Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
75
forðast ber að ofhlaða greinar með mynd-
um. Ljósmyndir skulu vera skýrar og
verða að þola nauðsynlega smækkun. Línu-
rit og teikningar verða að vera skýrar og
snyrtilegar og teiknaðar með tússi á hálf-
gegnsæjan pappír. Höfundur verður að
yfirvega, hvort línurit eða töflur skýri
mál hans betur. Myndir skulu tölusettar
í þeirri röð, sem þær eru ræddar í grein-
inni. Ekki skal líma myndirnar á blað, en
á bak þeirra skal límdur miði með mynd-
númeri og nafni höfundar. Ekki má skrifa
á bak myndanna sjálfra. Hverri mynd skal
fylgja stuttur skýringatexti. Myndatexta
skal skrifa sér á blað. í handrit skal
merkja á spássíu, hvar staðsetja á myndir.
Myndum, sem ekki eru runnar frá höfundi
sjálfum, skal fylgja skýring á uppruna
þeirra.
Heimildir skal skrifa á sérstakt blað.
Leitast skal við að tilfæra aðeins heimild-
ir, sem máli skipta. í texta er vísað til
heimilda með tölustöfum. Dæmi: „Því er
haldið fram1 5 7 að“ o. s. frv., eða „Johnson
og Smith0 telja, að“ o. s. frv. í greinarlok
fylgi listi með yfirskriftinni: Heimildir.
Heimildum er þar raðað í stafrófsröð höf-
unda með áframhaldandi tölusetningu.
Skulu nú færð nokkur dæmi um mis-
munandi uppruna heimilda.
a) Tímarit.
Alexander, B. & Goldstein, R. Dual
hemostatic defect in pseudohemophilia.
J. Clin. Invest. 32:551. 1963.
eða:
Jensson, Ó. & Wallett, L. H. Von Wille-
brand’s disease in an Icelandic family.
Acta Med. Scand. 187:229. 1970.
Heiti tímarita eru stytt samkvæmt
World Medical Periodicals, útgefið af
World Medical Association, 10 Columbus
Circle, New York, N.Y. 10019, U.S.A.
b) Bók.
Goodman, L. S. & Gilman, A. The
pharmacological basis of therapeutics,
699. [Macmillan]. New York 1970.
c) Ritgerðasöfn, skrifuð af mörgum höf-
undum. Lowenstein, J. M. Citrate and
the conversation of carbohydrate into
fat, í Metabolic roles of citrate (ed.
T. W. Goodwin), 61-86. [Academic
Press]. London 1968.
Ritstjórn áskilur sér rétt til að gera á
greinum þær málfarslegar breytingar, sem
prófarkalesari blaðsins ráðleggur. Höfundi
er að jafnaði send 2. próförk til yfirferðar.
Óæskilegt er, að gerðar séu efnislegar
breytingar á próförk nema í fullu samráði
við ritstjórn.
Höfundar semja sjálfir við prentsmiðj-
una um sérprentanir.