Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
61
holti III með íbúafjölda um 12.000 manns.
Að lokum þetta: Skipulag heimilislækn-
inga í Reykjavík hefur nú um nokkurt ára-
bil þarfnazt verulegra breytinga. Mark-
setning sérhverrar viðleitni til breytinga á
þessu skipulagi felur í sér tvöfalt mark-
mið: að læknum, sem við heimilislækning-
ar starfa, verði veitt sú fullnægja í starfi,
sem þeir sækjast eftir, og að þjónustan við
fólkið verði sem mest og bezt innan veggja
þeirra stofnana, sem með tímanum munu
rísa í hinum ýmsu hverfum borgarinnar."
HLUTVERK
HEILSUVERNDARHJÚKRUNARKONU
Pálína Sigurjónsdóttir, hjúkrunarkona,
ræddi um menntun og starfssvið heilsu-
verndarhjúkrunarkonu á heilsugæzlustöð.
Hún sagði að heilsuverndarhjúkrunarkona
ætti almennt talað að vera fær um að
leiðbeina og kenna almenningi hvernig bezt
megi koma í veg fyrir sjúkdóma og auka
líkamlega, andlega og félagslega vellíðan
almennings.
Hér eru nokkur dæmi er Pálína nefndi
um starfsvettvang heilsuverndarhjúkrun-
arkonu:
„f mæðravernd væri aðallega um að
ræða leiðbeiningarstarf í sambandi við
hollustuhætti og heilbrigt líferni og upp-
lýsingar um þá þjónustu, sem stendur
verðandi mæðrum til boða.
Ungbarna- og smábarnavernd. Heilsu-
verndarhjúkrunarkona fylgist með líkam-
legum og andlegum þroska barna og fé-
lagslegri aðbúð, er fjölskyldunni til leið-
beiningar og stuðnings í sambandi við
meðferð og uppeldi. Hefur eftirlit með
að börn komi reglulega til skoðunar í
heilsugæzlustöðina og fái ónæmisaðgerðir
eftir settum reglum.
Heilsugæzlu í skólum á heilsuverndar-
hjúkrunarkona að annast. Hafa jafnt og
vakandi eftirlit með heilsu, þroska og
félagslegri aðbúð nemenda (jafnt í skól-
um sem á heimilum). Sjá um að þær
læknisskoðanir, eftirlit og ónæmisaðgerð-
ir, sem boðaðar eru af heilbrigðisyfirvöld-
um, fari fram og annast það ýmist sjálf
eða í samvinnu við skólalækni.
Berklavarnir á heilsuverndarhjúkrunar-
kona að annast, eftir þeim reglum, sem
gilda hverju sinni, m. a. framkvæmir hún
berklapróf og berklabólusetningar.
Heimahjúkrun og hjúkrun aldraðra. Hún
skipuleggur eftirlit og hjúkrun aldraðra í
heimahúsum og sér um að fyrirmælum
lækna sé framfylgt.“
ÞJÓNUSTAN ÞARF AÐ VERA SEM
FJÖLBREYTTUST
Sævar Guðbergsson, félagsráðgjafi, gerði
í fyrstu grein fyrir sögu félagsráðgjafar,
starfssviði og markmiðum. Hann taldi eðli-
legt að félagsráðgjafi á heilsugæzlustöð
væri jafnframt starfsmaður félagsmála-
stofnunar eða félagsmálaráðs. Sæivar sagði
í lok erindis síns: ,,Það hlýtur að vera
æskilegt fyrir þá einstaklinga, eða aðra þá,
er þurfa að leita til heilsugæzlustöðvar, að
geta fengið þar eins fjölbreytta þjónustu
og frekast er hægt að veita. Það er vert að
hafa í huga, að heilbrigði samanstendur af
þrem meginþáttum, þ. e. líkamlegum, and-
legum, geðrænum eða tilfinningalegum og
félagslegum þætti. Þjóðfélagið hlýtur því
að bera ábyrgð á að stuðla að því, að allir
þessir þættir fái notið þeirrar verndar og
umönnunar, sem þörf er, til þess að þeir
geti þróazt eðlilega og á heilbrigðan hátt.
Þar af leiðandi tel ég eðlilegt, að heilsu-
gæzlustöð sé fær um að veita alhliða þjón-
ustu á öllum þessum sviðum og eins breið-
um grundvelli og mögulegt er. Með því
að sameina, eða a. m. k. að mynda mjög
náið samstarf beint og milliliðalaust á milli
þessara þátta, tel ég að bezt verði mætt
þörfum einstaklingsins, en jafnframt gætt
hagsmuna þjóðfélagsins á þann hátt, að
þeir starfskraftar, sem þarna eru til staðar.
muni nýtast til muna betur, heldur en ef
þarna væri um að ræða tvær aðskildar
stofnanir, eins og er í dag. Reynslan hefur
sýnt hér, þann tíma sem Félagsmálastofn
un Reykjavíkurborgar hefur starfað, að
henni er brýn nauðsyn á að hafa miklu
nánara samstarf við aðrar stofnanir, sem
sinna heilbrigðismálum, heldur en verið
hefur til þessa.“
„ALLIR VÍSA FRÁ SÉR“
Sigríður Jakobsdóttir, heilsuverndar-
hjúkrunarkona, ræddi um heimahjúkrun
og heimilisþjónustu í Reykjavík, sem á
sér alllanga sögu. Sigríður sagði, að heima-