Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 20
62
LÆKNABLAÐIÐ
hjúkrun þyrfti að endurskipuleggja jafn-
hliða uppbyggingu væntanlegra heilsu-
gæzlustöðva. Heimahjúkrun getur ekki
rneð góðu móti starfað ein og sér, hún
verður að vera í nánum tengslum við aðra
heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu. Sigríð-
ur sagði, að nauðsynlegt væri að koma á
fót hjúkrunardeildum fyrir fárveik gamal-
menni og langlegusjúklinga, en ekki virð-
ist hylla undir lausn þessa vandamáls —
það versta er að allir vísa frá sér þegar
vandamálið ber á góma. Sigríður taldi
eðlilegast að heimahjúkrun, sem rekin er
af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og heim-
ilishjálp, sem rekin er af Félagsmálastofn-
uninni, yrði sameinuð undir einni yfir-
stjórn og um leið þyrfti að auka og bæta
báða þætti hennar.
Sigríður sagði orðrétt:
„Æskilegt væri að koma sem fyrst á
vaktaþjónustu í heimahjúkruninni a. m. k.
kvöldvakt. Veita þyrfti sjúklingum í heima-
húsum sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fót-
snyrtingu.
Athuga þarf hvernig bezt verður hagað
útvegun og útlánum á hjúkrunargögnum
og hjálpartækjum. Sú þjónusta er nú á
vegum Rauða kross íslands og Sjálfsbjarg-
ar.
Samstarf þarf að bæta milli allra þátta
heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu.
í Hafnarfirði er verið að byggja upp
heimahjúkrun og heimilishjálp á sam-
vinnugrundvelli, sem virðist vera til fyrir-
myndar, og væri æskilegt að hafa það
fyrirkomulag til hliðsjónar við endurskipu-
lagningu heimahjúkrunarinnar hér í
Reykjavík.“
„MUNDI MINNKA RÚMDÝRKUN“
Ólafur Mixa, læknir, kom víða við í
erindi sínu. Hann sagði m. a., að hug-
myndir um bætta aðstöðu og breytt skipu-
lag almennrar læknisþjónustu í Reykja-
vík væru alls ekki nýjar af nálinni, og
hefðu í höfuðatriðum notið yfirlýsts stuðn-
ings læknasamtakanna. Þó hefði gengið
illa að vinna hugmyndum þessum stuðning
á borði — „hafa ýmsir einkum séð í þeim
útvíkkun kotbúskapar núverandi heimilis
læknakerfis."
Ólafur drap á nokkur grundvallaratriði
heilsugæzlu, sem hann taidi að ætti að
taka mið af við starfrækslu heilsugæzlu-
stöðvanna. Hann lagði áherzlu á, að í
heilsugæzlustöðvunum yrði stunduð heilsu-
gæzla á sem víðtækustu sviði og með nánu
samstarfi við íbúa á viðkomandi svæði,
„svo að íbúarnir geti átt sem hægast með
að sjá í stöðinni vettvang fyrir öll sín
vandkvæði, smá og stór . . . “
Þá ræddi Ólafur um þjónustutíma stöðv-
anna og hvernig ætti t. d. að sinna sjúkling-
um að næturlagi. Lokaorð Ólafs voru þessi:
„Hér hafa aðeins verið viðraðir lauslegir
þankar um heilsugæzlu utan sjúkrahúsa.
Aðalatriðið í minum augum er, að þessi
grein heilbrigðisþjónustu, sem annast 85%
heilsukvilla við núverandi skoðanir varð-
andi heilbrigði og raunar mun meira, þeg-
ar hugsað er um ný viðhorf um víðtækustu
heilsugæzlu, fái að þróast í nútímahorf
með hópstarfi margra aðilja. Slíkt mundi
minnka álag á sjúkrahúsum, leiða til hag-
ræðingar og samræmingar, gera þessum
þætti heilbrigðisumsjár jafn hátt undir
höfði og öðrum, gefa tækifæri til að sinna
fræðilegum grundvelli fagsins með til-
hlýðilegri rannsóknaaðstöðu. Það mundi
minnka rúmdýrkun, en auka áherzlu á
viðhald heilbrigðis.“
GÖNGUDEILDIR OG HEILSUGÆZLU-
STÖÐVAR
Ólafur Örn Arnarson, læknir, ræddi um
göngudeildir og verkefni þeirra. Hann
sagði m. a. að göngudeildir við sjúkrahús-
in í Reykjavík ættu ekki að vera opnar
móttökur heldur taka aðeins við sjúkling-
um eftir tilvísun frá lækni, t. d. heimilis-
lækni eða sérfræðingi, því að reynslan
með öðrum þjóðum hefur víða orðið sú,
að starfsemin hefur farið úr öllum bönd-
um, hún hefur orðið ópersónulegri, þjón-
ustan lélegri og afköstin minni og dýrari,
þar sem göngudeildarstarfsemi hafa engar
skorður verið settar. Lokaðar göngudeildir
og hálfopnar eru þegar reknar hér við
sjúkrahúsin, og er nauðsynlegt að halda
þeirri starfsemi áfram, en í nánum tengsl-
um við heimilislækna og heilsugæzlustöðv-
ar. Ólafur Örn benti á, að sums staðar
hefði orðið fráhvarf frá mikilli göngu-
deildarstarfsemi, og hölluðust menn frekar
að því að efla læknisþjónustuna utan
sjúkrahúsa með stofnun heilsugæzlustöðva