Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 62

Læknablaðið - 01.02.1976, Page 62
38 LÆKNABLAÐiÐ leitaði upplýsinga hjá, sig hafa orðið vara við berklaveiki í nautgripum, en aðeins í örfáum gripum og mjög góðkynja.81 48 Ályktar nefndin út frá svörum þessara dýralækna, að „sama sem engin“ berkla- veiki sé í nautgripum í landinu, nema þá einna helsit á Norðurlandi".®8 Næsta ár, eða árið 1920, segir hinn norð- lenski dýralæknir í ritgerð um rannsóknir sínar, að 18% af nautgripum, sem berkla- prófaðir voru, hafi reynst ,,sýktir“, en 4% við kjötskoðun. Hann tekur þá fram eftir- farandi: ,,Ég hefi sem sé ekki skoðað nógu marga nautgripi, til þess að hægt sé að kveða upp neinn óyggjandi dóm um það, hve margir nautgripir séu sýktir á öllu landinu“, og síðar: „en menn mega ekki falla í stafi fyrir hinni háu hundraðstölu, sem út kemur við tuberkulínrannsóknirn- ar, þar eð allur hávaði nautgripanna hefur aðeins berkla á mjög lágu stigi — nokkra hnúta í einstaka sogkirtli“.82 í smáriti, er þessi dýralæknir ritaði um alidýrasjúkdóma nokkrum árum áður lét. hann þess getið, að hann hefði aldrei séð júgurberkla hér á landi.83 í ársbyrjun árið 1946 fór berklayfir- læknir bréflega fram á það við dýralækna landsins s.vo og Rannsóknarstofu háskól- ans við Barónsstíg að gefa upplýsingar um tíðni berklasmitunar nautgripa hér á landi svo sem þeim væri hún kunn. Frá forstöðumanni Rannsóknarstofunnar bár- ust þær upplýsingar, „að snemma á árinu 1933 hefði frá dýralækni borist innyfli úr hænu frá Hafnarfirði, sem reyndust berkla- sýkt og við ræktun fannst typ. avianus“ Ennfremur ,,að fram til 1. jan. 1946 hefðu verið ræktaðir 827 stofnar af berklasýkl- um. Enginn þeirra hefði verið typus bovinus. Árið 1938 voru valdir úr 20 dysgoniskir stofnar, sem helst þóttu geta komið til mála að stæðu nærri typus bovinus. Þeim var dælt í kanínur, en hög- uðu sér allir eins og typ. humanus. Hér hefur því aldrei fundist typ. bovinus svo vitað sé“.71 Guðmundur Gíslason læknir, sem um áratuga skeið vann að sauðfjárveikivörn- um, svarar svo: ,, . . . Fuglaberklar (avian tuberculosis) er sú eina berklategund, sem ég veit um að staðfest hafi verið í hús- dýrum hér á landi með fullri vissu. Haust- ið 1940 voru sendar hingað suður 12 kind- ur af Melrakkasléttu til rannsóknar. Stór hluti af sauðfénu á nokkrum bæjum þar nyrðra hafði sýnt jákvæða útkomu við húðprófanir með Johnini, sem er efni not- að við húðpróf gert vegna garnaveiki í sauðfé, án þess að vart hefði orðið við nokkra garnaveikissýkingu í fénu. Þessar 12 kindur höfðu sýnt greinilegasta og mesta útkomu við prófin. Þeim var eðlilega slátrað og þrátt fyrir nákvæmar líffæra- athuganir á öllum kindunum fundust engin einkenni um garnaveiki í neinni þeirra. Enda hefur ekki komið fram garnaveiki enn á neinum þessara bæja, svo að vitað sé. í öllum kindunum fundust hins vegar sams konar afmarkaðar skemmdir í hengis- eitlum, matbaunar- til rúsínu-stórir hnútar meira og minna nekrotiskir og sums staðar líkt og mjólk. Úr einum tókst að rækta fuglaberkla“. Guðmundur heldur áfram og segir: „Virðast húðprófanir á sauðfé með avían- tuberculini gefa líkan árangur og með Johnini í leitinni að garnaveiki . . . “ Hann telur, að frá 1942-45 hafi um 14 þús. fjár verið prófað með avian tuberculini, en „grunur um berklasmitun ekki komið fram nema í örfáum tilfellum11.12 37 Telur hann iíklegt, að þar hafi verið um smitun af typus avianus að ræða. Þá getur dýralæknir á Austfjörðum þess, að hann hafi á árunum 1934-35 rannsakað í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, þar sem hann starfaði þá, um 800 kýr með berkla- prófi og fundið 3 jákvæðar. Aldrei orðið var kliniskra einkenna hjá nautgripum og aldrei séð júgurberkla.4 Þannig hefur typus avianus fundist í sýktri hænu og einnig valdið smitun í sauð- fé hér á landi, enda ekki óeðlilegt, þar sem hænsni voru oft alin í fjárhúsum og fjósum. Er því tilgátan um avian-smitun meðal nautgripa sennileg, þó að ekki hafi hún fengist staðfest hér með ræktun eða dýratilraunum ennþá, þó að þekkt sé hún erlendis.7 Má því telja líklegt, að naut- griparannsóknir hins norðlenska læknis, sem fyrr getur, hafi verið réttar, en naut- gripirnir allir verið smitaðir af hænsnum (typus avianus), eða jafnvel mannaberkl- um (typ. human).87 87 Berklaveiki í hænsn- um hefur síðar fundist bæði á Suðurlandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.