Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 8

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 8
54 LÆKNABLAÐIÐ vegna rennslis í gegnum ductus frá aorta yfir i arteria pulmonalis. Þegar þrýstings- mismunurinn eykst frekar, en það skeður oft ekki fyrr en barnið er orðið nokkurra ára gamalt, þá verður stöðugt rennsli í gegnum ductus, bæði í systolu og í diastolu og óslitið óhljóð heyrist — vélarhljóð. Þetta óhljóð er hægt að rita niður á papp- ír með hljóðritunarvél eða phonocardio- graf og er stuðningur að því við greiningu. Hjartarafrit er oftast eðlilegt eða sýnir stækkun á vinstra afturhólfi hjartans. Röntgenmynd af brjósti sýnir oft mjög áberandi pulmonalboga og stækkun á vinstra aftur- og forhólfi hjartans og stund- um er aukin æðateikning í lungum. Með hjartaþræðingu og þá um leið súrefnis- mælingum og jafnvel æðamyndatöku er auðvelt að greina ductus. Oftast er ductus greindur kliniskt við hlustun. Hið auð- þekkta vélarhljóð heyrist bezt við vinstri sternalrönd í 2.-3. rifjabili. Það heyrist einnig frá sternalröndinni út undir axilla eða niður undir apex. Tíðni meðfæddra hjartagalla er talin vera um 6/1000 liíandi fædd börn og þar af eru 10.5-17% opinn ductus eingöngu, en dálítið mismunandi eftir því um hvaða uppgjör er að ræða. Það er ekki ennþá vitað hver tíðni þessa galla er hér á landi. Þessi galli er helm- ingi tíðari hjá stúlkum en drengjum. Galen lýsir fyrstur ductus arteriosus, en hann var fæddur árið 131 A.D.4 Síðan lýstu ýmsir þessum gangi bæði hjá fóstr- um og eldri einstaklingum. Harvey (1628) sýndi fram á þýðingu þessa gangs í blóð- rás fóstursins. í byrjun þessarar aldar voru fyrst uppi ráðagerðir um. að loka þessum gangi, en það var samt ekki íyrr en árið 1937, að Strider, amerískur lækn- ir, reyndi að loka ganginum, en það tókst ekki og sjúklingurinn dó. Þann 26.8. 1938 tókst svo R. E. Gross, bandarískum lajkni, að loka ductus arteriosus á 7 ára gamalli stúlku. Tókst aðgerðin ágætlega og má segja, að það hafi verið upphafið að nú- tíma. hjarta- og æðaskurðlækningum, en þeirri grein handlæknisfræðinnar hefur fleygt fram hin síðari ár. Aðgerðir vegna opins ductus arteriosus hafa verið framkvæmdar í Landspítalan- um frá því árið 1962. Fyrsta aðgerðin var gerð þann 29. janúar það ár. Var það 6 ára gömul stúlka, sem hafði dæmigerð ein- kenni um opinn ductus arteriosus. Heilsað- ist henni ágætlega eftir aðgerð. TAFLA 1 Fjöldi og kyn op.sj. á ári. Stúlkur Drengir 1962 2 1963 1964 3 1 1965 1 1 1966 1 1 1967 1 1 1968 1 1969 2 1970 3 1 1971 2 1 1972 2 TAFLA 2 Einkenni fyrir aðgerð hjá 24 sjúklingum. Aldur við aðgerð Einkenni fyrir aðgerð: 0-4 5-9 10-14 >15 Öndunarfærasýkingar 5 2 Hjartabilun 6 2 Engin einkenni 3 8 1 2 Finnst við skoðun: Vélarhljóð 10 11 1 2 Önnur óhljóð Óeðlileg Ekg. 8 7 1 1 Óeðlilegt Rtg. 9 10 1 2 Óeðlileg Pkg. 5 4 1 1 Undanfarin 11 ár hafa verið gerðar að- gerðir á 24 sjúklingum vegna þessa ágalla, sbr. töflu I. Stúlkur voru í meiri hluta eða 18, sbr. töflu III. Sjúklingar voru á aldrinum frá 11 mánaða til 24 ára við aðgerð. Meirihluti eða 14 hafði ekki fund- ið til neins sjúkleika, var einkennalaus, sbr. töflu II. Höfðu flestir verið sendir til athugunar vegna hjartaóhljóða, er heyrzt höfðu við almenna skoðun, oft skólaskoð'- un. Átta höfðu einkenni um byrjandi hjartabilun og 7 í tveimur yngstu flokk- unum voru færð til læknis vegna síendur- tekinna sýkinga í öndunarfærum. Við hjartahlustun heyrðist dæmigert vélar- hljóð hjá þeim öllum. Röntgenmyndir aí

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.