Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
59
MENN í FLESTUM ATRIÐUM
SAMMÁLA
Matthías Bjarnason, ráðherra, ræddi í
ávarpi í upphafi ráðstefnunnar almennt
um markmið heilbrigðisþjónustu og fyrir-
komulag hennar. „Af umræðum síðustu
ára um þessi mál hefur orðið ljóst,“ sagði
ráðherra, „að menn eru í flestum atriðum
sammála um hvaða leiðir skuli fara og að
hverju beri að stefna. Verkefni næstu ára
verður því ekki að deila um leiðir, heldur
sameinast um það að koma málum fram . . .
Ég vona, að þessi ráðstefna verði árang-
ursrík og að menn komi af henni sam-
mála og fullir bjartsýni um það, að við
séum á réttri leið í sambandi við upp-
byggingu heilbrigðisþjónustunnar, og að
jafnvel verði bent á nýjar leiðir til þess
að markmiðunum verði náð hraðar en þeir
sem bjartastar hafa vonirnar geta eygt í
dag. Við í Heilbrigðisráðuneytinu óskum
þess að sem allra mest og bezt samvinna
sé við læknastéttina og hina ýmsu starfs-
hópa heilbrigðismálanna almennt. Með
samvinnu og skilningi milli allra þessara
aðila náum við betri árangri að því marki
sem við keppum — að bæta og gera full-
komnari heilbrigðisþjónustuna í öllum
byggðarlögum lands okkar.“
VANDAMÁLIN SVIPUÐ í KANADA
Gestur ráðstefnunnar, dr. Donald J. Rice,
framkvæmdastjóri Félags heimilislækna í
Kanada, flutti tvö erindi á ráðstefnunni er
báru yfirskriftina „Primary care and the
family physician“ og „Community health
centers“.
í fyrra erindinu fjallaði höfundur um
stöðu og framtíðarhorfur heimilislækninga
í Kanada, en vandamálin virðast í aðal-
atriðum þau sömu og hér. Á allra síðustu
árum hefur aukizt mjög áhugi almennings
og stjórnvalda á eflingu heimilislækninga.
og að gera þær virkari með betri tengingu
við aðrar heilbrigðisstéttir. Almenningur
hefur kvartað undan hinni oft á tíðum
ópersónulegu sérfræðiþjónustu, og yfirvöld
vilja halda heilsugæzlukostnaði sem mest
í skefjum. Þarafleiðandi hafa þau áhuga
á sem beztri nýtingu lækna og hjúkrunai-
liðs. Höfundur segir í lok erindisins:
,, . . . these are exciting ana challenging
days for family physicians. Following a
course that many described as headed for
certain extinction, the family doctor is
once again coming into his own. Trained
by design, rather than by default, and
constantly sensitive to the changing needs
of the community for his services, I have
great confidence that by working more
closely with other health professionals in
a coordinated health care system — his
contribution to an improved system will
remain unchallenged."
f síðara erindinu segir höfundur, að
hann hafi tekið þátt í mörgum fundum og
ráðstefnum um heilsugæzlustöðvar. Hann
bendir á, að margir læknar telji heilsu-
gæzlustöðvar ekkert nýtt fyrirbrigði, þar
sem læknar hafa víða náið samstarf. Það
er aftur á móti hjúkrunarfólk, sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar og aðrir sem starfa
að heilbrigðismálum, sem hafa öllu meiri
áhuga á heilsugæzlustöðvum, m. a. vegna
þess að með tilkomu þeirra séu aðrar heil-
brigðisstéttir nær læknunum stöðulega. Þá
er greinilegt að stjórnmálamenn hallast
fremur að því að veita fé til heilsugæzlu-
stöðva en til einkaaðila á sviði heilsu-
gæzlu. Höfundur rekur síðan rök með og
á móti heUsugæzlustöðvum. Það kemur
skýrt fram að hann er hlynntur breytingum
á núverandi kerfi í heimalandi sínu. Hann
telur eftirfarandi þrjár meginástæður fyr-
ir stuðningi sínum við heilsugæzlustöðvar:
1. To control or reduce the rapidly es-
calating costs for health services, by
overcoming much of the fragmentation
and duplication of services that exists
within the present system.
2. To reduce the in-hospital portion of
total health care services, in belief
that by so doing costs would be con-
trolled.
3. To provide more ready access by a
larger number of people to complete
health services — not only those ser-
vices that are medically oriented, but
those that have major social and
economic overtones.
NÍU HEILSUGÆZLUUMDÆMI
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, ræddi
um heilsugæzluumdæmi Reykjavíkur og
svæðaskiptingu borgarinnar. Hann benti á,
að með lögum um heilbrigðisþjónustu frá