Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 90
52
LÆKNABLAÐIÐ
Heimilislæknirinn var kallaður til gam-
als manns, sem bjó hjá giftri dóttur sinni.
„Hvað er að pabba þínum?“ spurði hann.
„Ég veit það ekki, læknir,“ svaraði dótt-
irin. „Hann stynur bara og segist vilja fá
að deyja.“
„Einmitt það,“ sagði læknirinn. „Þá
gerðirðu hárrétt í því að senda eftir mér.“
Læknirinn kom á bílaverkstæðið til að
kvarta yfir viðgerðarreikningnum. Verk-
stæðisformaðurinn fullvissaði hann um að
reikningurinn væri réttur.
„En þetta er hreint okur,“ kvartaði
læknirinn. „Þið eruð farnir að taka meira
á tímann en við læknarnir.“
„Er það nokkuð skrítið?“ svaraði verk-
stæðisformaðurinn rólega. „Þið eruð enn
að gera við sama, gamla módelið. Við verð-
um að læra á nýtt módel næstum mánaðar-
lega.“
A minor operation is one undergone by
somebody else.
Sonur læknisins hafði nýlokið lækna-
námi og hóf að vinna á stofu föður síns.
Nokkru síðar fór gamli maðurinn í frí og
lét soninn sjá um praxisinn. Þegar hann
kom aftur heim, sagði sonurinn honum
hreykinn, að honum hefði tekist að lækna
bakveikan sjúkling, sem gengið hafði til
gamla læknisins í mörg ár.
„Vel gert, sonur,“ sagði faðirinn bros-
andi. „Sérstaklega þar sem það var nú
þessi bakveiki, sem fleytti þér gegnum
læknaskólann."
— • —
Veitingahúsið var heldur sóðalegra að
innan en það var að utan. Lækninum lík-
aði það heldur ekki, að þjónustustúlkan
var stöðugt að klóra sér í nefinu.
„Segið mér, stúlka mín,“ sagði hann
hvasst. „Hafið þér eczem?“
„Nei,“ svaraði hún og saug upp í nefið.
„Aðeins það sem stendur á matseðlinum.“
— • —
Maður kom inn á biðstofuna og settist
á sinn stað í röðinni. Hann var rjóður í
framan, augun flutu, horinn lak og hann
hnerraði ákaflega.
„Fjárans kvef,“ útskýrði hann fyrir
sessunaut sínum milli hnerra.
„Óheppinn ertu,“ sagði hinn af hlut-
tekningu. „Þú hefðir þurft að hafa lungna-
bólgu. Þeir geta þó læknað hana.“
— • —
„Ég hef reynt allt, læknir,“ sagði ör-
væntingarfull, feit kona, en ég get alls
ekki grennt mig. Það er að gera mig vit-
lausa.“
„Svona, svona,“ sagði læknirinn. „Við
skulum taka þessu með ró. Taktu þessar
pillur þrisvar á dag eftir mat.“
„Grennist ég af þeim, læknir?“
„Nei, en þér verður sama þótt þú sért
feit?“
— • —
Resident: „Is this the sympathetic chain,
sir?“
Surgeon: „Why nct pull it and see if the
patient flushes?"
— • —
„There is no doubt about it. You have
acute appendicitis.“
„Thank you, doetor, but I came here to
be examined, not admired.“