Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 12

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 12
4 LÆKNABLAÐIÐ Pálsson landlæknir, hefur starfsemi sína hér á landi árið 1760. Hvorki hann né fyrstu eftirmenn hans virðast hafa orðið varir við berklaveiki í landinu svo að nokkru nemi. Það má þó heita furðuleg tilviljun, að fyrsta krufning, sem hann framkvæmir árið 1761 og væntanlega er fyrsta krufning, sem er gerð af lærðum lækni í landinu, virðist frekar benda til berklaveiki en lifrarsulls.10 Fyrir kom, að læknar gætu þess í skrif- um sínum um heilbrigðismál að berkla- veiki væri frekar fátíð í landinu,510 17 þó að aðrir nefndu sjúkdóma, er bent gætu til berklaveiki.50 Það er ekki fyrr en um og eftir miðja 19. öld, að sjúkdómsins er get- ið123110 og sérstaklega á síðustu áratug- um þeirrar aldar fara héraðslæknar að nefna hann í ársskýrslum sínum til land- læknis. Fjölgar nú einnig læknishéruðum og læknum jafnt og þétt, og árið 1875 er fjöldi héraða með lögum aukinn svo að þau verða alls 20.127 60 Á tímabilinu frá 1880-90 láta æ fleiri héraðslæknar berkla- sjúklinga getið í skýrslum sínum, þó sjald- an nema örfárra í hvert sinn.05 Þá er það og eftirtektarvert, að eftir 1884 byrja ein- staka læknar að greina frá heilabólgu- sjúklingum. Virðist þetta hvort tveggja ótvírætt benda í þá átt, að berklaveikin sé annað hvort að breiðast út í landinu eða að læknar gefi henni meiri gaum en áður og hafi betri aðstöðu til að greina hana. T. d. kveður J. Jónasen upp úr um það, að einkum hafi „farið að bera til muna á veikinni eftir 1886“.57 Þrátt fyrir þetta getur Schierbek land- læknir þess í skýrslu sinni fyrir árið 1888 (Medicinal Indberetning fra Physicatet pá Island 1888), að vafasamt sé, hvort berkla- veiki sé til á íslandi. Hann kveðst hafa framkvæmt margar hrákarannsóknir án þess að finna berklasýkilinn. Þessi skýrsla er dagsett 31. desember 1889, en fyrst send með bréfi til landshöfðingja, dagsettu 31. janúar 1890. Þar bætir hann við á milli lína á viðeigandi stað í skýrslunni: „Jeg fandt Tuberkelbacillen den 16. januar 1890. Tidligere har den ikke været pávist pá Island“.89 f næstu ársskýrslu sinni getur hann einnig þessa viðburðar.25 Árið 1888 hefja læknar, fyrir áeggjan landlæknis, reglulega skráningu bráðra farsótta. Þó að berklaveiki sé eðlilega ekki talin þar með, fjölgar umgetnum eða skráð- um berklatilfellum ört á þessum og næstu árum, einkum eftir 1890. Þannig verður héraðslæknir einn í um 4000 manna lækn- ishéraði á Norðurlandi á tæpum tveimur árum (1892-1894) var við 18 sjúklinga með lungnaberkla og 5 með útvortis berkla. Og á tæpu einu ári (júlí 1894-maí 1895) finnur sami læknir í Reykjavík, sem þá hafði um 4500 íbúa, eigi færri en 16 sjúkl- inga með lungnaberkla og 4 með útvortis berkla. Hann telur ástæðurnar vera aukn- ar samgöngur við útlönd og langdvalir ís- lendinga erlendis, ennfremur útbreiddan og þungan mislingafaraldur 1882 og tvo inflúensufaraldra árin 1890 og 1894, sem tóku nálega hvert heimili á landinu. Þá telur hann lélegan aðbúnað almennings og mjög slæm húsakynni eina meginástæðuna. Hvetur hann til þess, að reynt verði að reisa skorður við útbreiðslu sjúkdómsins þegar í stað.1718 Árið 1897 komu út fyrstu heilbrigðis- skýrslur, sem gefnar voru út í landinu og ná þær til ársins 1896. Hafa slíkar skýrsl- ur stöðugt komið út síðan, þó að oft hafi orðið nokkur bið á útkomu þeirra. Þótt þær hafi verið ófullkomnar, einkum á fyrstu árunum, gefa þær samt langtum betri hugmynd um heilbrigðisástand þjóð- arinnar en áður hafði fengist. Markar út- gáfan að því leyti tímamót í sjúkdómasögu þjóðarinnar. Þar sem þó fá eða engin fyrirmæli voru til um það, hvaða sjúkl- inga héraðslæknar skyldu skrá í skýrslun- um eða hvernig, er auðsætt, að mikillar ónákvæmni hlýtur að gæta um skrásetn- inguna yfirleitt (t. d. um skráningu sjúkl- inga, sem fóru milli héraða og endur- skráningu sjúklinganna). Þó má telja full- víst, að sjúklingar með farsóttir og aðra smitandi sjúkdóma hafi yfirleitt verið skráðir með þeirri nákvæmni, sem unnt var að afla. Sjúkrahús voru einnig fá og aðstaðá öll til að aðgreina sjúkdóma mjög örðug. Er hér var komið hafði læknum í land- inu fjölgað mjög, og héraðslæknar voru um aldamótin (1899) komnir upp í 42,129 og flest héruð fengust setin. Skýrslur þeirra urðu þá jafnframt nákvæmnari síð- asta tug nítjándu aldarinnar en áður, þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.