Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ
81
Frá Læknafélagi Norðvesturlands: Friðrik
J. Friðriksson.
Frá Læknafélagi Akureyrar: Erlendur Kon-
ráðsson og Brynjólfur Ingvarsson.
Auk áðurnefndra fulltrúa sátu fundinn Páll
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og Bjarni Bjarna-
son.
Fundarstjóri gaf formanni L.Í., Snorra P.
Snorrasyni, orðið. Rakti formaður helztu atriði
skýrslu stjórnarinnar, er dreift hafði verið
meðal fundarmanna og send út til allra félags-
manna.
Laganýmœli og lög í undirbúningi
Páll Sigurðsson ræddi í fyrstu um helztu ný-
mæli í löggjöf á sviði heilbrigðismála og ýmis
konar löggjöf, er í undirbúningi væri. Minnt-
ist hann m.a. á frumvarp um fóstureyðingar,
en þar hafði að verulegu leyti verið tekið tillit
til skoðana L.I. við endanlega afgreiðslu þess
frumvarps. Þá höfðu á síðasta þingi verið sett
lög um félagsráðgjöf, sem m.a. kvað á um
starfsréttindi félagsráðgjafa, en félagsráðgjaf-
ar höfðu ieitað til annarra ráðuneyta fyrst um
flutning slíks frumvarps og hefði það komið í
hlut heilbrigðisráðuneytisins að hafa forgöngu
um þessa lagasetningu. Einnig minntist hann á
nýmæli í hjúkrunarlöggjöf, svo sem um breyt-
ingu á starfsheiti hjúkrunarkvenna, þar sem
gert er ráð fyrir, að heiti þeirra verði hjúkr-
unarfræðingar. Þá minntist ráðuneytisstjóri á
frumvarp um lyfjaframleiðslu. Það var ekki
afgreitt á síðasta þingi, en ráðuneytisstjóri
taldi, að það yrði flutt á næsta þingi.
Um framkvæmdir á sviði heilbrigðismála
upplýsti ráðuneytisstjóri, að ekki hefðu verið
kostir fyrir ráðuneytið til þess að fylgja eftir
áskorun aðalfundar L.í. á Hallormsstað um
auknar fjárveitingar til framkvæmda á sviði
heilbrigðismála. Sagði hann, að það hefði verið
stefna ráðherra við undirbúning fjárlaga árs-
ins 1975 að ljúka stærri verkefnum, en fjár-
veitinganefnd Alþingis hefði að verulegu leyti
breytt þeirri fyrirætlan og tekið inn fjárveit-
ingar til mun fleiri verkefna en ráðuneytið
hefði gert ráð fyrir.
Endanlega hefði í fjárlögum verið gert ráð
fyrir rúmum milljarði til framkvæmda á sviði
Reilbrigðismála, en sú upphæð hefði síðar á ár-
inu verið skorin niður um 117 milljónir króna.
Þá gerði ráðuneytisstjóri að umtalsefni, að
heilbrigðisráðuneytið missti að verulegu leyti
umsjón með framkvæmdum á sviði heilbrigðis-
mála, sem hafnar væru, þar sem framkvæmda-
deild Innkaupastofnunar ríkisins hefði Þær með
höndum. Sagði ráðuneytisstjóri, að ráðuneytið
fengi ekki í hendur þá mánaðarlegu skýrslu
um gang framkvæmda, sem framkvæmdadeild-
in ætti að skila til ráðuneytisins reglum sam-
kvæmt. Taldi hann, að núverandi skipulag á
ákvarðanatöku og umsjón með framkvæmdum
ríkisins skv. lögum um skipan opinberra fram-
kvæmda væri að ýmsu ieyti gallað og hefði
reynzt mjög svifaseint.
Þá sagði ráðuneytisstjóri frá þeirri ákvörðun
núverandi heilbrigðisráðherra að fela Guðjóni
Hansen, tryggingafræðingi, að gera heildar-
endurskoðun á tryggingalöggjöfinni og mundi
skýrsla hans vera væntanleg í septembermán-
uði.
Þá ræddi ráðuneytisstjóri um gæzluvistar-
sjóð og fjáröflun hans, svo og sjóð til stofnana
vangefinna, er báðir hefðu ákveðna tekju-
stofna. Þá skýrði hann frá stofnun sjúkraliða-
skóla á vegum ráðuneytisins, er mundi skipu-
leggja bóklegt nám sjúkraliða, svo og verklegt
nám þeirra, er færi fram á spítölunum.
Að síðustu gat ráðuneytisstjóri þess, að um
þessar mundir ætti heilbrigðisráðuneytið 5 ára
afmæli og minntist þess, að læknasamtökin
hefðu átt stóra þátt í, að því ráðuneyti var
komið á fót. Taldi hann sig ekki geta dæmt
um, hversu til hefði tekizt með stofnun ráðu-
neytisins né hvað liði framgangi heilbrigðis-
mála eftir stofnun þess og taldi aðra verða að
dæma þar um. Sagði ráðuneytisstjóri, að ráðu-
neytinu hefði vaxið mjög fiskur um hrygg, en
ennþá væri þó tilfinnanlegur skortur á sér-
menntuðu starfsliði.
Góöur ImgnaÖur af rekstri félagslieimilis
Niðurstöðutölur efnahagsreiknings voru kr.
13.468.069 og niðurstöðutölur rekstrarreiknings
voru kr. 3.944.374. Hagnaður af rekstri félags-
heimilis var kr. 2.807.707.
Bjarni ræddi ýmis málefni viðvíkjandi Dom-
us Medica og upplýsti, að nú væru skuldir
sjálfseignarfélagsins að mestu greiddar og
taldi, að eðlilegt væri, að gerðar yrðu fyrir-
ætlanir um frekari framkvæmdir, svo sem
byggingu þakhýsis fyrir lækna, þar sem kom-
ið yrði fyrir almennum samkomustað lækna til
að auka á kynni og almenn samskipti. Þá gat
Bjarni þess, að enn skorti ákvörðun skipulags-
yfirvalda borgarinnar um lóðamörk kringum
Domus Medica og m.a. af þeirri ástæðu hefði
ekki verið hægt að ganga frá bifreiðastæðum
og lóðinni að öðru leyti.
Að lokum minntist Bjarni sérstaklega þess
góða stuðnings, er Magnús Jónsson, banka-
stjóri, þáverandi fjármálaráðherra, hefði veitt
Domus Medica og lagði til, að fundurinn sendi
honum sérstakar þakkir.
Ýmsar tillögur
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 vill ítreka
áskorun sína til ríkisstjórnar og borgaryfir-
valda, að hafnar verði þegar framkvæmdir við
byggingu sjúkradeildar fyrir langlegusjúklinga
við sjúkrahúsin í Reykjavík."
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 skorar á
heilbrigðisyfirvöld að hefja hið bráðasta rekst-
ur svonefndra heilsugæzlustöðva á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og bæta þannig heilsu-
gæzlu og Iæknisþjónustu við íbúa þessa svæð-
is.‘‘
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn i
Reykjavik dagana 4.—6. sept. 1975 felur stjórn
L.I. að taka til rækilegrar endurskoðunar út-