Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 10

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 10
2 LÆKNABLAÐiÐ Læknafélag íslands- og Læknafclag- Rcykjavikur LR 62. ÁRG. — JAN.-FEBR. 1976 BARÁTTAN VIÐ BERKLAVEIKINA Læknablaðið er í þetta sinn helgað ítar- legri grein Sigurðar Sigurðssonar fyrrv. berklayfirlæknis og landlæknis um berkla- veiki á íslandi. í grein þessari er fjallað um þann vágest, sem líkast til hefur búið með íslendingum allt frá landnámi, en tók þó sennilega fyrst að láta verulega að sér kveða á síðari hluta 19. aldar. Berklaveikin tekur þá að breiðast æ örar út og berkladauðinn nær hámarki kringum 1925 er veikin varð banamein nær 5. hvers íslendings, sem dó. Ber hinn vax- andi berkladauði á þessu tímabili sennilega vitni þeim miklu breytingum, sem urðu á högum og lifnaðarháttum fólks, sem yfirgaf strjálbýlar sveitir og flutti í þéttbýli sjávar- þorpanna, þar sem það lengi bjó við harla kröpp kjör. En grein dr. Sigurðar er einnig baráttu- og sigursaga. Hinn illi vágestur var brotinn á bak aftur og kné var látið fylgja kviði svo eftirminnilega, að vart finnst sú þjóð nú, sem stendur nær því að útrýma berklaveikinni en íslendingar. Hinn góða árangur baráttunnar gegn berkla- veikinni má eflaust þakka ýmsum þáttum. Batnandi lifnaðarhættir og vaxandi velmegun þjóðarinnar á hér vafalaust stóran hlut að máli. Einnig aukinn skilningur lækna og al- mennings á eðli og útbreiðsluháttum veik- innar. Skipuleg einangrun og meðferð berkla- sjúkra auk eftirlits með þeim, sem til heilsu komust eru einnig mikilvæg atriði. Það þrek- virki, sem unnið var af dugandi fólki með berklayfirlækni í broddi fylkingar með víð- tækri leit um allt land að smitberum og sýktu fólki, verður seint ofmetið. Loks varð svo hin sérhæfða meðferð með sýklalyfjum til að knésetja óvininn endanlega. Hinn stór- kostlegi árangur, sem náðist á fáum áratug- um verður vart skýrður nema allir þessir þættir séu metnir í samhengi, eins og grein- arhöfundur leggur áherzlu á. Sú ákvörðun, að hætta hér við BCG bólu- setningu í stórum stíl, var stór og erfið á sínum tíma. í Ijósi þess árangurs, sem þá þegar og síðan hefur náðst, eru víst fæstir sem efast um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Fyrir bragðið eru berklaprófin nú ómetanlegt hjálpargagn við leit smituppsprettu og sýktra, þegar veikin stingur upp kollinum. Varnaðarorð dr. Sigurðar ættu að verða læknum landsins, ekki sízt þeim yngri, til alvarlegrar íhugunar. Berklaveikin er íslend- ingum tiltölulega lítið vandamál nú. Eigi að síður varar greinarhöfundur eindregið við því, að slakað sé á klónni og of lítið gert úr hættunni. Útrýming berklaveiki úr landinu er takmark, sem stefna ber að- En meðan útbreiðsla hennar í öðrum löndum er slík, sem síðasta línurit greinarinnar sýnir, er nær óhugsandi að ná því takmarki. Hin miklu samskipti okkar við önnur þjóðlönd bjóða þeirri hættu heim, að berklaveikin og raunar ýmsir aðrir smitsjúkdómar stingi hér upp kollinum hvenær sem er. Orustan við berklana geisar enn og við íslendingar höfum verið og eigum að vera liðtækir í þeirri baráttu. Sigursæl reynsla okkar heima fyrir er öðrum þjóðum hvatning og stöðug varðstaða okkar gegn vágestinum ætti að verða öðrum þjóðum fordæmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.