Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ vegna rennslis í gegnum ductus frá aorta yfir i arteria pulmonalis. Þegar þrýstings- mismunurinn eykst frekar, en það skeður oft ekki fyrr en barnið er orðið nokkurra ára gamalt, þá verður stöðugt rennsli í gegnum ductus, bæði í systolu og í diastolu og óslitið óhljóð heyrist — vélarhljóð. Þetta óhljóð er hægt að rita niður á papp- ír með hljóðritunarvél eða phonocardio- graf og er stuðningur að því við greiningu. Hjartarafrit er oftast eðlilegt eða sýnir stækkun á vinstra afturhólfi hjartans. Röntgenmynd af brjósti sýnir oft mjög áberandi pulmonalboga og stækkun á vinstra aftur- og forhólfi hjartans og stund- um er aukin æðateikning í lungum. Með hjartaþræðingu og þá um leið súrefnis- mælingum og jafnvel æðamyndatöku er auðvelt að greina ductus. Oftast er ductus greindur kliniskt við hlustun. Hið auð- þekkta vélarhljóð heyrist bezt við vinstri sternalrönd í 2.-3. rifjabili. Það heyrist einnig frá sternalröndinni út undir axilla eða niður undir apex. Tíðni meðfæddra hjartagalla er talin vera um 6/1000 liíandi fædd börn og þar af eru 10.5-17% opinn ductus eingöngu, en dálítið mismunandi eftir því um hvaða uppgjör er að ræða. Það er ekki ennþá vitað hver tíðni þessa galla er hér á landi. Þessi galli er helm- ingi tíðari hjá stúlkum en drengjum. Galen lýsir fyrstur ductus arteriosus, en hann var fæddur árið 131 A.D.4 Síðan lýstu ýmsir þessum gangi bæði hjá fóstr- um og eldri einstaklingum. Harvey (1628) sýndi fram á þýðingu þessa gangs í blóð- rás fóstursins. í byrjun þessarar aldar voru fyrst uppi ráðagerðir um. að loka þessum gangi, en það var samt ekki íyrr en árið 1937, að Strider, amerískur lækn- ir, reyndi að loka ganginum, en það tókst ekki og sjúklingurinn dó. Þann 26.8. 1938 tókst svo R. E. Gross, bandarískum lajkni, að loka ductus arteriosus á 7 ára gamalli stúlku. Tókst aðgerðin ágætlega og má segja, að það hafi verið upphafið að nú- tíma. hjarta- og æðaskurðlækningum, en þeirri grein handlæknisfræðinnar hefur fleygt fram hin síðari ár. Aðgerðir vegna opins ductus arteriosus hafa verið framkvæmdar í Landspítalan- um frá því árið 1962. Fyrsta aðgerðin var gerð þann 29. janúar það ár. Var það 6 ára gömul stúlka, sem hafði dæmigerð ein- kenni um opinn ductus arteriosus. Heilsað- ist henni ágætlega eftir aðgerð. TAFLA 1 Fjöldi og kyn op.sj. á ári. Stúlkur Drengir 1962 2 1963 1964 3 1 1965 1 1 1966 1 1 1967 1 1 1968 1 1969 2 1970 3 1 1971 2 1 1972 2 TAFLA 2 Einkenni fyrir aðgerð hjá 24 sjúklingum. Aldur við aðgerð Einkenni fyrir aðgerð: 0-4 5-9 10-14 >15 Öndunarfærasýkingar 5 2 Hjartabilun 6 2 Engin einkenni 3 8 1 2 Finnst við skoðun: Vélarhljóð 10 11 1 2 Önnur óhljóð Óeðlileg Ekg. 8 7 1 1 Óeðlilegt Rtg. 9 10 1 2 Óeðlileg Pkg. 5 4 1 1 Undanfarin 11 ár hafa verið gerðar að- gerðir á 24 sjúklingum vegna þessa ágalla, sbr. töflu I. Stúlkur voru í meiri hluta eða 18, sbr. töflu III. Sjúklingar voru á aldrinum frá 11 mánaða til 24 ára við aðgerð. Meirihluti eða 14 hafði ekki fund- ið til neins sjúkleika, var einkennalaus, sbr. töflu II. Höfðu flestir verið sendir til athugunar vegna hjartaóhljóða, er heyrzt höfðu við almenna skoðun, oft skólaskoð'- un. Átta höfðu einkenni um byrjandi hjartabilun og 7 í tveimur yngstu flokk- unum voru færð til læknis vegna síendur- tekinna sýkinga í öndunarfærum. Við hjartahlustun heyrðist dæmigert vélar- hljóð hjá þeim öllum. Röntgenmyndir aí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.