Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 44
76 LÆKNABLAÐIÐ 62. ÁRG. — MARZ-APRÍL 1976 HEIMILISLÆKNINGAR. RÁÐSTEFNA UM HEILBRIGÐISMÁL Allir eru sammála um hinar stórstígu framfarir heilbrigðisþjónustunnar á þessari öld, þar sem tiltæk þekking fyrir heilbrigðis- þjónustu er talin tvöfaldast á 10 til 15 ára bili. Þetta á að vísu aðeins við um síðustu hálfa öldina, en sé farið eina til tvær aldir aftur í tímann og litið á hraða þessarar þróunar, kemur í Ijós, að sanngjarnt hefði verið að telja að læknisfræðileg þekking hafi tvöfaldazt á hálfrar aldrar fresti eða jafnvel enn lengri tíma. Pað sem einkennt hefur þessa öru þróun eru tengsl hennar við sjúkrahús og aðrar stofnanir. Par hafa orðið stórfelldar breytingar á sviði sjúk- dómsgreininga og lækninga, og einnig á skipulagi, starfsháttum og samstarfi heil brigðisstétta. Hinar fjölmörgu nýju heil- brigðisstéttir hafa haslað sér völl innan veggja þessara stofnana. Grunnheilbrigðisþjónustan, sem einnig er nefnd heimilislækningar, hefur að sjálfsögðu tekið margháttuðum tæknilegum framförum, en skipulag hennar hefur víða lítið breytzt. Petta þjónustusvið hefur ekki orðið starfs- vettvangur fyrir nýjar heilbrigðisstéttir til jafns við það sem gerzt hefur innan sjúkra- húsa. Læknar hafa horfið frá þessari þjón- ustu til annarra starfa, þannig að lækna- skortur í grunnheilbrigðisþjónustu hefur víða orðið vandamál, jafnvel í löndum þar sem talið er að um offjölgun lækna sé að ræða og á þetta að nokkru leyti við hér á landi, og þá fremur í Reykjavík en annars staðar. Allmikið hefur verið rætt um heimilis- læknaskort í Reykjavík. Læknasamtökin hafa látið þetta aðkallandi mál til sín taka. Kom- ið hefur fyrir að einn eða jafnvel enginn læknir hefur verið á heimilislæknaskrá Sjúkrasamlags Reykjavíkur og æði margir Reykvíkingar hafa ekki átt þess kost að velja sér lækni. Talið er að þess hafi þekkzt dæmi, að fólk sem flutt hefur til höfuð- borgarinnar úr afskekktum héruðum hafi haft við orð að hverfa aftur til heimabyggðar vegna erfiðleika og öryggisleysis heilbrigðis- þjónustunnar í Reykjavík. Ef slíkar sögur eru sannar, má ætla, að þær geti hjálpað nokkuð til að halda jafnvægi í byggð lands- ins, en varla verður um það deilt, að slíkar jafnvægisráðstafanir eru óheppilegar og ekki þess virði að þeim sé beitt. Á síðastliðnu ári efndi Læknafélag Reykjavíkur í samvinnu við Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur til ráð- stefnu um ýmsa veigamikla þætti heilbrigðis- þjónustu utan spítala og um tengsl hennar við ýmsar stofnanir og samstarf heilbrigðis- stétta í væntanlegum heilsugæzlustöðvum. Læknafélag íslands hefur oft áður fjallað um svipuð vandamál á fundum og ráðstefn- um og einnig hafa opinberar nefndir tekið mál þessi til gaumgæfilegrar athugunar. í stórum dráttum hafa grundvallarniður- stöður verið þær, að það kerfi, sem við búum við varðandi grunnheilbrigðisþjónustu, sé úrelt. Par vantar starfsaðstöðu fyrir ýms- ar veigamiklar heilbrigðisstéttir. Ungir lækn- ar laðast ekki að þessari grein heilbrigðis- þjónustunnar í þeim mæli, sem nauðsynlegt er. Einmenningspraksis með númerakerfi er fyrirkomulag, sem þróaðist á kreppuárunum. Það hentaði eflaust vel í þjóðfélagi fátæktar og skorts. En ekki er þess að vænta, að slíkt fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu eigi heima í nútímaþjóðfélagi neyzlu og nægta. Mikilvægt er að á þeim tíma, sem liðinn er frá því þetta kerfi mótaðist, hefur læknis- fræðileg þekking margfaldazt, og raunar er Ijóst, að hinni nýju þekkingu verður ekki komið til skila með eðlilegum hætti gegnum þetta gamla kerfi, þrátt fyrir ágæt störf og óþrjótandi elju þeirra fáu lækna, sem enn hafa oftrú á úreltu kerfi, sem einu sinni var gott. í blaði þessu er að finna úrdrátt úr ýmsu því sem fram kom á ráðstefnunni um heil- brigðismál á síðastliðnu ári. Hér er ekki um að ræða tæmandi uppgjör þeirra hugmynda og ábendinga, er fram komu, jafnvel ekki að sumra mati þau veigamestu, og er því rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.