Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 50
82
LÆKNABLAÐIl)
gáfu og rekstur Læknablaðsins, sérstaklega
m.t.t. eftirfarandi:
1. Að endurskoða kostnaðarlið útgáfunnar og
reyna að finna út ódýrari útgáfumáta.
2. Hvort hagkvæmt væri að ráða launaðan
starfsmann að blaðinu.
3. Að athuga möguleika á samvinnu við önnur
blöð heilbrigðisstétta.
4. Að koma blaðinu á skrá hjá Index Medicus.
5. Að semja reglugerð um meðferð og birtingu
aðsends efnis.“
Tillögunni fylgdi og greinargerð.
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 beinir þeirri
áskorun til Háskóla íslands og heilbrigðis-
stjórnar, að ekki verði innritaðir fleiri stúd-
entar í læknadeild en skv. könnun reynist
mögulegt að veita viðeigandi menntun á þeim
stofnunum, sem til eru í landinu."
Tillögunni var visað til menntamálanefndar.
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 vekur at-
hygli á hinu óhóflega vinnuálagi, sem mikill
hluti íslenzku læknastéttatinnar verður enn að
búa við. Hinn óeðlilega langi vinnudagur hlýtur
að draga úr möguleikunum til nauðsynlegrar
endur- og viðhaldsmenntunar og leiða með tím-
anum til lakari læknisþjónustu. Vill aðalfundur
Læknafélags Islands 1975 þess vegna beina
þeim tilmælum til samninga- og kjaranefndar
iæknasamtakanna, að í næstu kjarasamning-
um verði meiri áherzla en verið hefur lögð á
styttingu vinnutímans."
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavik dagana 4.—6. sept. 1975 felur stjórn
félagsins að beita sér fyrir þvi, að gerð verði
könnum á gæðum læknisþjónustunnar, bæði i
þéttbýli og dreifbýli. Hefði þessi könnun það
meginmarkmið að rannsaka, að hvaða leyti
læknisþjónustunni væri ábótavant og hvar væri
mest úrbóta þörf.“
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn i
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 leggur til,
að heilbrigðisstjórn í samráði við læknasam-
tökin semji staðal fyrir nauðsynlega starfsað-
stöðu til læknastarfsemi utan og innan sjúkra-
húsa og verði staðallinn endurskoðaður reglu-
lega.“
Tillögunni var vísað til menntamálanefndar.
„Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn i
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 leggur til,
að settar verði i samráði við heilbrigðisráðu-
neytið ákveðnar starfsreglur fyrir stöðunefnd.
Verði reglur þessar grundvöllur hæfnismats og
röðunar nefndarinnar."
Hve viargir lceknar?
I yfirgripsmiklu erindi sem Örn Bjarnason
flutti sýndi hann með töflum þróun læknalið-
unar á íslandi undanfarna áratugi. hlutfalls-
töiu útskrifaðra miðað við innritrða. svo og
töflu um væntanlegan fjöida læknakandidata á
árunum 1976—1980.
Kom m.a. fram, að á árinu 1974 hefðu ve?áð
starfandi á Islandi 1 læknir á hverja 614 íbúa.
Gerði Örn grein fyrir mismunandi möguleik-
um á fjölda útskrifaðra kandidata á næstu ár-
um, en miðað við reynslu fyrri ára útskrifuð-
ust 40—44% af innritaða fjöldanum. Miðað við
þetta gæti fjöldi útskrifaðra á tímabilinu 1976
—80 orðið 235—255.
Hæfilegt væri að áætla, að 271 mundi út-
skrifast á árunum 1975—80. Þá hafði Örn
kannað, hversu margir sérfræðingar hefðu
komið til starfa á árunum 1969—74, og reynd-
ust þeir vera 79.
Taldi ræðumaður, að á árinu 1981 yrði fjöldi
lækna búsettra á íslandi 798.
Fundarstjóri áleit, að ekki væri vá fyrir dyr-
um, þrátt fyrir þær upplýsingar, sem fram
komu í yfirliti Arnar Bjarnasonar.
Gaf hann orðið laust og fyrstur kvaddi sér
hljóðs Guðmundur Oddsson. Var hann sama
sinnis og fundarstjóri, að enn væri verulegur
skortur á læknum i heimilislækningar, en taldi
þó, að vegna þrýstings, sem stafaði af fjölda
útskrifaðra lækna yrði hætta á að sú þróun
ætti sér stað, að læknar hæfu strax störf til
frambúðar án frekari starfsþjálfunar og gæti
það þýtt lakari þjónustu.
Guðmundur Oddsson taldi, að hlutfall það
(40%) um innritaða í læknadeild á móti út-
skrifuðum, sem fram hefði komið í framsögu
Arnar Bjarnasonar, væri varla einhlítt og gæti
það breytzt mjög.
Fundarstjóri sagði, að spár um félagsmálefni
væru sialdan einhlítar, þar sem svo margir ó-
vissir faktorar kæmu til greina.
Jón Aðalsteinsson taldi, að læknaþörf hlyti
að bygg.iast að verulegu leyti á athugun á
morbiditeti.
Páll Sigurðsson sagði frá þvi. að sDár um
iæknafjölda hefðu víðast hvar mistekizt. en ný
tilraun Svía á þessu sviði næði ekki einungis
til spár um læknafiölda næstu 20 árin. heldur
einnig sná um nauðsvnlegan fjölda sérfræðinga
í hverri erein. Sagði hann frá spá. er gerð
hefði verið á vegum heilbrigðisráðunevtisins af
Kiartani Jóhannssyni, en þar var niðurstaðan
sú. að við hefðum þegar nægilegan læknafjölda
og 24—30 kandidatar á ári væru næeilegur
fiöldi til að halda i horfinu. Ráðunevtið hefði
siðan gert aðra athueun m.t.t. laga nr. 56 frá
1974. en sú skýrsia hefur ekki verið birt.
..Aðalfundur Lænafélags Islands haldinn í
Revkiavík dagana 4.—6 sent. 1975 beinir beirri
áskorun til Háskóla Islands og heilbrigðis-
stiórnar, að ekki verði innritaðir fleiri stúd-
entar í læknadeiid en skv. könnun reynist
möguleiki að veita viðeigandi menntun á þeim
stofnunum, sem til eru i landinu."
„Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í
Revkiavík dagana 4.—6. seDt. 1975 beinir þeirri
áskorun til Albingis og rikisstjórnar. að hraðað
verði iiDpbyggingu heilsugæzlustöðva og að há-
ma.rksh^ggingartími þeirra fari ekki fram úr
tveim tii brem árum. Jafnframt verði gerð for-
gangsröðun á þessum framkvæmdum.“
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í
Reykjavík dagana 4.—6. sept. 1975 felur stjórn