Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 38
74 LÆKNABLAÐiÐ ur eru sérmenntaðir læknar á þessu sviði einnig nauðsynlegur starfskraftur í heii- brigðisþjónustunni. Samvinna sérfræðinga um læknisfræðileg vandamál aldraðra er ekki síður nauðsynleg heldur en á öðrum sviðum. Hlutverk læknadeildar er að veita lækn- um þekkingu á þessu sviði, en það er ekki eingöngu skylda háskólans heldur þjóðfélagsins, að sjá til þess að læknar geti þekkingarlega og þjóðfélagslega innt þessa þörfu þjónustu vel af hendi. Aðalkostnaðurinn er stofnun kennara- stóls við læknadeild. Sá kostnaður skilar sér fljótt í bættri heilbrigðisþjónustu aldr- aðra, minnkuðum sjúkrahúskostnaði lang- legusjúklinga, betri nýtingu sjúkrarúma, minnkaðri þörf á byggingu nýrra lang- legudeilda við sjúkrahús. Þetta eru veiga- miklir sparnaðarþættir í heilbrigðisþjón- ustunni auk þess sem bætt þjónusta er menningar- og mannúðaratriði. Hlutverk þessa kennarastóls í öldrunar- sjúkdómafræðum verður einnig að annast kennslu hjúkrunarfræðinema í öldrunar- sjúkdómum, sömuleiðis væntanlega sjúkra- þjálfa og jafnvel fleiri heilbrigðisstétta þegar tímar líða. Þá yrði það einnig hlut- verk prófessors í þessari grein að annast rannsóknir á félagslegu sviði ellivanda- málsins, einkum faraldursfræðilegar og fé- lagslegar rannsóknir. Líklegt er að slíkar rannsóknir gætu gefið mikilsverðar upp- lýsingar fyrir stjórnendur heilbrigðisþjón- ustunnar. Er því eðlilegt að kennarar í þessari grein yrðu ráðgefendur heilbrigðis- stofnana, þar sem unnið er að heilbrigðis- og félagslegri þjónustu aldraðra. Leihbeiningar fyrir greinaböfunda Fræðilegar greinar í Læknablaðið skulu sendar ritstjórn Læknablaðsins, Domus Medica, Reykjavík. Læknablaðið birtir vísindalegar greinar um öll svið læknisfræðinnar, hvort sem þær eru byggðar á eigin athugunum og rannsóknum eða samantekt á annarra reynslu, bæði yfirlits- og fræðslugreinar. Þá eru og birtar styttri athugasemdir og lesendabréf. Greinar skulu uppbyggðar á skýran hátt. Tilgangur greinarinnar skal skýrt tekinn fram í inngangi. Athugunum og rannsóknum höfundar skal haldið sér í kafla. Oft hæfir að ræða síðan niðurstöður höfundar og bera saman við fyrri þekk- ingu um sama efni. Að lokum skulu niður- stöður dregnar og bornar saman við fyrri þekkingu um sama efni. Öllum greinum byggðum á eigin reynslu höfundar skal fylgja efniságrip (summary) á ensku. Handrit skulu vera vélrituð, helzt í tveimur eintökum, með breiðri (ca. 5 cm.) spássíu og tvöföldu línubili. Handritið skal vera snyrtilegt og hreint; leiðréttingar skulu vera greinilegar. Þá hluta handrits, sem prenta á með smáletri (petit) (sjúk- dómslýsingar, aðgerðir o. fl.) á að skrifa með sama línubili, en merkja greinilega á spássíu. Greinartitill skal vera stuttur, en skýr, og lýsa viðfangsefni greinarinnar. Stund- um er betra að hafa undir.titil. Inniheldur aðaltitill þá eitt eða fleiri lykilorð, sem nauðsynleg eru til réttrar færslu greinar- innar í spjaldskrá. Undir titil greinarinnar setur svo höfundur nafn sitt og ef til vill nafn stofnunar þeirrar, þar sem að grein- inni hefur verið unnið. Töflur spara oft langt mál í texta og ætti ekki að nauðsynjalausu að endurtaka í texta þær upplýsingar, sem í töflum standa. Töflur skulu hafðar eins einfaldar og skýrar og unnt er. Hver tafla skal skrifuð sér á blað, og þær skulu tölusettar í þeirri röð, sem um þær er rætt í texta. Töflur mega hafa titil, og þeim skal fylgja stuttur skýringatexti, svo að skilja megi þær án þess að lesa greinartexta. í hand- riti skal merkja á spássíu, hvar staðsetja á hverja töflu. Myndir skal velja með kostgæfni, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.