Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 56
84
LÆKNABLAÐIÐ
Kosningar
Kjörnir voru í fulltrúaráð BHM: Brynleifur
Steingrímsson, Magnús Karl Pétursson og Lúð-
vík Ólafsson.
I kjararáð voru endurkjörnir:
Heimir Bjarnason, Hellu formaður, (tiln. af
stjórn L.I.), Gunnar Guðmundsson, Reykjavík,
(kosinn á aðalfundi), Konráð Sigurðsson, Laug-
arási, (kosinn á aðalfundi).
Varamenn kjörnir á aðalfundi:
Sigmundur Magnússon, Reykjavík, Friðrik
Sveinsson, Reykjalundi.
Auk þess sitja í kjararáði formenn samn-
inganefnda L.I. og L.R.
Endurskoðendur rekninga L.I. voru kosnir
Kjartan Ólafsson og Sigurður Sigurðsson
Stjórnarkjör
Formaður, Snorri P. Snorrason, stakk upp á
Tómasi Árna Jónassyni sem næsta formanni
L.I.
Fundarstjóri lýsti eftir frekari uppástungum,
en fleiri komu ekki fram og var því Tómas
Árni Jónasson kjörinn formaður L.I. til 2ja ára
með lófaklappi
Snorri P. Snorrason tók til máls og skýrði
frá þvi, að borizt hefði bréf frá Skúla G.
Johnsen, ritara félagsins, til stjórnar þar sem
hann óskaði eftir að vera leystur frá störfum
ritara vegna anna. Stakk hann upp á því, að í
hans stað yrði kjörinn til 1 árs sem ritari L.I.
Lúðvík Ólafsson.
Fundarstjóri óskaði eftir frekari tilnefning-
um, en engin tilnefning kom fram og var Lúð-
vik kjörinn ritari til 1 árs með samhljóða at-
kvæðum.
Fundarstjóri stakk upp á, að gjaldkeri, Guð-
mundur Sigurðsson, yrði endurkjörinn. Ekki
komu fram fleiri uppástungur og var hann því
sjálfkjörinn.
Heimir Bjarnason tók til máls og óskaði eftir
að fá að víkja úr sæti í varastjórn L.I.
Fundarstjóri stakk upp á Halldóri Arin-
bjarnar, Árna Ingólfssyni og Hreggviði Her-
mannssyni. Ekki komu fram fleiri uppástungur
og voru þeir því sjálfkjörnir.
Stjórn L.I er því þannig skipuð: Tómas Á.
Jónasson, formaður, Guðmundur Jóhannesson,
varaformaður, Lúðvík Ólafsson, ritari, Guð-
mundur Sigurðsson, gjaldkeri, Isleifur Hall-
dórsson, meðstjórnandi.
Varastjórn: Halldór Arinbjarnar, Ámi Ing-
ólfsson, Hreggviður Hermannsson.
Fundarstjóri þakkaði fráfarandi stjórn fyrir
störf sín og sérstaklega formanni, sem stýrt
hefði félaginu gegnum mörg stormasöm tíma-
bil á 4 ára formannsferli.
Nýkjörinn formaður, Tómas Á. Jónasson, tók
til máls og þakkaði það traust, sem honum
hefði verið sýnt. Þá þakkaði hann fráfarandi
formanni fyrir hans störf í þágu félagsins.
Fráfarandi formaður, Snorri P. Snorrason,
þakkaði góð orð í sinn garð og árnaði nýjum
formanni og ritara allra heilla í starfi.
Þá þakkaði hann meðstjórnendum sínum
samstarfið á undanförnum árum.
Fundarstjóri, Brynleifur Steingrímsson,
þakkaði fulltrúum fundarsetu og óskaði þeim
góðrar heimferðar og sleit aðalfundi L.I. 1975.