Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ
83
félagsins að hafa forgöngu um betri tjáskipti
milli læknastéttarinnar og almennings, þannig
að skipuð verði nefnd, þar sem kvartanir og
önnur vandamál, sem kunna að skapast, verði
meðhöndluð.11
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.-6. sept. 1975 ályktar, að
hið fyrsta verði komið á skipulagðri framhalds-
menntun lækna á Islandi. I því skyni verði bú-
in aðstaða fyrir kennslu og vísindastörf við sem
flestar heilbrigðisstofnanir og námsstöður
stofnaðar við sjúkrahús, heilsugæzlustöðvar og
aðrar heilbrigðisstofnanir, sem metnar verða
hæfar til að taka að sér slíka kennslu. Telur
fundurinn, að sérstaka áherzlu beri að leggja
á, að kennslu í heimilislækningum verði komið
á án tafar. Tii að tryggja framgöngu þessa
máls felur fundurinn stjórninni að hefja hið
fyrsta viðræður um málið við læknadeild Há-
skóla Islands, menntamálaráðuneytið og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytið."
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík 4.—6. sept. 1975 beinir því til heil-
brigðismálaráðs Reykjavíkurborgar, að gerð
verði könnun á heilsufari og högum Reykvík-
inga 67 ára og eldri. Slík könnun er nauðsyn-
legur grundvöllur uppbyggingar stofnana og
þjónustu í þágu aldraðra. Auk þess gæti slík
könnun orðið upphaf að skipulagðri heilsuvernd
aldraðra."
All mörgum tillögum frá svæðafélögum var
vísað til stjórnar félagsins.
LœknataliÖ og bardtta gegn reykingum
Bjarni Bjarnason kvaddi sér hljóðs. Ræddi
hann Læknatalið og hversu dregizt hefði að
gefa það út, þar sem 6 ár hefðu liðið frá því
bókin var tilbúin, þar til hún var gefin út.
Hefði hann heyrt hjá mörgum, að nýtt „supple-
rnent" þyrfti að gefa út. Hefði mál þetta m.a.
verið rætt af höfundum læknatalsins, þeim
Vilmundi Jónssyni og Lárusi Blöndal.
Þá óskaði Bjarni eftir stuðningi aðalfundar
við „Samstarfsnefnd til baráttu gegn reyking-
um“. Bar hann fram tillögu um þetta efni
(sbr. fylgiskj. 38) svohljóðandi:
„Vegna hins mikla og geigvænlega vanda,
sem stafar af sígarettureykingum, beinir aðal-
fundur Læknafélags Islands, haldinn 4.—6.
sept. 1975, þeim tilmælum:
— til félagsmanna sinna, að reykja helzt ekki
utan einkaverustaða sinna,
— til þeirra, sem stjórna sjúkrahúsum og öðr-
um stofnunum, þar sem læknisfræðileg störf
eru unnin, að gera sitt til að starfsfólkið
reyki ekki í vinnutíma sínum og að reyk-
ingar séu ekki leyfðar á spítalagöngum eða í
öðrum vistaverum spítalanna, nema sem
sérstaklega eru ætlaðar til reykinga,
—■ til kennara, að reykja hvorki meðan kennsla
fer fram í skólunum né á umráðasvæði
þeirra,
— til foreldra, að gaumgæfa vel ábyrgð sína
gagnvart börnunum og vernda þau fyrir
reykingahættunni með fordæmi sinu: að
reykja ekki,
— til stjórnar Sjónvarpsins, að hlutast til um,
að Þeir, sem koma þar fram, reyki ekki, sé
þess nokkur kostur að komast hjá að
reykja."
Örn Bjarnason vildi sleppa úr síðustu máls-
grein tillögunnar: „sé nokkur kostur að kom-
ast hjá að reykja“.
Snorri P. Snorrason lagði til, að stjórninni
yrði fengin tillagan til endurskoðunar m.t t
orðalags
Var tillagan afgreidd með þeim hætti.
Úr ýmsum áttum
Snorri^ P. Snorrason kvaddi sér hljóðs og
sagði frá_ því, að L.I. ætti rétt á að tilnefna
fulltrúa í Nordisk Federation for Medisinsk
Undervisning. Lagði hann til, að formaður
væntanlegrar stjórnar yrði fulltrúi L.I. þar.
Tómas Árni Jónasson taldi ekki rétt, að sami
maðurinn væri ávallt kjörinn til að sitja á
fundum norrænu nefndarinnar, þar sem mjög
mismunandi málefni væru þar til umræðu.
Snorri P. Snorrason samþykkti þetta sjónar-
mið Tómasar Árna.
Snorri kvaddi sér hljóðs og minnti á, að einn
starfandi læknir væri ekki meðlimur í L.I. og
hefði ekki greitt árgjald til félagsins frá árinu
1970. Beindi hann því til fulltrúa Læknafélags
Akureyrar, hvort þessi aðili væri félagi i því
félagi.
Brynjólfur Ingvarsson taldi sig ekki muna
eftir því, að ónefndur aðili væri í viðkomandi
svæðafélagi.
Snorri P. Snorrason óskaði eftir því, að bók-
uð yrði megn óánægja sín og fráfarandi stjórn-
ar með háttarlag viðkomandi læknis.
Örn Bjarnason lagði áherzlu á, að allir héldu
lög félagsins.
Allmiklar umræður urðu um mál þetta, þar
sem m.a. korn fram, að fundurinn gæti ekki
tekið afstöðu til þess, þar sem viðkomandi aðili
hefði ekki verið látinn vita af því fyrirfram,
að fundurinn fjallaði um mál hans.
Fundarritari kvaddi sér hljóðs og óskaði
eftir því, að 18. gr. laga L.I. yrði lesin upp, en
skv. þeirri grein hefði átt að bera það undir
þennan aðalfund, hvaða aðgerðir ætti að við-
hafa í sambandi við viðkomandi lækni.
Var máli þessu visað til meðferðar næstu
stjórnar.
Umræður urðu um það, hvort taka ætti fyrir
athugasemd Guðmundar Oddssonar um þátt-
töku L.I. i B.H.M.
Snorri P. Snorrason taldi heppilegast að
beina þessu máli til næstu formannaráðstefnu.
Guðmundur Jóhannesson vildi ekki, að neitt
yrði gert, sem kæmi sér illa fyrir B.H.M., því
að þeir hefðu úrslitaáhrif um samningamál
Læknafélags Islands. Taldi hann þó ekki eðli-
legt, að meðlimir L.I. greiddu fullt framlag til
B.H.M., þar sem samtökin bæru ekki sama
kostnað vegna L.I. félaga, er semdu fyrir sig
sjálfir
Fundarstjóri taldi ekki óeðlilegt að skipa
nefnd til að kanna málið og vildi vísa því til
næstu stjórnar.