Læknablaðið - 01.02.1974, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ
45
Mynd 6.
Xanthomata í handarsinum á sjúkl. með
hækkað kól. (flokkur II).
gleggsta dæmið um tengsl hækkaðs kóle-
steróls og æðakölkunar, en við krufningu
þeirra eru æðaveggirnir undirlagðir af
fituútfellingum. Kólesterólgildi þeirra,
sem eru heterozygotar, er að jafnaði 300-
500mg%, og þeir geta haft mjög breyti-
lega sjúkdómsmynd. Við skoðun sjást
stundum xanthelasmata palpebrarum
(mynd 5), sem þó geta fundizt án þess
að kól. sé hækkað, og sjaldnar xanthomata
í húð, sinum og undir beinhimnum (mynd
6). Því hefur verið haldið fram, að slík
xanthomata í sinum finnist einungis í
fólki með arfbundna hækkun á kól., en
ekki í þeim, sem hafa hækkað kól. af öðr-
um crsökum. Hækkað kól. veldur oft arcus
corneae, en það hefur þó einungis grein-
ingargildi í yngra fólki, þar sem það er
svo algengt án hækkunar á kól. í eldra
fólki. Slack sýndi fram á, að um 50%
heterozygot karlmanna fá kransæðastíflu
innan við fimmtugt og oft á unga aldri,
en kvenfólkið í þessum hópi virðist um 15
árum á eftir körlunum í þessu tilliti.28
Enn er ekki vitað með vissu, hvcrt lif-
ur þessara sjúklinga framleiðir of mikið
kólesteról eða hvort útskilnaður kólester-
óls frá liíur í formi gallsalta sé skertur.
Sjúkl. með arfbundna kólesterólhækkun
svara yfirleitt mun síður mataræðismeð-
ferð en hinir (þ. e. takmörkun á kól. í
fæðu og aukinni inntöku af ómettuðum
fitusýrum, sem nánar verður rætt síðar).
Atromid-S verkar oftast lítið á kól., en
er þó vert að reyna, þar sem ella verður
að grípa til Cholestyramine, sem verkar
vel, en þolist stundum illa. Önnur lyf, sem
notuð eru við þennan flokk, eru D-Thyrox-
ine, Neomycin og nikótínsýra, en nánar
verður vikið að nctkun þeirra síðar.
III. flokkur.
(„Broad beta eða floating beta disease")
Einkennist af hækkun á bæði kól. og
þrígl., og oft er hlutfallið milli þeirra 1:1.
Mynd 7.
Miklar fituútfellingar á linjám sjúklings
með kclesteról um 600 mg% (flokkur II,
homozygot).