Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 46
78 LÆKNABLAÐIÐ AÐALFUNDIR LÆKNAFÉLAGS ÍSUNDS 1974 OG 1975 Aðalfundur Læknafélags íslands 1974 var haldinn dagana 30. og 31. ágúst að sumarhótel- inu á Hallormsstað. Eftirtaldir fulltrúar sátu fund: Læknaféiag Reykjavikur: Guðmundur Jó- hannesson, Guðmundur Oddsson, Grímur Jóns- son, Örn Bjarnason, Jóhannes Bergsveinsson, Skúli G. Johnsen, Snorri P. Snorrason. Læknafélag Vesturlands: Aðalsteinn Péturs- son. Læknafélag Vestfjarða: tJlfur Gunnarsson. Læknafélag Norðvesturlands: Friðrik J. Friðriksson. Læknafélag Akureyrar: Ólafur Oddsson og Erlendur Konráðsson. Læknafélag Norðausturlands: Gísli G. Auð- unsson. Læknafélag Austurlands: Þorsteinn Sigurðs- son. Læknafélag Suðurlands: Brynleifur Stein- grímsson. Varafulltrúar voru frá Læknafélagi Austur- lands: Guðmundur Sigurðsson og frá Lækna- félagi Suðurlands: Heimir Bjarnason. Fundarstjóri bar upp álit kjörbréfanefndar og var það samþykkt samhijóða. Auk þess sátu fundinn ráðuneytisstjóri heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Páll Sig- urðsson og landlæknir, Ólafur Ólafsson, sem kom til fundar á síðari fundardegi, en þeir voru sérstakir gestir félagsins á fundinum. Einnig sátu fundinn Friðrik Karlsson, fram- kvæmdastjóri Domus Medica, sem fulltrúi hús- stjórnar D.M. og Páll Þórðarson, framkvæmda- stjóri læknafélaganna. Frá Félagi læknanema var enginn fulltrúi, en síðari fundardag mætti til fundar frá Félagi ungra lækna Ásgeir Theo- dórsson. Skýrsla stjórnar Næsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar og gaf fundarstjóri formanni, Snorra Páli Snorra- syni, orðið. Formaður hóf mál sitt með því að minnast þeirra lækna, er látizt höfðu frá siðasta aðal- fundi, en þeir voru: Bjarni GuSmundsson, f. 1898, Kjartan Ólafs- son, f. 1919, Einar Helgason, f. 1925, Einar Th. Guömundsson, f. 1913, Kristinn Björnsson, f. 1886, Lita Sigurðsson, f. 1907, Öli P. Hjaltested, f. 1909 og Eggert Einarsson, f. 189íh Síðan fór formaður yfir höfuðatriði úr árs- skýrslu stjórnar, sem lá fyrir fundinum. 1 sambandi við nýbyggingu læknafélaganna við Domus Medica óskaði formaður, að menn færðu Friðriki Karlssyni, framkvæmdastjóra, þakkir fyrir starf sitt við þá framkvæmd og var það gert með lófaklappi. I sambandi við samninga fyrir fastráðna yfir- lækna tók formaður fram, að samninganefndin hefði gert mun betri samning heldur en Kjara- dómur hefði hlutað lausráðnum læknum. Undir lok skýrslu sinnar gerði formaður grein fyrir ástandi heilbrigðismála almennt, sérstaklega varðandi heilbrigðisþjónustuna i Reykjavík. Næst fiutti Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, erindi og gerði grein fyrir störfum heilbrigðis- ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóri rakti fjölmörg önnur mál í sambandi við verkefni ráðuneytisins og gerði ítarlega grein fyrir mörgum þeirra. Að lokinni ræðu Páis Sigurðssonar óskaði fundarstjóri eftir því, að skýrsla formanns yrði rædd undir liðnum önnur mál. Reikningar félagsins Þessu næst var tekinn fyrir 4. liður dagskrár: Reikningar félagsins og Læknablaðsins, sem lágu fyrir fundinum. Gjaldkeri skýrði reikn- ingana. Næstur tók til máls framkvæmdastjóri L.l. Páll Þórðarson og gaf nánari upplýsingar um ýmsa liði reikningana. Ailmiklar umræður urðu um lélegan fjárhag Læknablaðsins. Reikningarnir voru síðan bornir undir at- kvæði og samþykktir athugasemdalaust. Fundarstjóri gaf nú Friðriki Karlssyni, full- trúa stjórnar Domus Medica, orðið og flutti hann skýrslu Domus Medica. Sagði Friðrik frá hinum miklu endurbótum á húsnæði Domus, sem nú er að mestu lokið og greindi frá fjár- hagsstöðu Domus, sem er með miklum ágætum. I lok skýrslu sinnar stakk framkvæmdastjór- inn upp á, að Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkrasamlag Reykjavíkur lánuðu læknafélög- unum fé til nýbyggingar á þaki háhýsi Domus til að bæta þjónustu lækna við sjúklinga. Því næst gaf fundarstjóri Grími Jónssyni orðið og skýrði Grímur reikninga Styrktar- sjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna. Skýrði Grímur frá því, að nýlega hefði bor- izt minningargjöf að fjárhæð kr. 100.000 frá Sverri Magnússyni lyfsala í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.