Þessi reglugerð hefur ekki verið sett og mun enn vera notast við reglugerð frá 1945. Það verður því ekki sagt, að læknadeild Há- skólans hafi haft mikinn áhuga á að beita þeim rétti, sem hún hefur samkvæmt þessu, til þess að gerðar verði kröfur um menntun eða hæfni sjúkrahúslækna. hetta eru þær almennu reglur, en hvað þá um sérreglur? Mánuði áður en fyrrgreind lagaákvæði, þ. e. a. s. sjúkrahúslögin öðluðust gildi, var gefin út reglugerð um yfirlæknaráð Land- spítala og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. í þessari reglugerð er það hlut- verk yfirlæknaráðs ,,að stuðla að eðlilegri þróun fyrrgreindra stofnana og vera ráð- gefandi heilbrigðisstjórn í öllu, er varðar stjórn og rekstur þeirra". Mér er ekki kunnugt um störf yfirlækna- ráðsins, en það var lagt niður hinn 17. des. 1969 með setningu reglugerðar um lækna- ráð Landspítala og Rannsóknastofu Háskól- ans við Barónsstíg. í hinni nýju reglugerð um læknaráð er yfirlækna að engu getið og beir hafa samkvæmt henni sama rétt og aðrir læknar spítalans til þess að hafa áhrif á stefnumótun stjórnarnefndar, því að í 2. grein þeirrar reglugerðar segir um hlutverk læknaráðs: „Læknaráðið skal stuðla að end- urbótum í aðildarstofnunum, fylgjast með gæðum læknisþjónustunnar og stuðla í sam- ráði við læknadeild Háskólans að menntun lækna og vísindarannsóknum í stofnunum. Læknaráð er ráðgefandi fyrir lækna aðildar- stofnana og aðra sérfræðinga, stjórnarnefnd ríkisspítalanna og framkvæmdastjóra henn- ar um öll þau mál, er varða læknisþjónustu, samstarf og samhæfingu í rekstri stofnan- anna.“ Á hitt ber þó að minna, að þessi reglu- gerð skerðir þó í engu þá skyldu, sem yfir- læknar hafa samkvæmt sjúkrahúslögunum og mér er nær að halda, að framkvæmd reglugerðar fvrir læknaráð Landspítala og Rannsóknastofu Háskólans hafi farið langt út fyrir þau mörk, sem reglugerðin sjálf markar ráðinu, og vík ég að því síðar. Innan hóos yfirlækna eru nokkrir, sem hafa sérstöðu, og eru það prófessorar nokk- urra greina. í háskólalögum frá 19. ágúst 1970 nr. 84 er tiltekið, að prófessorar í lyf- læknisfræði, handlæknisfræði, geðlæknis- fræði, meinafræði, fæðingarhjálp og kven- sjúkdómum og röntgenfræðum, séu for- stjórar viðkomandi deilda og hefur spítala- stjórn og heiIbrigðisstjórn engin áhrif um val þeirra eða skipun í embætti, því að prófessorar eru, eins og kunnugt er, skip- aðir af forseta að tillögu menntamálaráð- herra. Samkvæmt fyrrgreindum háskólalögum er ekki gert ráð fyrir því, að leitað sé álits heilbrigðisstjórnar um ráðningu þeirra. Verkefni þessa yfirlæknahóps eða þess- ara forstjóra, eins og lögin raunar kalla þá, verða því ekki tvíþætt eins og yfirlækna samkvæmt skilgreiningu Félags yfirlækna, heldur verða þau fjórþætt. Þannig eiga þeir: 1. að skipuleggja og stjórna kennslu í viðkomandi grein. 2. að framkvæma eigin kennslu. 3. að stjórna ákveðnum sérdeildum. 4. að starfa að lækningastarfsemi á þess- um deildum. Það er vandséð hagkvæmni þess að tengja saman prófessorsstöður, það er stöður þeirra manna, sem eiga að skipu- leggja og stjórna kennslu og sjá um kennslu, og forstjórn ákveðinna deilda, svo mismunandi kröfur sem hlýtur að verða að gera til þessara starfa, a. m. k. á hinum klínisku deildum. Verður ekki annað séð, en að með þessu sé verið að leggja alltof viðamikil verkefni á einn og sama mann. Ég hef dvalist nokkuð við nútíðina, sem brátt verður þó að nokkru leyti fortíð, því að allnokkuð aðrar reglur verða í gildi strax í bvriun næsta mánaðar. Það fer ekki fram hjá neinum, að ákvæði í væ.ntanlegum lögum um heilbrigðisþjón- ustu eru, ef eitthvað er, enn veigaminni en þau, sem fyrir eru um yfirlækna. Er það raunar í samræmi við þá stefnu, sem mót- ast hefur t. d. varðandi læknaráð, sem, eins og ég sagði áður, hafa í mjög mörgum og veigamiklum atriðum farið út fyrir þær heimildir, sem reglugerðir hafa ákveðið, og mjöq mikið inn á þau svið, sem gert hefur verið ráð fyfrir að virlæknar önnuðust, svo sem lækniseftirlit rneð rekstri sjúkrahúsa og vfirumsión með læknisstörfum. Það er í samræmi við þessar breyttu stefnur, að uppi eru æ háværari raddir um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.