Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 50
82 LÆKNABLAÐIl) gáfu og rekstur Læknablaðsins, sérstaklega m.t.t. eftirfarandi: 1. Að endurskoða kostnaðarlið útgáfunnar og reyna að finna út ódýrari útgáfumáta. 2. Hvort hagkvæmt væri að ráða launaðan starfsmann að blaðinu. 3. Að athuga möguleika á samvinnu við önnur blöð heilbrigðisstétta. 4. Að koma blaðinu á skrá hjá Index Medicus. 5. Að semja reglugerð um meðferð og birtingu aðsends efnis.“ Tillögunni fylgdi og greinargerð. „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 beinir þeirri áskorun til Háskóla íslands og heilbrigðis- stjórnar, að ekki verði innritaðir fleiri stúd- entar í læknadeild en skv. könnun reynist mögulegt að veita viðeigandi menntun á þeim stofnunum, sem til eru í landinu." Tillögunni var visað til menntamálanefndar. „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 vekur at- hygli á hinu óhóflega vinnuálagi, sem mikill hluti íslenzku læknastéttatinnar verður enn að búa við. Hinn óeðlilega langi vinnudagur hlýtur að draga úr möguleikunum til nauðsynlegrar endur- og viðhaldsmenntunar og leiða með tím- anum til lakari læknisþjónustu. Vill aðalfundur Læknafélags Islands 1975 þess vegna beina þeim tilmælum til samninga- og kjaranefndar iæknasamtakanna, að í næstu kjarasamning- um verði meiri áherzla en verið hefur lögð á styttingu vinnutímans." „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Reykjavik dagana 4.—6. sept. 1975 felur stjórn félagsins að beita sér fyrir þvi, að gerð verði könnum á gæðum læknisþjónustunnar, bæði i þéttbýli og dreifbýli. Hefði þessi könnun það meginmarkmið að rannsaka, að hvaða leyti læknisþjónustunni væri ábótavant og hvar væri mest úrbóta þörf.“ „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn i Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 leggur til, að heilbrigðisstjórn í samráði við læknasam- tökin semji staðal fyrir nauðsynlega starfsað- stöðu til læknastarfsemi utan og innan sjúkra- húsa og verði staðallinn endurskoðaður reglu- lega.“ Tillögunni var vísað til menntamálanefndar. „Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn i Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 leggur til, að settar verði i samráði við heilbrigðisráðu- neytið ákveðnar starfsreglur fyrir stöðunefnd. Verði reglur þessar grundvöllur hæfnismats og röðunar nefndarinnar." Hve viargir lceknar? I yfirgripsmiklu erindi sem Örn Bjarnason flutti sýndi hann með töflum þróun læknalið- unar á íslandi undanfarna áratugi. hlutfalls- töiu útskrifaðra miðað við innritrða. svo og töflu um væntanlegan fjöida læknakandidata á árunum 1976—1980. Kom m.a. fram, að á árinu 1974 hefðu ve?áð starfandi á Islandi 1 læknir á hverja 614 íbúa. Gerði Örn grein fyrir mismunandi möguleik- um á fjölda útskrifaðra kandidata á næstu ár- um, en miðað við reynslu fyrri ára útskrifuð- ust 40—44% af innritaða fjöldanum. Miðað við þetta gæti fjöldi útskrifaðra á tímabilinu 1976 —80 orðið 235—255. Hæfilegt væri að áætla, að 271 mundi út- skrifast á árunum 1975—80. Þá hafði Örn kannað, hversu margir sérfræðingar hefðu komið til starfa á árunum 1969—74, og reynd- ust þeir vera 79. Taldi ræðumaður, að á árinu 1981 yrði fjöldi lækna búsettra á íslandi 798. Fundarstjóri áleit, að ekki væri vá fyrir dyr- um, þrátt fyrir þær upplýsingar, sem fram komu í yfirliti Arnar Bjarnasonar. Gaf hann orðið laust og fyrstur kvaddi sér hljóðs Guðmundur Oddsson. Var hann sama sinnis og fundarstjóri, að enn væri verulegur skortur á læknum i heimilislækningar, en taldi þó, að vegna þrýstings, sem stafaði af fjölda útskrifaðra lækna yrði hætta á að sú þróun ætti sér stað, að læknar hæfu strax störf til frambúðar án frekari starfsþjálfunar og gæti það þýtt lakari þjónustu. Guðmundur Oddsson taldi, að hlutfall það (40%) um innritaða í læknadeild á móti út- skrifuðum, sem fram hefði komið í framsögu Arnar Bjarnasonar, væri varla einhlítt og gæti það breytzt mjög. Fundarstjóri sagði, að spár um félagsmálefni væru sialdan einhlítar, þar sem svo margir ó- vissir faktorar kæmu til greina. Jón Aðalsteinsson taldi, að læknaþörf hlyti að bygg.iast að verulegu leyti á athugun á morbiditeti. Páll Sigurðsson sagði frá þvi. að sDár um iæknafjölda hefðu víðast hvar mistekizt. en ný tilraun Svía á þessu sviði næði ekki einungis til spár um læknafiölda næstu 20 árin. heldur einnig sná um nauðsvnlegan fjölda sérfræðinga í hverri erein. Sagði hann frá spá. er gerð hefði verið á vegum heilbrigðisráðunevtisins af Kiartani Jóhannssyni, en þar var niðurstaðan sú. að við hefðum þegar nægilegan læknafjölda og 24—30 kandidatar á ári væru næeilegur fiöldi til að halda i horfinu. Ráðunevtið hefði siðan gert aðra athueun m.t.t. laga nr. 56 frá 1974. en sú skýrsia hefur ekki verið birt. ..Aðalfundur Lænafélags Islands haldinn í Revkiavík dagana 4.—6 sent. 1975 beinir beirri áskorun til Háskóla Islands og heilbrigðis- stiórnar, að ekki verði innritaðir fleiri stúd- entar í læknadeiid en skv. könnun reynist möguleiki að veita viðeigandi menntun á þeim stofnunum, sem til eru i landinu." „Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Revkiavík dagana 4.—6. seDt. 1975 beinir þeirri áskorun til Albingis og rikisstjórnar. að hraðað verði iiDpbyggingu heilsugæzlustöðva og að há- ma.rksh^ggingartími þeirra fari ekki fram úr tveim tii brem árum. Jafnframt verði gerð for- gangsröðun á þessum framkvæmdum.“ „Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 felur stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.