Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 78

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 78
44 LÆKNABLAÐIÐ tivum‘í lifrarsjúkdómum, og stafar af ó- eðlilegu beta-lipoproteini í serum, sem kallast lipoprotein-X. Sýnt hefur verið fram á notagildi þessa lipoproteins við mismunagreiningu milli stíflugulu og lifr- argulu. Meðferð á ,,secunderri“ hækkun á blóð- fitu er að sjálfsögðu fólgin í meðferð á undirliggjandi sjúkdómi, þegar þess er kostur, en annars er unnt að grípa til sömu meðferðar og við „primerar“ hyperlipo- proteinemíur (sjá síðar). „PKIMERAR HYPERLIPOPROTEINEMIUR“ Þá fyrst er ofannefndar orsakir hafa verið útilokaðar, er unnt að kalla hækkunina ,,primera“. í sumum tilfellum virðast þær vera arfbundnar, þ. e. nákomnir ættingjar hafa sömu eða svipaðar breytingar í blóði, en oft finnast þær einstæðar (sporadisk- ar). I. flokkur. Chylomicra í fastandi blóði. Þessi tegnud er sú sjaldgæfasta, en hins vegar sú eina, þar sem vitað er um undir- liggjandi meinsemd, þ. e. skortur á lipo- protein lipasa, efnakljúfanum, sem klýfur chylomicra í blóði, og því er niðurbroti þeirra seinkað. Einkenni koma oftast fram í börnum sem endurtekin verkjaköst í kvið vegna briskirtilsbólgu, sem hinir háu þrí- glyseríðar valda, en amylasar eru þó ekki alltaf hækkaðir. Við skoðun finnast oft fituútfellingar í húð (xanthomata, spik- ildi, sjá mynd 8), oft finnst stækkuð lifur og milta, og þegar þríglyseríðarnir eru mjög háir sést stundum lipemia retinalis við augnbotnaskoðun. Þennan flokk má greina með því að geyma fastandi serum við 4° í einn sólarhring, og fljóta þá chylomicra ofan á tæru undirlagi (sjá mynd 9). Þessir sjúklingar hafa því mjög há þríglyseríðagildi, oft nokkur grömm/ lOOml, en eðlilegt eða lítillega hækkað kólesteról. Unnt er að mæla óbeint, hvort lipoprotein lipasa vantar, með því að mæla fitukljúfandi eiginleika serums þessara sjúklinga fyrir og eftir heparingjöf í æð, sem leysir úr1 læðingi í háræðaveggjunum þennan efnakljúf, ef hann er til staðar (postheparin-lipolytic activity).13 Sjúkl- ingarnir svara vel takmörkun á fitu í fæð- Mynd 5. Xanthelasmata í sjúkl. með hækkað kólest- eról (flokkur II). unni við <25G, en einnig má gefa þeim styttri þríglyceríða („medium chain tri- glycerides“), sem berast beint til lifrar eftir upptöku í görnum, og þarfnast því ekki lipoprotein lipasa við niðurbrot. II. flokkur. (Hyperbetalipoproteinemia) Einkennist af hækkun á LDL, og grein- ist því á hækkuðu kólesteróli og skarpara betabandi í rafdrætti (sjá mynd 4). Flokk- ur Ilb kallast, þegar jafnframt er lítilleg hækkun á VLDL, sem leiðir til nokkurrar hækkunar á þríglyseríðum. Þessi flokkur er algengur í vestrænum löndum. Flestir sjúklinganna hafa ekki fjölskyldusögu um hækkað kólesteról, og því líklegt, að kól.- hækkunin stafi af umhverfisþáttum, svo sem mataræði. Sumir telja því þennan hóp til „secunderrar hyperlipoproteinemiu", en margir telja þó, að kólesterólhækkunin byggist á „polygenic“ erfðum. Minnihlut- inn (<10%) hefur hins vegar fjölskyldu- scgu, og eru þeir því væntanlega berar sam- eiginlegs erfðaeigindis, sem virðist vera Mendelian ríkjandi (,,monogenic“).24 Þeir geta því verið heterozygotar eða homo- zygotar með tilliti til þessa erfðaeigindis. í Bretlandi hefur verið reiknað út, að þar í landi hafi 1:200 þetta erfðaeigindi. Homo- zygotar eru mjög sjaldgæfir, og flestir þeirra deyja innan við tvítugt úr krans- æðasjúkdómi. Kódesteról þeirra er að jafn- aði 600mg%, og klíniskt eru þeir auð- greindir á miklum fituútfellingum í húð (sjá mynd 7). Þessi sjúklingahópur er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.